Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 7
TENGDADÓTTIRIN.
53
og hefðir ekkert saman við þennan villitrúar-
mann að sælda. Pú ætttir heldur að hlusta á
kenningar síra Friedmanns inni í borginni, þá
mundi þér brátt verða Ijóst, hver munur er á
sanntrúuðu mmönnum og villitrúarmönnum.«
»En hvernig dettur þér í hug, kæra frænka,
að bera þá saman síra Dossow og síra Fried-
mann, sem er viðurkendur froðusnakkur af öll-
um, sem hann þekkja. Rað eru heldur ekki
sannindi trúarjátningarinnar, sem síra Dossow
hefur ritað á móti, en hann hefir skrifað um,
hvernig skilja beri orð hinna heilögu feðra.«
»Eg ber ekki skyn á jafn tvíræðar spurn-
ingar,« sagði klausturjómfrúin og tók fram
prjónana sína. »Regar eg var á æskuskeiði,
fékst kvenfólkið heldur ekki við heimspekisleg
fræði. Rað trúði og hlýddi því sem því var
sagt. En í dag hefir síra Dossow verið yfir-
heyrður af kirkjuráðinu og er ætlun mín sú
að það sé ekki sömu skoðunar og þú barnið
mitt.«
Elísabet ætlaði að svara klausturjómfrúnni,
en móðir hennar gaf henni bendingu og hætti
hún þá við það. Því næst lét hún á sig hatt-
inn, kvaddi og fór.
Jómfrú von Eschendorff sat við gluggann
og horfði á eftir henni, er hún gekk niður trjá-
gönginn.
»Hvar er þjónninn, sem á að fylgja henni,«
spurði hún greifafrúna.
»Eg er vön að senda vagn eftir henni,«
sagði greifafrúin. »Elísabet kann ekki við að
hafa þjóninn með sér, þegar hún fer eitthvað
fótgangandi. Hún er heldur ekki nema þrjá
stundarfjórðunga héðan til Sehöneichen. Ogþess
utan þekkja allir hana og þykir væntum hana.«
Klausturjómfrúin hristi höfuðið og sagði:
^Rú ert altof eftirlát við börnin þín, Matt-
hildur, og afleiðingin af eftirlætinu hefir orðið
sú, að þau hafa bæði orðið sérvitringar.*
»Enn hefir nú sérviska þeirra ekki orðið að
meini,« sagði greifafrúin brosandi.
»Það mun tíminn leiða í Ijós, kæra frænd-
kona. Og mér finst hann þegar hafa leitt það í
ljós og finst nægilegt að benda á kvonfang Gúnt-
hers því til sönnunar. Um Elísabetu er það að
segja, að í samkvæmum er framkoma hennar
mjög frábrugðin framkomu annara hefðarmeyja
og bakar hún sér með því óvild og karlmenn
gerir hún sér fráhveffa.«
Greifafrúin var mjög alvarleg á svipinn.
Hún hallaði sér fram á borðið og studdi hönd
undir kinn og dró þungt andann.
í æsku hafði hún verið mjög fögur kona.
Keptust þá ungu mennirnir um að ná ástum
hannar en engum hepnaðist það fyr en »greif-
inn óði« kom til sögunnar. Tókst honum á
skömmum tíma að ná ástum hennar, kvæntist
henni svo og settist um kyrt í »Wolsau.«
Skömmu eftir fæðingu Gúnthers varð greif-
inn sendiherra í framandi landi. Fór hann þang-
að en kona hans sat heima með son þeirra.
Ýmsar kviksögur gengu af honum í útlöndum
og ómurinn af þeim heim til »Wolsau.« En
enginn varð breytingar var á greifafrúnni og
þegar greifinn hvarf heim aftur eftir margra ára
dvöl í útlöndum, var alt í ■ sömu skorðum á
»Wolsau« og er hann fór.
Nú lifðu þau greifinn og kona hans sam-
an í ást og eindrægni nokkur ár. Rá fæddist
Elísabet en þá andaðist greifinn skömmu seinna.
Pegar börnin stálpuðust. varð móðir þeirra
þess brátt vör, að það voru ernir sem hún ól
upp. Sat hún þá opt ein heima döpur í bragði
en ernirnirnir svifu svo hátt í loft upp, að
hún fékk ekki eygt þá.
Nú flaug henni einnig í'hug getuleysi sitt
og hún mintist liðinna tíða. En jómfrú von
Eschendorff tók nú með ákafa að segja ýms-
ar kviksögur af nágrönnunum og tókst þann-
ig að fá greifafrúna til þess að gleyma áhyggj-
um sínum.
VI. KAPÍTULI.
Elísabet hélt nú leiðar sinnr til Sehöneichen.
Iiún var í æstu skapi og reið frændkonu sinni.
Að vísu hafði hún nú í seinni tíð margsinnis
heyrt síra Dossow hallmælt og kristindómi og
siðgæði talin stafa hætta af honum.