Syrpa - 01.10.1915, Page 88
150
SYRPA II. HEFTI 1915
gagnvart Nikulási; og jafnvel van-
traust.
í hirð keisarans eru sterkar
lireifingar til friðar. Keisarafrúin
vill fórna öliu fyrir friðarsakir. f
því atriði fylgir henni af alefli, “spá-
maðurinn og kraftaverkamaðurinn”
Rospúlin. Hann er munkur og
hefir afarmikil áhrif á keisarann
sjálfann, sem er einkar hjátrúarfull.
ur. Þegar keisarinn kemur á víg-
völlinn öðru hvoru, hefir hann
altaf á reiðum höndum ótal uppá-
stungur til þess að hretta strfðinu
og semja frið. Honum hraus hugur
við öllum þeim ósköpum sem fyrir
augu hans og eyru bar þegar hann
kom á orustu-völlinn. Það er jafn-
vel frá því sagt með góðum heim-
ildum, iað hann hafi vakið máls á
því við Nikulás hvort ekki mundi
hugsanlegt að stöðva stríðið. Niku-
lás hlustaði á hann þegjandi og
sagði svo: “Yðar hátign; ef þetta
er hugsun yðar, þá held eg stríðinu
áfram í mínu eigin nafni.”
Keisarinn svaraði engu.
Það var Nikulás sem svifti
Reuenkamp herstjórninni í Austur
Prússlandi eftir ósigurinn við
Tannenborg. Reuenkamp við-
hafði fornar og úreltar striðs að-
ferðir. Hann er drykkjumaður
mikill, hávaðasamur, ákaflyndur
og drottnunargjarn fram úr hófi.
Stórhertoginn rak hann frá her-
stjórn, án þess að ráðgast um það
við keisarann. Von Reuenkamp
fór tafarlaust til Pótursborgar og
skýrði mál sitt fyrir keisaranum.
Hann símaði samstundis til stór-
Syrpa — Galley 33.
hertogans og skipaði honum að fá
Reuenkamp herstjórnina í hendur
aftur.
Stórhertoginn svaraði á þessa
leið: “Reuenkamp kemur aldrei
nærri herstjórn á meðan eg er við."
Nikulás hefir enn aðalherstjórn-
ina og Reuenkamp er enn aðgerða-
laus í Pétursborg.
Bústaður Nikulásar er f Streina,
og þar hefir hann búið oftast síðan
í Japan stríðinu; er það afskektur
staður og þar er hann sökum þess
hve óvinsæll hann er.
öðru máli er áð gegma með konu
hans. Hún hefir oftast verið í
Pétursborg til þess að koma í
framkvæmd málum sínum og hans.
Þau eiga engin börn. Nikulás hefir
verið í Streina rétt eins og einsetu-
maður.
Pólkið þar í grendinni kallar
hann “stóra flakkarann” fyrir þá sök
að hann ferðast um á litlum rúss-
neskum hestum. Þegar hann situr á
hestbaki verður hann að halda upp
fótunum til þess að þeir ekki drag-
ist við jörðina.
Allir húsmunir í Streina, sem
hann notar sjálfur eru 10 þumlung-
um hærri en venjulega gerist. Skrif-
borðið hans, til dæmis, er 10 þuml.
hærra en önnur skrifborð; sömu-
leiðis stólar hans, rúm hans ogfleira
Þetta verður að vera svona sökum
þess hversu hár hann er.
Hann hefir einn sið sérlega ein-
kennilegan. Hann borðar oft að-
eins með fingrunum án þess að nota
hníf eða matkvísl, og kastar bein-
um og hnútum í kringum sig á gólf-
ið að forn rússneskum sið. (Þetta
minnir á forn Islendinga og hnútu
köstin), kveðst hann gera þetta til
þess að hafa samneyti við for-
feður sína. Stundum aftur á móti
viðhefir hann fínustu hirðsiði.
Stundum er hann þögull og hljóð-