Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 58

Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 58
184 SYRPA ir. Það er við landamerki Bæjar og Bjarnaness, yztu bæjanna norð- anmegin Steingrímsfjarðar. Þar er boði eða blindsker skamt undan landi, kallaður Göngustaðaboði, og brýtur ekkí á honum nema í ægi- legustu norðanbrimum. Það bar til aðra nóttina eftir að Þorsteinn lagði frft. Skagaströnd, að Benjamín dreymir að hann þykist koma út úr kofa sínum, og horfa til sjávar niður. Þá sér hann koma mann gangandi neðan frá fjörunni. Honum finst hann þekkja manninn álengdar, og það vera Bogi nokkur, gamall kunningi sinn að norðan. Þegar hann er rétt kominn, kallar Benjamín til hans og segir : ,,Nei ! Komdu sæll, Bogi ! Hvernig stend- ur á því, að þú kemur þessa 1 eið ?“ Hinn tók kveðjunni fremur daufiega, sneri sér við í skyndi, og horföi til sjávar, og lét spurningunni ósvarað. Eftir dálitla þögn segir hann, og án þess að líta til Benjamíns : „Hatin er skrítinn hann Göngustaðaboði, alveg eins og skip á hvolfi“. „Hvernig veiztu það^“ spyr Benja- mín. ,,Nú ! við hvílum þar félag- arnir, Þorsteinn bóndi í Kervogi og hásetar hans allir. Við sigldum frá Skagaströnd seint í fyrradag, en úrðum að hleypa undan hríðinni og storminum, og stefndum á Bæ- jarfell. Alt gekk vel! Vér kom- ustum slysalaust gegnum brim og boða, þótt svart væri myrkrið og hríðin. En — alt í einu hrópaði formaðurinn til okkar: ,í guðs nafni gætið ykkar piltar ! ‘ —Þaö voru hans síðustu orð“. Um leið og hann sagði síðustu orðin, leit Benjamín af honum fá augnablik, en þegar hann leit við aftur var Bogi horfinn. Benjamín sagði mér sjálfur draum- inn, og taldi hann engann efa á því að Þorsteinn hefði farist á Göngu- staðaboða ; enda þótt ótrúlegt mætti þykja að hann hefði komist slysalaust gegnum endilangan Húnaflóa, krökan af boðum og blindskerjum, og það í niða nátt- myrkri, sortahríð og ofsastormi, og verið þannig nálega sloppin úr allri hættu. En— ,,margur drukkn- ar nærri landi“, segir hið forn- kveðna. Það er sannmæli. II. Þorsteinn Þorleifsson var snyrti- maður í sjón og prúðmenni í fram- komu ; hugvitsmaður og völundur í verkum. Skýr var hann í bezta lagi, og vel ht'ima í bóklegum fræð- um, einkanlega þeim eldri. En dulur mun hann hafa verið, og ekki látið alt uppskátt fyrir almenningi, það er hann vissi. Um þetta sann- færðist eg af tveim bréfum, er hann reit til vinar síns og síðar komust í mínar hendur. — Var þar margt eftir Aristóteles heimspeking og ýmsa fieiri fornaldar vitringa, sem kunnir eru af sögunni. Eitthvað kunni hann til missýn- inga, og mun hafa lært það erlend- is. Sjaldan mun hann þó hafa grip- ið til þeirrar kunnáttu sinnar. Þó skal hér til færð ein smásaga því til sönnunar : Hann og einhverjir fleiri Stranda- menn, fóru eitt sinn til fjárkaupa austur í Húnavatnssýslu. Þeir komu þar á ríkisheimili eitt. Þar var margt um manninn. Stúlka ein, fremur gáskafull, dró dár að þeim Strendingunum. Hefir líklega þótt þeir eitthvað frábrugðnir í háttum, því sem hún átti að venjast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.