Syrpa - 01.03.1914, Síða 64
Úr dularheimi.
VI. Merkileg sýn.
Sálmaskáldið mikla og dýrlega,
séra Hallgrímur Pétursson, deySi
sem kunnugt er 2. október 1674,
eftir þungar og langvinnar þjáning-
ar af holdsveiki.
Merkileg sýn fi að hafa sést viö
andlát hins mæta manns, sem hér
verður frá skýrt.
Maður er nefndur Jón og var
Þóröarson. Hann var vinnumaður
í Haga á Baröaströnd, og haföi
það heimilisstarf á höndum aö gæta
sauöa á vetrum. Jón var álitinn
maður einfaldur, en sannmáll og
trúr. Hann svaf á lofti yíir bæjar-
dyrum, því rísa skyldi árla úr rekkju.
Hina sömu nótt sem Hallgrímur
prestur skildi við heim þenna, vakn-
aöi hann við það, aö honum heyrð-
ist sem stormhvinur færi yfir bæinn.
Hann gekk út í skyndi og gætti til
veðurs. Úti var logn og himinn
heiður, með óvenju miklu stjörnu-
skini, og svo bjart sýndist honum
vera yfir landi og sjá, að undrum
sætti, því lágnótt var yfir jörðu, og
tunglsljós eigi.
Yzt í suðurátt, við sjóndeildar-
hring, sá hann roða mikinn sem frá
rísandi sólu, er breiddist út um
lofthvolfið til beggja hliða.
Hann hafði heyrt sagt frá því, að
frá gjósandi eldfjöllum slæi oft roða
á himindjúpið í kring, datt honum í
hug að þessu myndi þannig varið,
og einhverstaðar í suðrinu væri eld-
fjall að brenna.
Þegar hann hafði horft á þetta
um stund, barst að eyrum hans
sönghljómur úr sömu átt. Söng-
hljómurinn skýrðist og virtist alt af
færast nær og nær honum.
Hljómurinn var svo unaðslegur,
að slíkan hafði hann aldrei heyrrt
um sína daga.
Hann hlustaði hugfanginn áþenn-
an indæla hljóm, er hann trúði að
væri frá engilhörpu eilífðarinnar,
því oft hafði hann heyrt talað urn
það, hvað söngrödd englanna væri
fögur og dýrleg, eins og þar væri
einhverjir til frásagna.
Þegar minst varði sá hann mann-
fjölda mikinn fara fram hjá sér í
loftinu, er stefndi í austurátt.
Hann sá að þetta var líkfylgd,
bæði mikil og vegleg.
Búningur fólksins var hvítur sem
mjöll, og leiftraði svo mikill glans
frá honum, sem gulli í sólarljósi.
En fremst sá hann fijúga marga
snæhvíta fugla í þéttri þyrping, eins
og vegvísendur.
Á undan og eftir fór hin prúö-
búna söngmfinnasveit, en umhverf-
is líkkistuna sjálfa og þá sem hana
báru, var sem skínandi sólarbirta.
Þetta leið frant hjá honum í fárra
faðnia fjarlægð, og eigi hraðar en
svo, að svaraði til fiýtis meðal
göngumanns.
Hann gat eigi lýst þessu nánar,
því bæði Ijósmagnið umhverfis þessa
fögru fylking, og svo óttinn sem