Syrpa - 01.10.1915, Page 4
66
SYRPA, II. IIEFTI 1915
þið ekki koma inn og sjá skipin
mín?”
Jósep þakkaði henni fyrir og
hún leiddi þau inn í eldhúsið;
þar þótti þeim skrítið umhorfs,
stóðu þar trébekkir hringinn í
kring, en engir stólar. Borð stóð í
einu horninu, eins og til þess að
sætin gætu orðið notuð við mál-
tíðir.
“Komið inn hingað, eg ætla að
sýna ykkur skipin mín”, og um
leið opnaði hún dyrnar að her-
berginu, þar sem ljósið logaði.
Börnin furðuðu sig á hvað mörg
skip stóðu þar meó veggjunum af
öllum líkingum,alt frá stóru bark-
skipi með fullum seglum niður í
lítinn róórarbát.
“Hver bjó til öll þessi fallegu
skip?” spurði Klara.
“Kafteinninn og dreugirnir
mínir”,svarar gamla konan. “Og
á meðan þeir eru burtu eru þessi
skip mér til skemtunar”.
“Er maðurinn yðar í sjóferó?”
spurði drengurinn.
,,Já”, og þeir Nonni og Tumi
eru með honum. En eg býst við
þeim heim í dag”, sagði hún um
leið og hún horfði fram á sjóinn.
Síðan vatt hún ljósið ögn hærra
upp á lampanum. “Eg sagði
þeim að eg ætlaði að láta ljós
loga á hverri nóttu. En svo er
eg nú farin að láta það lifa á dag-
inn líka, vegna þess þoka getur
skollið á og þeir svo siglt fram
hjá, ef þeir ekki sæju ljósió”.
“Hafa þeir verið lengi burtu?”
spurði Klara,
“Já, þessi er sú lengsta sjóferð,
sem þeir hafa lagt út í, en eg
vænti þeirra lieim í dag”. Síóan
gekk hún að boroinu, tók þar Ijós-
mynd, sem hún rétli Klöru og
segir um leið: “Hérna sérðu
myndir af þeim”. Voru þær af
tveim ungum mönnum og öldruð-
um manni með dökt hár og skegg.
Systkinin horfóu á myndirnar
um stund og síðan á gömlu kon-
una, sem bar snjóhvítt hár, og
undruðust yfir því hversu maður
hennar og synir sýndust unglegir.
Gamla konan virtist eins og
gleyma því að nokkrir væru þar
hjá henni, og í nokkrar mínútur
starði hún út á sjóinn þögul. Síð-
an sneri hún sér að börnunum
aftur og segir:
“Heyrðuð þið þess getió inn í
bænum að Nancy Pringle væri
væntanleg í dag eða ekki ?’ ’
“Nei”, segir Jósep. “Eg hefi
aldrei heyrt talað um Nancy
Pringle”.
“Það er nafnið á skipi manns-
ins míns. Eg vænti þeirra heim
í dag. Nonni ogTumi, drengirn-
ir okkar, eru með honum. Þetta
verður þeirra síðasta sjóferð.
Maðurinn minn lofaði að skilja
aldrei við mig framar”.
Systkinin kvöddu gömlu kon-
una og þökkuðu henni fyrir að
hafa sýnt þeim skipin.
“Komið aftur, börnin mín.
Kafteinn Pringle og drengirnir
mínir veróa þá hér, og geta sagt
ykkur æfintýr úr sjóferðinni”.
Þegar Jósep og Klara komu
heim aítur, sögðu þau frá þessari
einkennilegu heimsókn.
“Það er hún Nancy Pringle”,
segir föðurbróóir þeirra, “ekkja
kafteins Pringle. Hann fórst í
hafi með tveim sonum sínum,fyrir
fjörutíu árum síðan. Og aum-
ingja gamla konan lætur ljósið
loga nótt og dag,af því liún vonar
að maður hennar og synir komi
heim, hvern daginn sem líóur”.