Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 36
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Olivetta fór með hægð að barma sér yfir þessu, en mágur hennar reyndi að sannfæra hana um, að maður hennar gæti ekki farið öðruvísi að, og lét hún sér það þá lynda. Tveim dögum síðar kom mágur hennar aftur til hennar venjufremur glaður á svipinn og mælti: »í dag get eg fært þér góð tíðindi, mág- kona. Eg kem hingað með gest, sem hefur dregist á að vera hjá okkur um tíma. Rað er mikilsmetin kona, sem þú þekkir. Hún sagði mér, að hún væri í vináttu við þig og mann þinn. Hún kom til mín á skrifstofuna með bréfleg meðmæli frá góðum viðskiftavin í París- arborg, og eg hikaði þá ekki við, meðfram þín vegna, að bjóða henni að dvelja í húsi mínu þrjár til fjórar vikur, sem hún kvaðst hafa áform- að að vera hér í landi, áður en hún héldi heimleiðis til Ameríku. Hún heitir Miss Seldom og muntu kannast við hana.« Það var sem ískuldi lykist um hjarta mad- dömu Olivettu, og það var með naumindum að hún gat stamað með veikum róm: »Já, eg þekki hana.« Svili hennar horfði á hana undrunarfullur, og það vaknaði hjá honum grunur um að hann mundi hafa gert eitthvert glappaskot. En þar sem hann ekki gat séð í hverju það gat legið, ypti hann bara öxlum og kvaddi mágkonu sína. Hann gat þó ekki gert að því, að hann fór að brjóta heilann um, hvað kvenfólkið væri oft undarlegt. — Hér væri komin skrautleg kona, sem segðist vera bezta vinkona mágkonu hans, en mágkonunni brygði sýnilega, þegar hún heyrði, að hann hefði gert henni það vinar- bragð, að sjálfs hans dómi, að bjóða þessari vinkonu hennar að dvelja í sama húsi um þriggja vikna tíma. — »Því segi eg það,« tautaði þessi einfaldi vínsali meðan hann gekk ofan stigann, »það er ekki fyrir nokkurn mann að skilja í í dutlungum kvenna.* Svo fór hann inn til konu sinnar í fremur stirðu skapi til þess að segja henni frá fáleika mágkonu sinnar yfir þess- ari gestkomu. Þegar Olivetta kom ofan til miðdegisverð- ar heilsaði hún gestinum, þessum keppinaut sínum, eins vingjarnlega og henni var unt, þó duldist henni ekki, að það var kaldari andi yfir samræðunum við borðið en áður hafði verið, og var Olivetta gröm yfir því og ásakaði sjálfa sig fyrir tortryggnina, sem mundi vera með öllu ástæðulaus. Þó fann hún það, og gat ómögulega að því gert, að hún hataði þessa kátu og skrautklæddu Miss Seldom. Svo liðu tveir dagar. Hinrik hafði ekki haft tíma til að koma heim, og Olivetta varð meira og meira áhyggjufull, þótt hún innst í hjart sínu gleddist yfir fjarveru hans. Henni fanst það ljóst, að éf nokkur verulegur sam- dráttur hefði verið milli þeirra, þá hlyti hann að hafa fengið að vita, að Miss Seldom væri komin þangað, og þá mundi hann hafa reynt að skjótast heim til þess að finna hana. Nei, grunur hennar í Parísarborg hlaut að vera á- stæðulaus, það var enginn samdráttur milli hans og þessarar drósar frá Ameríku. Miss Seldom hafði hund með sér, Ijómandi fallegan langhærðan St. Bernharðshund, enda fann ungfrúin upp á ýmsu til þess að skreyta þetta fallega dýr. Ýmislega lit silkibindi hengdi hún um háls hans og batt utan í síðurnar á honum til þess að gera dýrið enn glæsilegra, og var hún daglega að nostra við þessi bindi, setja ný í staðinn fyrir þau, sem óhrein voru orðin eða aflöguð. »Það eru meir en litlir peningar, sem stúlka þessi eyðir fyrir bönd og bindi til þess að skreyta með hundinn sinn,« sagði Annetta, stofustúlka, við Olivettu. Á hverjum einasta degi er iiann skreyttur með nýjum böndum. Einn daginn hefur hann rautt bindi milli eyrn- anna, og grænt band um hálsinn. annan dag- inn breyttist þetta, þá er bindið orðið grænt milli eyrnanna, en hálsbandið rautt og svona breytir hún þessu silkiskrauti á honum dags- daglegá. Henni hlýtur að þykja ákaflega vænt um þessa skepnu, sem kostar hana marga franka á dag. Svo er óhræsið ekki þakklátara en það við hana, að hann er að flækjast úti nær því allan sólarhringinn og varla aldrei heima nema

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.