Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 17
KYNJALYFIÐ.
63
afleiðingin af sigurvinningum í mörgum ein-
vígum og orustum.
Saraceninn hleypti að kossriddaranum á
harða spretti, sem er venja Araba, er þeir
ráðast á menn. Hesti sínum stýrði hann meira
tneð ýmsum líkamshreyfingum en taumhaldi.
Spjót sitt bar hann ekki lágt, eins og pila-
grímurinn stöng sína, heidur veifaði hann því
með hægri hendi yfir höfði sér. Hann mun
hafa búizt við, að kristni riddarinn hleypti á
móti sér, en hann bara beið, og var augljóst,
að hann vildi hlífa hesti sínum, sem ekki var
eins léttfær og arabíski gæðingurinn. Hann
mun hafa treyst hesti sínum og sjálfum sér til
að vera nógu þéttum fyrir að standast fyrstu
atlöguna, þótt þeir héldu kyrru fyrir. Líklega
hefir Saraceninn komist að sömu niðurstöðu,
því þegar hann var ekki meir en tvær stangar-
lengdir frá kristna riddaranum, sveiflaði hann
hesti sínum til vinstri handar og reið tvo hringi
kringum mótstöðumann sinn. •
Leópard-riddarinn var hins vegar stöðugt
viðbúinn. Hann sneri hesti sínum gætilega
þannig, að hann stöðugt gat horfzt í augu við
mótstöðumann sinn, en að öðru leyti hélt hann
kyrru fyrir.
Saraceninn reið svo um hundrað skref
frá, og hleypti svo með fljúgandi ferð að mót-
stöðumanninum, líkt og þegar valurinn steyp-
ir sér yfir hérann, en afíur brast hann áræði
og sneri frá. Þegar hann í þriðja sinn kom
á sama hátt í sprettinum, sýndist kristna ridd-
aranum ráð, að reyna að fá enda á þessum
glettum, enda naumast eftir betra að bíða.
Hann greip því orustukylfuna sína og kastaði
henni með styrkri hendi til emírsins (því það
þóttist hann sjá, að hér átti hann í höggi við
einn af höfðingjum Múhameðsmanna). Kylfan
stefndi á höfuð mannsins og það var með
naumindum, að hann fékk borið skjöldinn fyrir.
En höggið var svo mikið að skjöldurinn slóstá
vefjarhöttinn og varð svo mikið af, að riddar-
inn hraut af hestinum.
Áður en kristni riddarinn hefði ráðrúm til
að nota sér þetta óhapp mótstöðumannsins,
spratt hann á fætur, kallaði á hest sinn og
stökk í söðulinn án þess að stíga í ístöðin, en
á meðan beygði Leópard-riddarinn sig eftir kylfu
sinni.
Saraceninn var eftir byltuna svo hygginn,
að halda sig svo lagt frá mótstöðumanni sin-
um, að hann væri. öruggur fyrir kylfukasti hans,
og fór að búa sig undir að halda sókninni
áfram með bogaskotum. Hann dró fyrir odd
lítinn boga og hleypti hesti sínum á sprett og
reið nú í stærri hringum kringum mótstöðu-
mann sinn og sendi honum bogaskotin með
stuttu millibili. Svo var vel miðað, að allar
örfarnar, hittu, en spangabrynjan hlífði kristna
riddaranum. Svo virtist þó sem sjöunda örin
hefði fundið ótryggan stað, því þegar hún hitti,
steyptist riddarinn þunglamalega af hestinum.
»Saraceninn snaraðist af baki til þess að
vita hvernig hinum fallna óvini liði; en undr-
un hans varð ekki lítil, þegar hann fann, að
Evrópumaðurinn greip til hans með heljar-
afli. Hann hafði leikið þetta bragð til þess að
geta náð í óvin sinn til að reyna afl við hann.
Nú var tekizt á og glímt upp á líf og
og dauða, og enn gat Saraceninn komizt
undan með Iiðleik og ráðkænsku. Kristni ridd-
arinn hafði náð góðu taki í sverðbeltí hans
og hélt honum föstum, en emírinn Iosaði af
sér beitið, slapp þannig og komst á bak og
hleypti frá mótstöðumanninum. En nú var hann
búinn að missa spjót. sitt og örfamæli, sem
hvortveggja var áfast við beltið, og vefjarhölt
sinn hafði hann einnig mist, og mun hann því
hafa þótst illa fær um að halda sókninni áfram.
Enda leit nú svo út, sem hann óskaði eftir,
að vopnahlé kæmist á, því hann nálgaðist nú
kristna riddarann með útrétta hönd, en ekki
með otandi spjóti.
aÞað er vopnahlé milli Múhameðsmanna
og kristinna manna,« sagði hann á hrognamáli
því, sem algengt var að nota milli krossfaranna
og Múhameðsmanna. »því eigum við þá að
liggja í ófriði? Látum okkur heldur semja
frið.«
»Eg tek því boði,« sagði Leópard-riddar-