Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 22
68
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
slíkri fegurðardrós. Og það verð eg að kann-
ast við, að ekki er vald þeirra Iítið, þar sem
þær geta breytt hraustum hermanni í viljalaust
verkfæri, sem hlýðir í blindni boði þeirra og
banni.«
»Hugprúði Saraceni,« sagði Leópard-ridd-
arinn. »Ef eg væri ekki á pílagrímsferð til
hinnar helgu grafar, þá teldi eg mér það
sannan heiður, að fylgja þér til herbúða Rik-
arðar Englandskonungs. Rar mundi þér gef-
ast tækifæri til að sjá valinn hóp af Englands
og Frakklands fegurstu meyjum.«
»Ef þú vilt fresta pilagrímsferð þinni, göf-
ugi Jórsalafari, þá tæki eg fagnandi tilboði
þínu. Og trúa máttu því, að forsjálla væri fyrir
þig að snúa aftur til herbúða landa þinna en
að halda áfram. Pví að ætla sér að ferðast
til Jórsala án vegabréfs, er að eiga á hættu að
missa höfuðið.«
»Eg hef vegabréf,* svaraði riddarinn og
dró upp skjal nokkurt undirritað af Saladín
soldáni og með hans innsigli.
Saraceninn beygði höfuð sitt til jarðar,
þegar hann sá innsigli Egyftalands og Sýrlands
nafnfræga soldáns. Síðan kysti hann bréfið
með mikilli virðingu, lagði það upp að enni
sér og fékk síðan riddaranum það og mælti:
»Hugsunarlausi maður, þú hefur syndgað
gegn þínu og mínu blóði með því að sýna
mér eigi þetta leiðarbréf er við mættumst.«
»Þú komst þeysandi með spjótið á lofti.
Hefði heill flokkur ætlað að ráðast á mig, hefði
eg án vansæmdar getað aflað mér friðar með
því að sýna bréfið. Eri þetta horfði öðruvísi
við, þegar einungis einn maður réðist á mig.«
»Pað var mikil gæfa fyrir mig, að eg drap
þig ekki, þar sem þú hafðir vegabréf frá kon-
ungi konunganna. Pví sannarlega hefði sverðið
eða snaran réttilega verið látin hefna fyrir slíkt
afbrot.*
»Gleður mig, að bréf þetta getur orðið
mér að lið, því eg hef heyrt, að ræningjaflokk-
ar geri leiðir hér ótryggar.*
»Pað er éngin skreytni, hugaði maður, en
við höfuðfat spámannsins sver eg það, að ef
þú féllir fyrir slíkum níðingum, skyldi eg hefna
þín grimmilega, og láta riddara mína strádrepa.
þann óþjóðalýð.«
»Eg vil óska, að þú þurfir ekki að hafa
slíka fyrirhöfn minna vegna, göfuglyndi emír.
En heit mitt hefur verið hrópað til himins,
og það verð eg að efna. Og nú verð eg að
fara að hugsa um, hvar eg geti haft náttstað
í nótt.«
»í tjaldi föður míns.«
»Pessari nótt,« svaraði kristni riddarinn,
verð eg að eyða við bænir og meinlætingar hjá
hinum helga manni Theódórik af Engaddi,
sem dvelur hér í eyðimörkinni, og ver lífi
sínu í þjónustu himnaföðursins.*
»Pangað skal eg veita þér örugga fylgd,«
sagði emírinn. »Fyrir þá sem rækja yðar trú
með einlægni og alvöru, erum við höfðingjar
þessa lands skjól og skjöldur. Og þar sem
maður sá, er þú vilt finna, er einn slíkur, þótt
ljós spámannsins hafi eigi náð til hans, nýtur
hann þó vináttu minnar og virðingar. Pessi
Theódórik er látinn í friði bæði af Tyrkjum
og Aröbum, og þótt hann stöku sinnum hegði
sér nokkuð undarlega, þá fetar hann þó að
ýmsu leyti í fótspor spámannsins, og verð-
skuldar því vernd hans, sem sendir — —«
»Verndi mig María mey!« greip Leópard-
riddarinn fram í. »Dirfist þú að nefna úlfalda-
smalann frá Mekka í sambandi — —«
Emírnum brá sýnilega og hann titraði af
reiði, en náði þó brátt valdi yfir tilfinningum
sínum og mælti:
»Talaðu ekki illa um þá, er þú ekkí þekkir.
Eg mun fylgja þér til jarðhúss einbúans, sem
þú naumast mundir finna leiðsagnarlaust. Lát-
um vora og yðar munka deila um trúarbrögð-
in og hver þeirra séu þau sönnu og réttu, en
við skulum ræða um hluti, sem betur sæmir
sér fyrir unga riddara að tala um.«