Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Síða 39
ÓÞARFUR Óm
85
»Að vísu, en eg vil eigi að þér séuð
í snúningum fyrir mig,<t sagði hann.
«Ójú, leyfið mér að gera það, eg fæ mér
sjálf bolla um leið, og þá losumst við við,
að þjónninn sé að hanga hér yfir okkur.— «
Svo stóð hún á fætur, en majórinn horfði
á eftir henni með undarlegri svipbreytingu. Var
það ást, sem hægt var að lesa í henni? Engan
veginn. Miklu fremur var hægt að ímynda sér
að það væri hatur.
Hún kom að vörmu spori með kaffið og
settist á stól hjá honum.
»Ó Hinrik, en hvað mér hefir leiðst að
fá ekki að sjá yður allan þennan tíma,« hvísl-
aði hún.
^Pei, þei, «svaraði hann. »Hér er of hættu-
legur staður til að tala um slíka hluti.« Hann
vissi samt ekki hvílík hætta var á ferðum. Ein-
ungis heyrðist óljóst skrjáf í runna á bakvið,
einsog lítill fugl væri að hreifa sig þar, en
það var lítil kona náföl í andliti með saman-
pressaðar varir, sem skaust burtu þaðan, Óvil-
jandi hafði Olívetta heyrt síðustu orð manns
síns um hættulegan stað. Sjálf var hún að leita
að hvíld og næði fyrir sína þjáðu sál, og hún
hafði fundið hana, þá hvíld sem fullvissa um
eitthvað veitir. Vissan um að haminga hennar
var glötuð og mundi aldrei fást aftur.
An þess að hafa hugmynd um hvað hefði
komið fyrir konu hans sat Montagne og mas-
aði áhyggjulaust við Miss Seldom. En það var
þó undarlega mikil harðneskja í svip hans,*fyrst
í stað, eins og hann hefði komist að raun um
að eitthvað væri á seiði, sem væri hættulegt
fyrir hann, og hvort heldur það var með vilja
eða af kiauíaskap og óaðgæzlu, að mest alt
kaffið fór ofan í grasið hjá honum var ekki
gott að vita. Ungfrúin tók þó ekki eftir þessu,
því ella mundi hún þegar hafa sótt honum
annan bolla af kaffi.
Eftir litla stund fór majórinn að draga
ýsur.
íRéreruð þreyttur, vinur minn,« sagði hún
og horfði á hann með gleðiglampa í augum.
»Fer vel um yður hér eða viljið þér heldur fara
inn í húsið og Ieggjast þar útaf? Eg skal fylgja
yður inn.«
»Já, þökk fyrir, það held egsé best,« svar-
aði hann. »Svo reyni eg á morgun að Ijúka
við þessa herstjórnaráætlun, sem er svo áríð-
andi.
»Er það nokkuð, sem eg get verið yður
hjálpleg við, vinur minn? spurði hún. Þú veizt
hve fús eg mundi veratil þess.«
«Nei, þakka fyrir, hér er að fást við
herstjórnarráðstafanir, sem verða að fara leynt
og sein eg verð því sjálfur að fást við,« svar-
aði hann í hálfum hljóðum og loðmæltur af
svefni og staulaðist svo heim að húsinu. Rar
kvaddi hann ungfrúna og fór inn til sín, þó
ekki inn í sitt herbergi, heldur inn á herbergi
konu sinnar.
Olívetta sat við gluggann niðurlút og með
hendurnar fyrir andlitinu. Hinar krampakendu
hreifingar sýndu það, að hún var að gráta,
sýndu að gráturinn var ákafur og að hún
lagði engar hömlur á hann fremur en ung-
barn.
Majórinn gekk til hennar lagði hönd sína
á öxl hennar og mælti:
Mín kæra, litla kæra Olívetta, hvað er það,
sem hryggir þig svona mikið?
Með hægð leit hún upp og horfði á mann
sinn með sínum stóru bláu barnsaugum
»Getur það verið, að þú vitir það ekki?«
spurði hún með beiskju í röddinni. »Eða veiztu
það ekki, að eg hef elskað þig miklu meiia en
mitt eigið líf. Og svo undrar það þig, að eg
er nú hrygg og græt sáran.*
»Elsku góða Olívetta,* sagði majórinn og
reyndi til að taka konuna í faðm sinn. Rú
veizt þó — — —.«
»Nei, láttu mig vera,* greip hún fram í.
»Þessi látalæti eru oss báðum til óvirðingar
og það er ekki vert að við séum að leika neinn
uppgerðar leik. Eg hef sjálf bæði heyrt og
séð, að þú tekur hana fram yfir mig.«
»Hlustaðu nú á með stillingu, litla, kæra
konan mín«, sagði majórinn með sinni djúpu
og alvarlegu rödd: »Eg veit ekki, hvað þú