Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 41
ÓÞARFÖR ÓTTI. 87 »Nú er enginn tími til skýringa, þær færðu seinna. Lestu fljótt það sem á seðiinum stend- ur,« sagði majórinn og reyndi með vasaklút að stöðva blóðrásina úr bitsárinu á handlegg sínum. Olivetta fletti sundur miðanum og gat séð út við gluggann við hið hverfandi dags- Ijós hvað á honum stóð. »En það er þýzka,« sagði hún. »Rað kemur mér ekki á óvart,« svaraði majórinn þurlega.. »En lestu fyrir mig, hvað stendur á seðlinum.® Olivetta las: «Gengur vel, hef náð skjölun- um, sæk þau þá ljósi bregður þrisvar fyrir í giugga mínum,« — og aftur ætlaði hún að fara að spyrja hvað alt þetta táknaði. »Síðar færðu alt að vita, litla konan mín, en heyrðu: Pú getur verið hugprúð og hygg- in mörgum fremur. Nú bið eg þig að flýta þér ofan í salinn, þar muntu hitta Miss Seldom, og bið eg þig fyrir alla muni að tefja svo fyrir henni með masi og frásögnum, að hún fari eigi brott fyr en eg kem ofan, sem verður áð- ur en langt líður, skjóttu því um leið að Cham- berton svo enginn taki eftir, að eg vilji finna hann upp hingað nú strax. Olivetta hafði augljóst hugboð um, að ráðn- ing þessara atburða, sem voru að gerast í kring- um hana, mundi vera fyrir dyrum, og sú ráðn- ing mundi gera enda á þjáningum hennar. Hún hljóp því vonglöð ofan f salinn. Chamberton kom þegar upp til majórsins og spurði undrandi, hvað komið hefði fyrir, þegar hann sá að mágur hans var særður. »Það er hundfjandinn, sem hefur bitið mig,« svaraði majórinn, en honum verður þó að þakka, að við getum nú tekið fastan þann slægasta og áræðnasta njósnara, sem nokkurn- tíma hefur leikið lausum hala á Frakklandi. Hundurinn var nefnilega póstur frá henni til þeirra' er unnu með henni að njósnarstarfinu. Bindin og borðarnir af ýmsum litum hafði hver sína þýðingu og jafnhliða var smábréfum stungið innan í bindin. »Hvað er um að vera? Hver ósköp eru á ferðinni,« stamaði þessi heiðarlegi kaupmaður hálf sturlaður yfir að slíkt og þvílíkt skyldi koma fyrir á hans heimili. Er það Miss Seldom sem þú átt við.« »Já, svo hefir hún nú nefnt sig þessi drós, en hennar rétta nafn er Fráulein Brúchner, en nú verðum við að fara ofam til hennar áður en hana grunar, að athæfi hennar sé uppskátt orðið en bittu fyrst þennan fatla, svo eg þurfi ekki að láta handlegginn lafa.« Pegar þeir mágarnir komu inn í salinn, sáu þeir Olivettu og Miss $eldom sitjá mas- andi í hægindastólnum. Miss Seldom var farin að ókyrrast af að komast ekki út, og Olivetta varð auðsjáanlega fegin þegar hún sá mann sinn koma inn, Þegar Miss Seldom kom auga á majórinn brá henni sýnilega, og það kom óttasvip- ur á andlit hennar, en henni tókst þó að hafa vald yfir tilfinningum sínum og sýnast vera róleg. »Svo þér eruð áfótum, herra majór,« sagði hún glaðlega, »eg hélt þér hefðuð Iagt yður útaf og munduð sofa. íRvf trúi eg vel,« sagði majórinn og gaf bendingu út um glugga, sem hann gekk að. Sneri sér svo að konunni og sagði með hæðn- isbrosi. »Eg hefði víst sofið fast þessa stund- ina, Frátiein Brúchner, ef eg hefði ekki verið svo forsjáll að hella niður kaffinu, sem þér báruð mér í stað þess að drekka það.« Með undrunarópi stökk stúlkan á fætur »Hvað eigið þér við? Eg skil yður ekki,« stamaði hún. >Ja, jú, jú, þér skiljið þetta mjög vel,« sagði majórinn og hló kuldahlátur. »En væruð þér í efa um eitthvað starfi yðar viðvíkjandi, mundi ef til vill vinur yðar herra, Bernsteín, sem eg rétt áðan átti mjög merkilegt samtal við þarna úti í skóginum, geta gefið yður upplýsingar um það, Rakkinn yðar var svo vænn að vísa mér Ieið til hans. Annars mun bezt fyrir yður Fráulein, að hætta þessum skollaleik, sem þér hafið algerlega tapað og gefast upp umsvifa- laust.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.