Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 42
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Miss Seldom föinaði upp við þessa ræðu og ótta og skelfing mátti lesa úr augum henn- ar. Það var alt önnur kona, sem stóð þarna undir hinni þungu ákæru en hin fallega, mikils- metna Ameríku Miss, hverrar kvennlegu yfir- burðir höfðu heiilað svo marga. A fám mín- útum virtist hún hafa elzt um tuttugu ár. Hún gleypti loftið ótt og títt og snöktandi eins og hún væri að kafna og skimaði í allar áttir til að sjá hvort hvergi mundi undankomu auðið. Hún vildi enn ekki gefa upp alla von og reyndi að harka af sér og mælti í bænar- róm, um Ieið og hún rétti fram báðar hend- urnar. »Hinrik miskunaðu mér og lof mér að fara heim — vegna vináttu þeirrar — er á milli okkar hefir verið.« »Það er algerður misskilningur, milli okk- ar hafa engin sambönd átt sér stað,« svaraði majórinn kuldalega. sRér hugðuð að geta haft frakkneska herstjórnarráðið í vasanum og geta vafið okkur um fingur yðar, en eg sá þegar í spilin yðar og gat tekið þátt í þeim loddara- leik, sem þér voruð að leika, og í þeim efnum getið þið Rjóðverjar lært nokkuð af okkur Frökkum.« »Óþokki,« hvæsti hún, »svona, hafðu þetta,« og eins og elding hafði hún tekið skammbyssu úr vasa sínum og miðað henni á majórinn og hleypti af. Olivetta hljóðaði upp og fleygði sér fram fyrir mann sinn til að vernda hann, en maj- órinn vafði heila handlegnum um hana, og sagði brosandi við Fráulein: »Retta er ekki nema óþarfa fyrirhöfn, því eg var búinn að draga allar kúlurnar út úr skammbyssunni yðar, svo þér gerðuð engan usla með henni.« Um leið og majórinn sagði þetta komu tveir hermenn inn í salinn, og heilsuðu maj- órnum, skipuðu þeir sér sinn hvoru megin við fyrverandi Miss Seldom, sem með æðislegum gráti féll niður á gólfið. Farið með haha, Faucault, inn til borgarinn. ar sagði majórinn, sem hélt utanum konu sína^ sem vafði sig upp að honum. »Skal verða gert majór,« svaraði flokks- foringinn. »Hvernig gengur það með Bernstein og hundinn?« spurði majórinn. »Maðurinn er á leið til borgarinnar, en rakkann varð því miður að skjóta. Hann var óhemjandi.« »F*að er gott.« Síðar um kvöldið afhentu tveir hermenn Fráulein Búchner, sem var hennar rétta skírn- arnafn, Miss Seldom, fangaverðinum inn í borg- inni sem var fyrir fangelsinu, sem geymdi hina hættulegustu fanga. »Hvaða ósköp hafa gengið hér á og hvern- ig hangir alt þetta saman?« spurði herra Cam- berton mág sinn. Regar tengdafólkið skömmu síðar var sest við teborðið. Og hvernig viss- ir þú, að Miss Seldom væri þýzkur njósn- ari?« »Jú, sjáið til, í París fór eg þegar að gruna hana,« sagði majórinn, »en ástæðan fyrir þeim grun var þá engin önnur en sú, að eg tók eftir því, að hún allra helst gaf sig á tal við herforingja og embættismenn úr ráðaneytinu. Eg reyndi árangurslaust að finna fleira grun- samt við framferði hennar, en hún var nógu slungin að koma eigi upp um sig, hvorki í orði né verki. Svo þegar eg fór hingað, var eg farinn að halda að grunur minn væri ástæðlaus. En svo gerði hún það glappaskot að elta stjórnina hingað og þá fór mér ekki að verða sama, og gat eg þá fyrst grafið upp, að frá- sögn hennar um ætt sína og auð í Ameríku var einber uppspuni, og setti eg þá út slungna leynispæjara til þess að hafa gætur á henni og öllu hennar framferði. Þeir komust brátt á snoðir um, að hún hitti stundum mann nokk- urn, Bernstein að nefni, sem er fæddur á Pýska- landi en hefur fengið franskan borgararétt, og að hún hafði tekið til leigu herbergi- inn í borginni. Við rannsökuðum þegar þetta her- bergi og þar fundum við bók, sem hennar rétta nafn var ritað á og nokkrar línur neðan við. Eg ritaði henni bréf og fékk svar frá henni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.