Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 3
TENGDAÐÖTTIRIN, Skáldsaga eftir E. JUNCKER. Framh. »En Elísabet,« sagði Margrét og hleypti brúnum nálega upp í hársrætur. »Nú er þér ekki alvara. t*ú ert ung og kát og sköpuð til þess að vera elskuð — en hann er sjálfsagt kominn nálægt fertugu, þur á manninn og lærð- ur. Höfuðið á honum er eins og alfræðisorða- bók, sem maður getur flett upp í, ef mann langar til að vita eitthvað. Pað er ómögulegt, Elísabet, að þú getir elskað þann mann.« Elísabet stóð upp, strauk hárið frá enninu og sagði: »Er þetta þín skoðun? Mitt hjóna- band verður aldrei eins og þitt. Okkar skoð- anir á hjónabandinu eru svo gagnólíkar. En taktu nú eftir því sem eg segi. Að undantekn- um blessuðum gamla prestinum okkar ber eg ekki eins mikla virðingu fyrir nokkrum manni og von Berge, frænda mínum, og enginn mað- ur er jafngóður vinur minn og hann. Og mín skoðun er sú, að vináttan eigi að vera grund- völlur hjónabandsins, hún er tryggari grund- völlur en ástin.« »Kæra Elísabet, ef þetta er sannfæring þín, þá er sjálfur doktorinn engill í samanburði við þig. En viltu ekki heldur giftast honum en frænda þínum? En eg get ekki horft á það að þú steypir þér ofan í hyldýpið, það skal aldrei verða® og Margrét stappaði með fætin- um í gólfið, til þess að gefa orðum sínum meiri áherzlu. »t*egar eg heyri þig vera að tala um skynsemis hjónaband, þá dettur mér í hug mitt eigið hjónaband, sem til er stofnað af ástinni N. Kv. XI. 3.-4. einni og mér finst þeirra svo mikill munur eins og á birtu tunglsins og sólarinnar. Eg er að vísu yngri en þú, en reynsla mín er meiri en þín, Eg veit, að aðeins ástin getur fengið konuna til að gleyma sjálfri sér og gefa sig skilmálalaust á vald þeim manni, er hún elsk- ar. Astartilfinningin er svo innileg og guðdóm- leg, að það er ekki hægt að hugsa sér hana — maður verður að elska til þess að þekkja hana.« »En hvernig líst þér á það,« sagði Elísa- bet og strauk hendinni um höfuð Margrétar, »að mig hryllir við þessari ást, sem þú lýsir? Eg mundi aldrei verða ánægð í því hjónabandi. Mér mundi finnast eg hafa drýgt andlegt sjálfs- morð. Eg mundi aldrei geta borið þá harð- stjórn, sem þeirri ást væri samfara. Meðan nokkur lífsneisti er í mér, skal eg ráða mér sjálf.« Margrét stóð upp. »Við skiljum ekki hvor aðra,« sagði hún. »Við tölum annarlegar tungur hvor við aðra. Oetur þú talað um liti við blindan mann?« Elísabet lagði handlegginn utan um Mar- grétu. jÞú mátt ekki,« sagði hún brosandi, »láta nokkurn mann heyra hvaða skoðanir þú hefir á hjónabandinu — oog Gúnther sízt af öllum öðrum.« »Hversvegna?« »Sakir þess, að allir karlmenn, og minn ástríki bróðir er ekki undantekning, verða svo 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.