Syrpa - 01.10.1915, Blaðsíða 62
124
SYRPA II, HEFTI 1915
eitthvað niður. 3>eir hurfu sjónum
hver á fætur öðrum og reyndu að
ná fótfestu um leið. Osman, for-
ystuhundurinu beitti öllum kröft-
um til að ná fótfestu, og náði henni;
það var aðdáanlegt að sjá til hans.
Sleðinn stanzaði og við hlupum til
liliðar. Á svipstundu sáum við
hvað um var að vera. Yið höfðum
farið eftir sprungubarmi, og sleðinn
hafði stöðvast fram á blábrúninni,
en hundarnir héngu I aktygjunum
niðri í sprungunni. ílversvegna
sleðinn og við sjálfir höfðum ekki
hrapað ofan með hundunum verður
altaf leyndardómur. Eg held að
örlítil viðbót við bungann fyrir
neðan hefði hlotið að draga okkur
niður. Undireins og við sáum í
hvaða hættu við vorum staddir
dróum við sleðann upp frá brún-
inni og festum hann niður; svo
fórum við að gægjast niður i gjána.
Hundarnir ýlfruðu ámátlega þar
sem beir héngu í allskonar skringi-
legum stellingum og voru auðsjáan-
lega mjög hræddir. Tveir höfðu
losnað úr aktygjunum, og við gát-
um séð þá á snjóbrú langt fyrir
neðan. . j ’J
Wilson og Cherry-Garrard, sem
höfðu séð hvað okkur leið, voru nú
komnir okkur til hjálpar. Það left
illa út fyrir hundunum okkar, og
mér sýndist lítil von til að þeim yrði
bjargað. Til allra hamingju hafði
eg mint félaga mína á fjallgöngu-
vaðinn áður en við lögðum af stáð,
og nú flýtti Cherry-Garrard sér að
ná í hann. Þegar svona stendur á
þarf maður nokkurn tíma til ráða-
gerða; nokkrar mínútur eyddust til
ónýtis fyrir okkur. Yið gátum
ekki slakað um þumlung hvorki á
sleðaólinni né taumnum, sem lá
yfir Osman og ætlaði að kyrkja
hann. Við tókum böndin af sleð-
anum oklcar og létum svefnpokana,
tjaldið og eldavélina á öruggan
stað. Osman gaf frá sér sogandi
hljóð, sem gaf til kynna að viö yrð-
um að losa hann bráðlega. Eg tók
böndin utan af svefnpoka Meares,
lagði tjaldsúlurnar yfir sprunguna
og gat með hjálp hans slakað ofur-
lítið á taumnum. Þetta losaði
hundinn; og voru aktygin óðar
skorin af honum. Síðan bundum
við vaöinn utan um sleðaólina eins
neðarlega og við gátum og reynd-
um svo að draga upp báðir í cinu
Einn hundurinn komst upp á
brúnina og var losaður. En þá
var ólin búin að mynda svo djúpt
far í brúnina að ómögulegt var aö
hreyfa hana. En nú máttum við
losa um sleðann og gátum gert það
sem við höfðum átt að gera í fyrstu,
sem var að setja hann eins og brú
þvert yíir gjána og draga svo upp í
hann. Við gátum gjört það, þó að
okkur væri orðið ískalt á fingrun-
um. Wilson hélt við sleðaólina
sem var rammlega fest niður, en við
hinir toguðum í tauminn. Taumur-
inn var mjór og eg var hræddur um
að hann mundi slitna. Við létum
því Meares síga niður til þess að
festa vaðinn við fremri endann á
ólinni. Þegar hann var búinn að
því gekk alt vel. Við drógum hund-
ana ui>p í sleðann, tvo og tvo í einu
og skárum af þeim aktygin jafn óð-
um til að losa þá.
“Loksins náðum við seinustu
tveimur hundunum upp, og þá