Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 4
50
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
drambsamir, þegar þeir verða þess vísari, hversu
mikið vald þeir hafa yfir kvenfólkinu. Pú ætt-
ir að gefa honum í skyn stöku sinnum, að
honum hefði ekki fullkomlega tekist að ná
ástum þínum. Rað er nauðsynlegt til að halda
ástarþránni vakandi hjá honum.«
»Eu hvað þú þekkir Gúnther Iítið,« sagði
Margrét.
Pegar Margrét var farin opnaði Elísabet
gluggann og hallaði sér út úr honum. Pað var
komið miðnætti. Himininn var skýjaður og
niða myrkur úti. Elísabet var, að eðlisfari stolt
og Iét aldrei í ljósi leyndustu tilfinningar sín-
ar. En í kvöld var hún í því skapi, að henni
fanst sig vanta einhvern til þess að tala við
sem gæti skilið hana. Hvernig stóð á því, að
Margrét þurfti nú endilega að vera að skýra
frá þessum barnalegu skoðunum sínum á hjóna-
bandinu í kvöld? Og hversvegna fanst henni
að hún hefði aldrei fundið til ástarþráar í brjósti
sér fyr en í kvöld?
V. KAPÍTULI.
Vorið hafði aldrei fyr í manna mitinum
verið jafngott og nú. Rósirnar höfðu aldrei
sprungið jafnsnemma út og í ár og engisprett-
urnar höfðu aldrei fyr byrjað að tísta svo snemma
á akrinum. Margrét fórstöku sinnum til Törken-
feld og »Doberheim«, sem voru hlutar af
greifadæminu »WoIsau.« Auðvitað varð Gún-
ther ávalt að vera með henni, þegar hún fór
þangað, og gérðist hann brátt leiður á því
að verða ávalt að fylgja henni eftir, ef hún
fór út fyrir húsdyr.
Greifafrúin gamla var vön að taka sér skemti-
göngu og bauð hún Magrétu oft með sér til
þess að losa son sinn við fylgdarmannsstarfið. En
öll framkoma gömlu greifafrúarinnar, sem var
heldur þurleg, hafði lítt fjörgandi áhrif á Mar-
grétu. Pegar Elísabet var rneð þeim, sem stund-
um kom fyrir, var ávalt glaumur og gleði á
ferðum, því þótt hún hefði dálæti á öðru
frekár en að tala við Margrétu, sem hafði svo
gagnólíka skoðun og hún á flestum málum,
þá voru yfirburðir hennar svo miklir, að hún
gat fengið alla til að skemta sér, þar sem hún
var með.
En Gúnther kunni ékki betur við sig en
Margrét. Eftir andlát föður síns hafði hann
sjaldan verið heima og ekkert skipt sér af
hverju fram fór heima fyrir. Hann hafði naum-
ast litið á reikningsbækur bústjórans og hafði
ávalt fallist á allar hans tillögur í stjórn greifa-
dæmisins, ef þær að eins ekki höfðu í för
með sér að Gúnther þyrfti þessvegna að tak-
marka útgjöld sín eða höggva yrði tré i garði
inum eða veiðidýrin fækkuðu.
En nú varð skyndilega breyting á þessu.
Hann varð sjálfur að hugsa um, hvað gera
skyldi, hvernig öllu skyldi hagað og það átti
ekki við skap hans að hugsa um slíkt og hafa
■forsagnir á því, er að búskap laut. Og bú-
stjórinn — Lúthke hét hann — fékk vanalega
það svar, þegar hann bar eitthvað undir Gúnt-
her, að því yrði hann að ráða, því á því
hefði hann mildu betra vit en hann sjálfur. En
slundum kom það einnig fyrir, að ef bústjór-
inn hafði skipað fyrir um eitthvað, án þess
að hafa fyrst borið það undir Gúnther, að
hann fékk ávítanir fyrir og varð að gera aðra
ráðstöfun.
Á þennan hátt komst hálfgert los á allar
fyrirskipanir með alt, er að búskapnum laut
og allan rekstur hans. HeimanmundurMargrét-
ar hafði verið lagður í gamalt verzlunarhús og
og voru vextirnir notaðir til breylinga og skrauts
á ýmsum herbergjum í höllinni svo og til að
kaupa fyrir reiðhesla og ökuhesta Lúthke vildi
láta nota þessa peninga til umbóta á jarðeign-
um, en hafði enn aldrei haft kjark í sér til
þess að leiða það í tal við greifann.
Einu sinni hafði hann verið hjá greifanum
og sýnt honum reikninga sína og hafði greif-
inn aðeins litið á þá og gefið honum svo
vísbendingu um að hann mætti fara. Lúthke
staðnæmdist við dyrnar þegar hann var á leið-
inni út og hóstaði og ræksti sig nokkrum
sinnum og sagði svo mjög Iágt og auðmjúk-
lega: