Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 10
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Takið þér af yður þessa grímu, herra Liithke, hún hylur hvort sem er ekki ráðvendni yðar. Átti eg ekki kollgátuna. Rér verðið sót- rauður í framan og lítið út eins og sakleysið sjálft. Rað er hægt að framkvæma það sem maður vill, og eg skal sjá um að peningana vanti ekki.« »F*að er ekki hægt að gera alt með peu- ingum, herra greifi,« svaraði Luthke. »En hér er annar hængur á. Saltflóarnir liggja svo ná- lægt hafinu, að ef það kemur aftaka veður með miklu brimi, mun sjórinn brjótast inn á Salt- flóana og eyðileggja alt. Pað er heimska að setja á fót fjárræktarbú, herra greifi.« »Við skulum tala um þetta með gætni og stillingu,« sagði greifinn hlæjandi. »Er mér leyfilegt að spyrja yður hvort þér eða faðir yðar eða langafi munið eftir svo miklu öldu- flóði? Nei, enginn ykkar man eftir því, en þess vegna er þó ekki ómögulegt, að það geti komið. Ef við ætlum að taka tillit til allra hugsanlegra tálmana, sem orðið geta á vegi okkar, þá væri ómögulegt að gera neitt. Okk- ur væri þá ómögulegt að lifa. Par sem eg hefi hugsað mér að sétja á stofn fjárræktarbú, hefir sjórinn í manna minnum ekki gert neitt tjón, svo eg byrja á þessu verki öruggur og ókvíðinn.« ^Rað gladdi Margrétu, að greifinn sýndi á huga á búskapnum og hún bað hann um að kaupa Saltflóana fyrir vextina af heimanmundi hennar. Saltflóarnir voru nú keyptif dýru verði og féð keypt f Englandi og því næst var byrjað á húsasmíðinni. Einn morgun um sumarið, þegar þoka var á, fór Gúnther ríðandi til Saltflóanna til þess að lítu eftir livernig verkið gengi. Honum gekk illa að rata, því ekkert sást fyrir svarta- þoku. Hann viltist af veginum og vissi nú ekki hvert hann fór. Hann kom nú að bækiskógi sem hann ekk' þekti og reið hann í gegnum hann. Er hann kom út úr skóginum heyrði hann hundgá. Hann reið á hljóðið. Kom hann þá að bæ, einum vel húsuðum og er hann gætti betur að, þekti hann að þetta var höllin Uhl- enhorst. Gúnther hitti húskarl þar í garðinum og tók hanu við hesfinum og lét hann í hús. Því næst gekk Gúnther til herbergja þeirra, þar sem hann var vanur að hitta barónsekkjuna. Skamma stund hafði hann dvalið þar er barónsekkján kom inn í salinn, sem herbergi það var inn af, er Gunther var í, og geispaði hún af leiðindum. Kenslukonan kom inn á eft- ir henni með börnin og Óskar kallaði eins hátt og hann gat: »Er hann kominn inn.« »Mamma, eg hef ekki fengið morgunmat- inn enn þá. Nú kem eg of seint í stærðfræðis- tímann og kandídatinn hefur sagt, að ef það kæmi fyrir að eg kæmi of seint oftar, þá yrði mér refsað með því að reikna fimm dæmi fram yfir það, sem vanalegt er.« »Af hverju hafa börnin ekki fengið neitt að eta enn ?« spurði barónsfrúin og var auð- lieyrt á röddinni, að hún var reið. »Hvað hafið þér verið að gera í allan morgun ?« spurði hún kenslukonuna. »Rér gáfuð þá skipun í gær, að það ætti að vekja yður snemm'a í morgun og þér kváð- ust ætla að eta morgunverð með börnunum. Þessvegna þorði eg ekki að láta Óskar eta einan sinn morgunverð, Eg hefi beðið — * Barónsekkjan greip fram í fyrir henni og sagði: »Nú vil eg ekki lengur heyra meira. Þér hafið ekki vit á að gera það, sem bezt á við í hvert skifti. En flýtið þér yður nú,« sagði hún og stappaði fætinum í gólfið, »og gefið barninu eitthvað að eta.« Gúnther raulaði vísu lágt fyrir munni sér. Stóð hann nú upp, því hann heyrði að hús- freyja var á leiðinni inn í herbergið, sem hann var í og var hún allfasmikil. »Mér heyrist þú vera í slæmu skapi í dag, náðuga frú,« sagði hann, er hann hafði heilsað henni. »Og eg er hræddur um, að ekki glaðni mikið yfir yður, þótt þér sjáið mig hér. En nú ætla eg að biðja yður að gefa mér einn bolla af tei. Eg hefi vilst í þokunni í dag og er orðinn þreyttur og þyrstur.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.