Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 26

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 26
72 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. afskiftalaust og óátalið, að sjá þig eta svína- kjöt og drekka vín, og lét þig njóta hins kristi- lega sjálfræðis, sem mig minnir að þú nefnd- ir það að sötra vin. Einungis í hjarta mínu fyrirleit eg þessa óhreinu fæðu. En hér getur þú ekki látið afskiftalaust, þólt eg, eins og mér er bezt lagið, reyni að hressa mig upp á leiðinni gegnum þetta hrikalega fjallendi, og syngi glaðlega söngva mér til ánægju og afþreyingar. Rví hvað segir ekki skáldið: «Söngurinn er sem himnesk dögg í skaut eyði- merkurinnar, og gefur ferðamanninum byr undir báða vængi.< «Ekki lasta eg ást yðar á skáldskap og fögrum vísinduin vantrúaði vinur.sagði kross- riddarinn, »þótt bæði eg og þú ef til vill gef- um þeim meira rúm í huga vorum en ætti að vera. En bænir og sálmar eiga betur við hér í þessum dauðansskuggadal heldur en mansöngvar og drykkjuvísur. Hér, þar sem fult er af vondum öndum, sem helgra manna bænir hafa hrakið út frá bústöðum manna og rekið hingað, þar sem þeir mega leika lausum hala í óbygðum, sem eru bannfærðar eins og þeir.« «Farðu sæmilegum orðum um illa anda, kristni maður, því vita skaltu að þú talar við þann, sem á einn ættlið sinn að rekjatil þess- ara ódauðlegu vera, sem trúarbræður þínir óttast og spotta.» Rað vakti ekki ákaflega mikla undrun hjá Kenneth riddara að heyra þetta, því sagnir um tröllskap og myrkravöld voru almennir hús- gangar þeirrar aldar. Hann signdi sig að vísu, en bað þó Saracenann jafnhliða að segja sér nánar frá hinu undrunarfulla ætterni sínu og var Saraceninn fús til þess. »Hlustaðu þá til, hrausti vestanmaður,« sagði hann: «Þegar Zohauk hinn vilti sat á veldis- stóli Persa, gerði hann samning við makt myrkr- anna. Pað fór fram í leynihvelfingu i Istakar, sem illir andar höfðu höggvið útíklett löngu áður en Adam var skapaður. í hvelfingu þess- ari ól hann á mannabióði tvo voðalega högg- orma, sem eftir þvisem fornskáldin segja, voru orðnir óaðskiljanlegur hluti hans sjálfs, en til að geta haldið þeim við varð hann að heimia daglegar mannfórnir af þegnum sínum. Petta ástand hélst langan tíma, en þar kom þó, að vesalings þegnarnir þoldu þetta ekki lengur, risu upp og undir stjórn hraustra drengja ráku þeir hann frá völdum og lokuðu inn í helli einum. En það var eigi um þetta mannhrak, sem eg ætlaði að fræða þig, heldur hitt, að eitt sinn þegar sporhundur hans kom af mannaveiðum komu þeir með sjö systur til hvelfingarinnar í Istakar. Pær voru ungar að aldri og hver annari fegurri; þær voru dætur spekings eins, sem ekki átti annað en þessar fögru dætur og vísdóm sinn. En svo fagrar voru systurnar þeg- ar voru þær komnar til hvelfingarinnar og stóðu þar léttklæddar og áttu að fórnfærast, að ó- dauðlegir andar komust við og urðu ástfangn- ir. Prumuveður skall yfir, jörðin skalf og hvelf- ingin rifnaði; og gegnum rifuna kom maður í veiðimannabúningi og bar hann boga og örf- ar, á eftir honum komu sex menn aðrir eins búnir og voru það bræður hans. Sá sem kom fyrstur, greip hönd elztu systurinnar og sagði í hljóði með viðkvæmri rödd: »Zeineb, eg er Kotrob konungur undirheima.Eg og bræður mín- ir erum skapaðir úr hreinum frumeldi. Við vor- um of stærilátir til þess í öllu að hlýða boðum þess almáttuga og viðurkenna sem jafningja vora þessa leirklumpa, sem nefnast menn. Þú hefir ef til vill heyrt það utn okkur að við værum grimmir og ósáttfúsir, en það er ekki rétt lýsing á okkur. Að náttúrufari erum við mildir og göfuglyndir. Við erum aðeins hefnigjarnir, þegar við erum áreittir, og grimm- ir, þegar oss er storkað. Við erum tryggir þeim, sem ber traust til okkar. Hinn vísi Mit- rasp faðir þinn er svo vitur, að hann tilbiður ekki einasta þann, sem veitir ait gott, heldur og þann, sem er talinn úthluta því ilia í mann- heimi. Og þessi faðir þinn hefir ákallað oss og við höfum heyrt bænir hans. Yfir þér og systrum þtnum vofir hryllilegur dauðdagi, en ef þú og þær vilja gefa okkur bæðrunum Iokk úr hári ykkar setn veð fyrir trúskap og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.