Syrpa - 01.10.1915, Side 126

Syrpa - 01.10.1915, Side 126
188 SYRPA III. HEFTI 1915 stjórnarbyltinguna í Prakklandi óttu stöðugt í höggi við áhrif þessa hvetjandi söngs. Hvað eftir annað var það biannað af stjórnendum landsins að syngja hann og var höfundur lians ofsóttur á alla vegu, þangað til Lúðvík Filippus veitti honum dálítinn lífeyri sem hann hélt til dauðadags. Rouget varð frægur söngfræðingur og tónskáld. Hann lézt 26. júní 1836, skamt frá París þar sem Choisy-le-Roi heitir. Á torgi þessa litla fagra bæjar má sjá myndastyttu tígulega af höf- undi Marseille borgarsöngsins. Var hún afhjúpuð 24. apríl 1892 til minn- ingar um 100 ára tilveru hans og áhrif. Napóleon mikli liélt að þessi söng- ur æsti hermennina á móti sér, þeg- ar hann kom frá Rússlandi, til þess að ná hug þeirra aftur, og bannaði að syngja hann. En það var of seint. Napóleon þriðji ætlaði að koma söngnum fyrir kattarnef með því að láta móður sína yrkja nýtt ])jóð- lag, en þótt sá söngur næði mikilli hylli og væri leikinn á hvert hljóð- færi og sunginn af hverjum munni á Frakklandi í byrjun stríðsinS 1870—71, þá er hann nú nálega gleymdur, en Marseille borgar söng- urinn hefir aldrei lifað betur en nú. Eftir blóðbaðið í París varð þessi söngur nokkurskonar hvata- söngur verkalýðsins í ýmsum lönd- um Evrópu, en víða var hann bann- aður með öllu þangað til í júlí 1891 liegar sjálfur Rússakeisari Alexand- er þriðji hlustaði á hann í Kron- stud við heimsókn frakkneska sendi- herrans. Áhrif Marseille-borgar söngsins þegar stór söngfokkur syngur hann eru óútmálanleg. 1 einni af bókum Hinriks Cre- villes er því átakanlega lýst hvernig áhrif hans heyrast fyrst meðal á- hlýðenda í viðkvæmu, blæþiðu and- varpi og smávaxa þangað til þau eru orðin eins og óstjórnlegur fellibylur. Þannig lýsir hann til- finningum þeim er söngurinn vakti í sálum Parísarbúa þegar fréttin barst þangað 4. sept. 1870 um orust- una við Sedan og hertekning Na- póleons þriðja. Sjálfur hefi eg heyrt þennan söng sunginn oftar en einu sinni. Var það fyrst þegar heimssýninginn var opnuð 1889, sem í raun og veru var hátíðahald til minningar um stjórn- arbyltinguna. Var hann þá sung- inn af 1500 manns og leikið undir af 5 stórum hljóðfæra flokkum. Voru þeir margir við það tækifæri er á hlýddu, sem ekki gátu tára bundist, og eins var það á heims- sýningunni 1900. Síðan þetta stríð hófst hcfir Mar- seille-borgar söngurinn enn á ný valdið bæði gráti og gleðiópum, sérstaklega þegar hið þrílita þjóðar- flagg, sem er óaðskiljanlega tengt við þjóðsönginn, var borið inn fyrir landamæri Elsas, sem nú skal endurtengt við móðurlandið. Ef þeir spádómar Joffres, herhöfð- ingja rætast, að þær landaspildur sem tapast hafa muni verða endur- teknar, þá er það víst að eftir stríðið láta Stassborgar búar reisa veglegt merki til minningar um þann söng er þar varð til á einni nóttu og hlotið hofir ódauðlega frægð. (Sig. Júl. Jóh. þyddi úr norsku),
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.