Syrpa - 01.10.1915, Page 42
104
SYRPA II HEFTI 1915
Hún dró andann þungt og þagnaði.
Hún leit undan stundarkorn, svo
bætti hún við: “Þú skalt ekki
reyna,” lengra komst hún ekki, dró
að sér báðar hendurnar, bylti sér á
hina hliðina og grét sáran.
Magnhildur sá hvernig ekka-
þrungnar ástríðurnar læstust í
gegnum bakið og handleggina.
Hún spratt á fætur.
“Það viar heimska af mér” heyrði
hún að lokum; frúin bylti sér til
á ný, nuggaði ennið og augun, með
einhverskonar smyrslum, er fyltu
herbergið þægilegri angan. “Eg get
ekkert ráð gefið; enda rnundi það
hafa komið iað litlu haldi. Seztu
niður aftur!”
Magnhildur settist; frúin greip
um hönd hennar. Hún klappaði
henni og strauk um vanganaa. Því
næst leit hún á hana stórum ran-
sóknaraugum: “Veiztu að þú ert
orsökin 1 öllu þvf, er skeði í dag?”
Magnhildur varð sótrauð, eins og
hún hefði lengi staðið við bálköst;
hún ætlaði að fara, en frúin sleppti
ekki tökunum. “Vertu róleg,
barnið mitt! Eg hefi lesið í huga
hans, þegar við höfum verið saman
þú ert ung og fíngerð,—Og eg—!”
hún lokaði augunum, og hreyfði
hvorki legg né lið. Andardráttur-
inn heyrðist varla—en svo andvarp-
aði hún sáran og leit í kringum sig.
Það var liyldýpi af sársauka 1
augnaráðinu!
Magnliildur hefði getað talið sín
eigin hjartaslög, hún þorði sig
hvergi að hræra, og hélt niðri í sér
andanuin. Hún fann að hún
iöðursvitnaði.
“Já, já, Magnhildur;—-gættu þfn
nú!” Magnhildur stóð á fætur.
Erúin leit á hana. “Vertu ekki of
þóttafull!” sagði hún. “Áttu nokk-
urn stað, sem þú getur farið 1?”
Magnhildur heyrði ekki hvað hún
sagði. Erúin endurtók spurning-
una: “Áttu nokkurn stað, sem þú
gætir farið í?”—Svaraðu mér undir-
eins!”
Magnhildur vissi naumast hvað-
an á sig stóð veðrið, en hún sagði
“já,” svona af venjulegri undirgefni
við frúna. Hún hugsaði ekki um
að fara neitt annað, en beina leið
heim þegar í stað. En áður henni
gæfist tækifæri til þess, sagði frúin,
er stöðugt hafði augun á henni: “Eg
skal segja þér nokkuð, sem þú ekki
veizt. “Þú elskar hann.”
Magnhildur þaut á fætur eins og
elding, og starði í augu frúarinnar;
hún átti í ströngu að stríða. Það
var engu lfkara, en að augu frúar-
innar önduðu á hana.
Hún varð ráðþrota, roðnaði og
byrgði höfuðið í höndunum.
Frúin reis á fætur, og tók hana
við hönd sér. Hún reyndi að veita
mótspyrnu; brjóstið gekk í bylgj-
um; liún fálmiaði með liöndunum,
eins og væri hún að leita að hand-
festu, og hún fann liönd frúarinnar.
Hún hallaðist að brjósti liennar,
og grét eins og barn.
VIII.
Snemma næsta morguns, færði
sjómannskonan Tande, bréf. Bréfið
var í fornfálegu, gullitu umslagi,
utanáskriftin vitnaði um óæfða-
kvenliönd, letrið var með smá-
gjörvum bókstöfum, en dálitlar
sveiflur á hverjum staf, er náði nið-
ur úr línunni. Hvaðan mundi það
geta verið?” Hann opnaði bréfið.”
Neðan undir stóð nafnið: “Magn-
hildur.”
Honum hitnaði um hjartaræturn-
ar um leið og hann las: