Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 45
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN.
91
eftir dauðann. Petta kemur einnig glöggvast í
Ijós, ef vér virðum fyrir oss líf eða ástand vissra
manna fyrst eftir dauðann.
Vér skulum þá fyrst virða fyrir oss rolu-
mennið, daufingjann, sem ekkert kveður að í
einu né neinu, mann sem er hvorki góður né
vondur og hefur ekkertþað við sig sem verð-
ur með sanni sagt að sérkenni hann annað en
meinleysið og daufingja hátturinn. Og hann verð-
ur alveg sami daufinginn eftir dauðann. Hann
Þjáist að vísu ekki hinumegin grafar, en hann
hlýtur heldur ekki fyrst í stað neina sérstaka
sælu. Og það líður ekki á löngu þangað til
honum finst lífið í sálarheiminum vera nokkuð
tilbreytingalítið. Það kemur til af því að hann
hafði engan sérstakan áhuga á neinu hér í heimi.
Sá maður, sem hugsar ekki um neitt nema svona
daginn og veginn: bæjarsögur og búsumstang,
má búast við að honum geti leiðst fyrst í stað, þar
sem hann getur ekki haft framar neina dægrastytt-
ingu af slíku. En þó eru þeir sýnu ver farnir, sem
hafa einhverja þá ástríðu til brunns að bera, sem
verður ekki fullnægt nema á hinu jarðneska til-
verustigi, mætti til dæmis nefna holdlegar girndir
og ofdrykkjufýsn. Menn sem hafa ekki sigrast
á slíkum ástríðum, mega eiga víst að þær fylgja
þeim út fyrir gröf og dauða; og þær eru
jafnvel margfart sterkari hinu megin grafar, en
þær voru meðan þær Iágu í viðjum jarðneska
líkamans og urðu að valda hreifingum á efnum
hans til þess að geta gert vart við sig.
í sálarheimum valda þær þá óslökkvandi
ástríðuþorsta, sem verður ekki svalað, þar sem
jarðneska líkamann vantar. Við sjáum því að
orðið hreinsunareldur er enganveginn’illa valið
til þess að tákna kvalaástand það sem slíkar
ástríður skapa. Miklar ástríður geta vissulega
Þjáð menn mjög lengi á meðan þær eru að
»brenna út.« Og um menn, sem verða ofsa-
kendum ástríðum að bráð, mætti segja að þeirfæri
illa eftir dauðann. En það er tvent sem vér verð-
um jafnan að hafa hugfast. í fyrsta lagi er sérhver
sinnareiginn gæfu smiður ogá það við sjálfansig,
hvort hann lætur sér líða vel eða illa eftir dauð-
ann, Engum öðrum en honum sjálfum er um
að kenna ef líf hans verður þá beiskjublandið.
Pví að ef hann hefir taumhald á ástríðum sínum
eða lægri tilhneigingum hér í heimi, þarf hann
ekki að óttast þær annars heims. í öðru lagi
er þettað stundar kvalaástand ástríðumansins
hið eina, sem getur losað hann við löst
hans. En við löst sinn þarf hann að losna, hvað
sem það kostar, því að, ef hann fæddist aftur
með ástríður sínar í fullu fjöri, mundi hann
verða ánauðugur þræll þeirra alla æfi: F*ær mundu
hafa hann svo á sínu valdi, að skynsemi hans
og hið innra eðli mundi fá engu um þokað.
En nú fá ástríður hans og girndir eyðst í hreins-
unareldi annars heims og þegar hann fæðist
aftur er hann laus við þær. Hin innri meðvitund
hans hefir lært, að henni ber að forðast slík
sjálfskaparvíti framvegis og reynir af fremsta
megni að halda hinu lægra eðli í skefjum, svo
að hún rati ekki í sama ólánið aftur.
Alt þetta vissu menn til forna og jafnvel fram
á blómaöld Grikkja. Vér sjáum því haldiðglögt
og greinilega fram í líkingar goðsögninni
um Tantalos, sem þjáðist af brennandi þorsta.
Varð hann að horfa á vatnið umhverfa sig sem
sogaðist niður í hvert skifti, sem hann reyndi til
að svala þorsta sínum. Margar aðrar ástríður
leiða af sér viðlíka vansæluástand, jafnvel þótt
það sé með nokkuð öðrum hætti. Vér get-
um til dæmis gjört oss í hugarlund, hvernig
maurapúkanum muni verða innanbrjósts eftir
dauðann, þegar hann verður að hætta að nurla
saman og veit ef til vill að aðrir koma og
sólunda eigum hans, eða þá afbrýðissamur
maður, sem þjáist af afbrýði eftir dauðann, en
veit ekki hvaða ráð hann á að hafa til þess
að koma í veg fyrir að þeir unnist, sem
hann vildi sízt af öllu að felduhugi saman. Flestir
kannast við söguna um hann Sisýfos í goða-
fræðinni grísku. Hann varð að velta geysimiklum
steini upp eftir fjallshlíð. En þegar hann hélt
að hann hefði komið honum upp á brúnina,
varð hann að sjá hann velta aftur ofan alt
fjallið, og varð því að byrja á nýan leik að
koma honum upp. Dæmisaga þessi á að lýsa
12*