Syrpa - 01.10.1915, Page 105
SYRPA, III. HEFTI 1915
167
maðurinn spurði hann liversvegna
hann hefði ekki notað einhver önn-
ur ráð en þau að skjóta konuna
sína til þess að lagfæra þetta: "Eg
reyndi fyrst öll möguleg ráð,” svaraði
hann “og eg hlýt að hafa verið van-
vita af ótta fyrir smán að eg skyldi
geta drepið konuna mína sem eg
unni hugástum.” Margir herforing-
jar háru vitni í málinu og lofuðu
Herail einróma fyrir siðferði, hug-
rekki og skyldurækni. Henri Rob-
ert, frægur lögmaður flutti mál hans
af mikilli snild og mælsku.
“Dómari sem er miklu líklegri til
að sakfella en þið,” sagði hann og
henti á kviðdóminn, “tengdamóðir
hans, hefir fyrirgefið honum. Hún
skrifar mér lof um hann sem fyrir-
myndar mann og ættjarðarvin.
Systur og bræður hinnar framliðnu
hafa einnig fúslega fyrirgefið hon-
um”. Eftir 15 mínútna yfirvcgun
var kvcðinn upp dómurinn: “Ekki
sekur,” og fagnað með lófaklappi.
(Sig. Jiíl. Jáh. þydJi).
NYRZTA LAND Á JÖRÐINNI.
Peary, norðurfarinn alkunni, þótt-
ist, árið 1906, hafa fundið nyrsta
iand á jörðinni, norðvestur af
Grants-landi á 81 Vá—83 stígi norður-
breiddar, og miili 105—102 stiga
vesturlengdar. Efaðist enginn um
fund þenna í fyrstu. Var það á
iandabréfum skýrt “Crockerland.”
Að vísu þóttist Cook hafa fundið
land ennþá norðar og nefndi það
“Bradleyland”—en því trúði enginn.
Eigi alls fyrir löngu fóru þó Banda-
ríkjamenn mjög að efast um þenna
landafund Peaiy’s, af einhverjum
ástæðum. Tóku ])á nokkur vísinda-
félög sig saman og gerðu út leið-
angur mikinn til Crockerlands.
Foringi fararinnar heitir D. B.
MacMillan, þrófessor, og lagði hann
af stað í byrjun ágústmánaðar 1913.
Sóttist honum ferðin seinlega
mjög, en komst þó í vorbyrjun 1914
þangað norður —
En árangurinn liefir orðið annar
en hann bjóst við, því áður umrætt
Crockerland fanst hvergi.
Eftir því sem landafræðingurinn
O. Baschin í Berlín skýrir frá, þá
hefir komið bréf frá þeim félögum,
dagsett 29. ágúst 1914, og segir þar,
nð MacMilian ásamt C. P. Green
verkfræðingi, hafi farið 125 mílna
ianga sleðaför yfir liafísinn á þess-
um slóðum, og liafi þeir komist að
þeirri niðurstöðu, að “nyrsta land
jarðarinnar,” sé alls eigi þar, sem
Peary segi það vera.
Eru þá með þessu sannaðar tvær
villur í skýrslu Peary’s. Hann hafði
og sagst hafa fundið mjótt sund
út úr Lincoln liafi, er tengi það við
hafið austan Grænlands. Tveir
norðurfarar hafa livor um sig sann-
að, að þetta er eigi rétt.
Árið 1912 fór Knud Rasmusen
iiinn danski um þessar slóðir að
vestanverðu, en hann er manna
kunnugastur Grænlandi, og komst
hann að þeirri niðurstöðu, að sund
þetta hafði aldrei verið til. Nokk-
rum tíma síðar, hafði L. Mylius
Eriksen orðið hins sama áskynja
um þetta atrlði.