Syrpa - 01.10.1915, Qupperneq 46
108
SYRPA II. HEFTI 1915
hún var fullklædd og kom inn í
stofuna. En allt bar a<5 sama
brunni, hún gat enga ástæ'ðu fundið.
Andlit Bannvegar var mjög breytt
—hver gat orsökin verið?
Þær fóru; báðar voru hljóðar.
Jafnvel á götunni, bar sem svo
margt hefði getað vakið gamlar
minningar, stein])agði nú konan,
sem áður hafði mælt á þrem tungu-
málum. Þær mættu manni í vagni,
sem talaði áfergjulega við ungan
mann, er hann hafði stöðvað. Þeir
heilsuðu báðir Magnhildi, hinn
eldri kæruleysislega, en yngri mað-
urinn með slgurglampa í augunum;
—þá rann upp ljós fyrir Rannvegu.
Því þótt fimm ár væru liðin, síðan
að hún deildi við liinn ókunna
mann, er talað hafði um líísákvörð-
un Magnhildar, og vitað hafði, að
hún stóð í samhandi við mann,
er hún skammaöist sín fyrir—þá
þekkti hún hann undireins!
Hún greip um hönd Magnhildar
skjótlega: “Do you know him?
What is his name? Does he live
here? í ákafanuin gleymdi hún alveg
móðurmálinu. Magnhildur svaraði
síðustu spurningunni: Já, síðan i
vetur.” — “Hvað heitir hann?”-----
“Grong.”—“Hefirðu talað við hann?’
“Meira við son lians; það var hann,
sem stóð þarna.”
Rannveg horfði á eftir Grong, sem
ók hart — nærri því reiðilega fram-
hjá!
Þær fóru inn á gistihús hægra
megin vegarins, og spurðu stúlku
eina, hvort kvenmaður ásamt barni,
hefði ekki sezt þar að nýlega. Þeim
var fylgt upp á loft.—Þar var þá
stúlkan, er komið liiafði með Rann-
vegu. Rannveg spurði hana á
ensku hvar barnið væri, um leið
og hún gerði Miss Roland og Mrs.
Skarlio kunnugar hvor annari, því
næst gengu þær allar inn í herbergi,
þar sem barnið lá og svaf. “Nei,
við höfum þá fengið vöggu!” hróp-
aði Rannveg á ensku, um leið og
hún laut niður að barninu. Magn-
hildur stóð álengdar. Henni virtist
barnið fallegt, að svo miklu leyti,
sem hún gat séð það.
Rannveg leit ekki upp, og mælti
ekki OTð af vörum. En Magnhild-
ur sá að stórar tárperlur glitruðu
á dúknum, sem yfir vögguna var
breiddur. Dauðaþögn var umliverf-
is þær.
Rannveg stóð á fætur, skotraði
augunum til Magnhiklar og gekk
inn í annað herbergi. Magnhildur
varð að fara á eftir. Rannveg nam
staðar við gluggann—Yið húsdyrn-
lar staðnæmdist vagn, það var nýr
og fallegur feiðavagn; svona falleg-
an ferðavagn hafði Magnliildur
aldrei séð. “Hver á liann?” “Eg”
svaraði Rannveg.
Betsy Roland kom inn og spurði
eftir einlivcrju; Rannveg fór út með
henni. Hún kom fljótlega laftur,
gekk rakleitt þangað sein Magnliild-
ur var að skoða vagninn, lagði
handlegginn uin háls lienni og
sagði: “Will you go with me in
this earriage through the country,
Magnhildur?”
Magnhildur varð hrædd, um leið
og Rannveg smart hana með he •!-
inni, hún þekti augnaráðið, frnn
heitan andann; og liandlegguriiin
vafðist um hana líkt og járnhlekk-
ur, jafnvel ]iótt hann meiddi liana
ekki: “Viltu ferðast ineð mér út á
landið í þessum vagni, Magnhild-