Syrpa - 01.10.1915, Síða 92
154
SYRPA, II. HEFTI 1915
peningum framan í okkur. Mason
gat útvegaB honum stööu hjá manni,
sem aö hann þekti í borginni; eftir
fáar vikur þá skýröi þessi vinur
Masons honum frá, aö vinna Stevv-
arts væri ónotandi, og að hann heföi
ekki brjóst í sér til aö láta hann
fara, af því aö hann væri svo góöur
strákur. Mason hló og kom því
þannig fyrir aö annar maöur skyldi
vinna yfirtíma og kippa bókunum í
lag á hverju kveldi. Stewart komst
aö þessu, kom til Masons náfölur af
vonsku og slepti auövitaö vinnunni
& augabragði.
Næsta ár þar á eftir sáum viö
hann viö og viö. Hann fór aldrei
fram hjá klúbbnum, en viö vorum
vanir að mæta honum stöku sinnum,
en þá flýtti hann sér ávalt fyrir
næsta húshorn. Stundum þóttist
hann ekki sjá okkur. Alt af var
hann aö veröa magrari og tötraleg-
ar búinn. Seinna heyröi eg aö hann
heföi veösett mest af fötum sínum
og borgaö upp hvert einasta cent,
sem aö hann skuldaði, sem var aÖ
vísu ekki mikið, en þó all álitleg
upphæö fyrir öreiga mann. Oft á
tíöum ásótti andlit lians mig, sér-
staklega þó á vetrum — magurt,
með vel myndaöann, viökvæmis-
legan munn, mjóa höku, stór, grá
augu, kinnfiskasoginn, lítil eyru,
sem lágu fast aö höföinu og alt af
vel rakaöur. Hann var farinn að
líta út eins og meinlætamunkur. Á
fötum hans var farið aö bera á
saumunum og svo slitin voru þau á
sumum stööum að það var farið aö
sjást í þræöina, en eg sá hann aldrei
óhreinann eöa ósnotrann.
Eg ímynda mér aö þaö sé mjög
auövelt aö missa kjarkinn, þegar
aö menn hafa veriö óhamingjusamir
um langan tíma. Auðvitaö haföi
Stewart fyrir engum öðrum aö sjá,
en sjálfum sér, annars hcföi veriö
auövelt fyrir okkur að gjöra eitt-
hvaÖ. En þar sem hann var ávalt
einn þá virtist hann lifa einangraöur,
og aö því er okkur sýndist þá var
eins og aö hann heföi ánægju af því
að h'öa einsamall.
Mason og mér varö órótt út af
þessu. Þaö var dálítill hluti af
Stewart sem viö gátum aldrei náö
til, og þaö var dramb hans. Ef aö
hann heföi ekki verið af svona góö-
um ættum, þá hefði hann ef til vill
ekki veriö svona þrályndur. En
látbragð hans var þannig aö þaö
kom okkur til aö hugsa aö við vær-
um aö bjóða öllum aðlinum ölmusur.
,,Eins og þú veist“, sagöi Mason
eitt kveld þegar viö sátuni í glugga-
kistunni á einum glugga klúbbsins
og vorum svona við og viö aö líta
eftir mögrum, dökkbrúnum verum,
sem vorn aö ganga niður Piccadilly
,,Eg hef oft verið aö furöa mig á
hvaö mundi veröa um flesta okkar
ef aö viö hefðum oröiö öreigar, þaö
er auövelt að sitja hér og segja að
viö mundum gera hitt og þetta og
vera mjög öruggir yfir því, en gæt-
um viö gert þaö, ef aö viö mættum
til ? Eg held aö því meir sem maö-
urinn þarf einhvers meö, því meir
veikir þaö mátt mannsins. Hann
skelfist viö hugsunina um afleiðing-
ar misheppninnar“.
Eg varö hugsi í stutta stund.
Þetta var sett frarn í nýju ljósi. Eg
hafði lesiö töluvert um hvaö menn
framkvæma undir hræöilegri þving-
un og byröi, og eg skýröi þeim frá
því.
,,Já, þaö er rétt eins langt og þaö
nær, en þeir (sem þú talar um) eru