Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 37
ÓÞARFUR ÓTTI. S3 slund á morgnana, og sannast á honum að sjaldan launa kálfar ofeldi,’ sagði þessi skraf- hreifna stofustúka um leið og hún lauk máli sínu viðvíkjandi þessum hundi. »Hafið bara engar áhyggjur út af þessum hnndi,« sagði frú Olivetta, sem hlustað hafði a þetta forundrunarmas stúlkunnar. Látum bara hann og eigandann eiga sig, þennan hálfa fnánuð, sem þau dvelja hér, að þeim tíma liðn- Ufn ætlar hún til Ameríku aftur.« »Hum, það er hún nú víst hætt við, því þegar eg seinast fór með henni inn til borgar- 'nnar, samdi hún um símaafnot og borgaði fyrir þrjá næstu mánuði.« sagði stúlkan. Þessi tíðindi stungu Iitlu maddömu Olivettu í hjartað. Símaafnot inni í borginni, skyldu Þau vera til þess að tala við mann hen:i- ar í næði. Ella mundi hún hafa fengið að hagnýta sér símann þar í húsinu. Og hugur hennar fylltist af sorg og ótta. hessi óvissa var að verða óþolandi. Hún varð að fá að vita sannleikann í þessu máli, hversu sorglegur 'sem hann kynni að vera. Alt var betra en þessi kveljandi óvissa. Næstu tvo daga kom majór Montagne heldur ekki heim, en aftur á móti var ungfrúin frá Ameríku að heiman fleiri stundir hvern þessara daga. Priðja daginn hafði Miss Seldom kvartað um höfuðverk og sagst ekkert mundi fara að heiman, en nóttina eftir vakti aumingja maddama Olivetta með sorg sína út við glugga, °g þá sá hún um miðnætti kvenmann koma heim að húsinu og læðast að opnum glugga sem vissi inn að herbergi Ameríku ungfrúar- innar og fara þar inn. Hún var í engum vafa uni hver þetta var. Og það sem gerði þetta næturgöltur tortryggilegt, var að maðurinn. hennar hafði símað heim uin miðjan daginn að hann vonaðist eftir að geta komið heim um kvöldið, en undir kvöldið símaði hann aftur, að hann ómögulega gæti það, þar sem hann endilega þyrfti að vinna með nokkrum foringjum úr herráðinu fram á nótt. Hvað hún tók út þessa nótt, veslings litla maddainan, vissi enginn nem sá guð, senj hún sendi upp til sínar harmþrungnu bænir, Pað sem einkum píndi hana fyrst var, að hún varð þess vör, að Miss Seldom hafði kl. 3 um daginn farið með mótorvagni til borgarinnar. Petta var um það leyti sem ráðaneytið vénju- lega lokaði skrifstofuin sínum. Hún sat svo uppi með sorg sína eins og áður segir til klukk- an tvö um nóttina. Pá sá hún að Miss Seldom kom í mótorvagni heim að garðshliðinu, þar sté hún út úr vagninum sem sneri aftur. Ungfrúin staðnænidist við garðshliðið eins og hún biði eftir einhverjum, gekk þar fram og aftur og blístraði nokkrum sinnum. Þetta blístur var sem knífstungur í hjarta litlu maddömunnar við gluggann. í fjórða sinni var þessu lága blístri svarað með hundsgelti. Var þá sem steini væri Iétt af hjarta maddömunnar. Það var þannig ekki Hinrik hennar, sem hún var að bíða eftir heldur hundurinn Neró, sem á einn eða annan hátt hafði orðið viðskila við stúlkuna. Og þegar Olivetta hugsaði um, hve mikið dálæti ungfrúin hefði á hundinum, fanst henni það eðlilegt, að hún hefði beðið eftir honum við garðshliðið til þess að hleypa hon- um inn með sér, því ella hefði hann orðið að vera úti alla nóttina. Og hún þakkaði guði af öllu hjarta, að það var hundurinn en ekki Hinrik hennar, sem þessi hættulega kona beið eftir. Hún varð svo glöð og létt í lund og flaug jafnvel í hug að hún ætti að fara ofan til Miss Seldom og biðja hana fyrirgefnigar á tortryggni sinni og illum grun. En það var nú samt ekki vert. Hún hafði nú einu sinni fengið óbeit á þessari glæsikonu, sein hún gat ekki útrýmt. En það einsetti hún sér, að vera mjög vingjarnleg við hana næsta dag. Síðari hluta næsta dags, um klukkan 5, sátu mágkonurnar og Miss Seldom niðri í garðinum og biðu eftir mótorvagninum, sem búist var við að Chamberton vínkaupmaður kæmi heim með, og þær spruttu allar á fætur, þegar þær heyrðu þessi vanalegu þrjú túd — túd — túd, sem gaf til kynna að mótorvagninn væri að koma. »Nú kemur haun hrópaði maddama 11*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.