Syrpa - 01.03.1914, Side 63

Syrpa - 01.03.1914, Side 63
BÝSNIN MESTA Á SJÓ 189 a8 búa sig undir aS draga upp stjórann, og myndu koma litlu síðar. Þetta var að kveldi dags og farið aö rökkva, en tunglsljós var bjart og veöurblíðan sama, svo engin hætta var sýnileg. Alt gekk vel og eðlilega hjá þeim er latidsins leituðu, þeir náðu heim til sín einhvern tíma um nóttina, og sögðu að félagar sínir mundu þá skamt utidan, því ekki hefði annttjð verið eftir en draga upp stjórann, er þeir yfirgáfu þá. Næsta morgun er lýsa tók af degi, voru þeir samt ókomnir, og þó hafði haldist sama veðurblíðan alla nótt- ina, og svo var enn. Fanst mönn- um sem eitthvað óvanalegt eða ó- skiljanlegt hlyti aö vera á seyði, og bjuggu í skyndi út skip og menn, til aö komast eftir hvað um væri að vera. Er það ekki að orðlengja, að þeir_ fundu skipið liggjandi við stjóra á sama stað, sem það var um kvöldið, með hákarla-hlessu utanborðs og innan, og öllu öðru tilheyrandi, og árar í keipurn. Alt undir búið að halda til lands er stjórinn væri upp dreginn. En allir mentiirnir voru horfr.ir. Hvað hafði orðið af þeim ? Þar til sáust engin merki, og það er enn ó- ráðin gáta, þann dag í dag. Sjóræningjar voru þá engir á ferli kringum íslands strendur. Sú ó- öld var Iöngu liðin er Tyrkinn var þar á sveimi. Engar hafskipaferöir áttu sér stað um þann árs tíma er- þetta skeði, Og eiga sér reyndar aldrei stað svo innarlega. Á þeim tíma var engin verzlun fyrir innan Reykjarfjörð, og stórskipaleiðir um Húnaflóa liggja miklu dýpra. Smáskipaleiðir ofar og með landi fram. Mannrán á íslandi var og ger- samlega óþekt, svo ekki var því til að dreifa. Alþýðan, eins og von var, bjó til ýmsar gátur um slys þetta, en enga sennilega. Ein af þeini var sú, að sædýr hefði etið alla mennina. Þótti þeim Mjaldurinn líklegastur til þeirr- ar óhæfu. Hann var þektur að því að vera hagaspakur, þar sem hann tók sér aðsetur. Menn þóttust þekkja svo náttnru þessa óvættar, að hann yrði eigi friðaður, ef hann fór til rána, með öðru en því, að gefa honum fyrsta fiskinn er á skip- ið kom. Og sá var eini frelsisveg- urinn eftir fólksins trú. Sennileg- ast að skipverjar hefði gleymt því, að gefa honum fyrsta hákarlinn, og hlotið svo þessa grimmilegu hefnd í staðinri. Hvort þetta hefir þó orðið þeim að fjörtjóni, getur þó enginn sagt, því Mjaldurinn á miði þessu var ó- þektur gestur. Hann hafði aldrei gert sig þar að hluthafa áður. Þessi orsök var þó talin líklegust, og því aldrei framar leitað þangað til neins fiskigangs, en veiðistöðin færð t'l Gjögurs, norðanmegin Reyk- jarljarðar, og hefir svo verið um langan aldur þar til nú, að hákarla- veiði er með öllu niður lögð. Ekki er þetta framanritaða dæmi þó einstakt á íslandi. Svipaðurat- burður kom fyrir á Breiðafiröi, end- ur fyrir löngu. Öll skipshöfnin af áttræðingi livarf þar einnig, á jafn sviplegan og óskiljanlegan hátt, án allra sjáanlegra ummerkja hvað því hefði valdið. B. G. Backmann.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.