Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 50

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 50
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ásamt gróðrarstöð sinni og annast hana með allri umhyggju og prýði. Trén þar eru nú orðin hátt á fimta metra á hæð og mynda nú orðið fagrar laufhvelfingar; einkum eru þar mjög fög- ur trjágöng, sem mynd hefur verið gerð af, og er hún sett hér til sýnis. Rar er og inni Greni- kongurinn, stærsta grenitré íslands, nær hálfur þriðji metri á hæð, og fylgir hér með mynd af honum til gamans þeim sem sjá vilja. Hefur framkvæmdarstjóri Ræktunarfélagsins góðfúslega léð Kvv. myndirnar til sýnis lesendum. Stærsta tré í stöðinni er reynitré 5V2 mtr. á hæð eða 16 '/2 fet. Síðan leiðir höf. lesandann í gegnum gróðr- arstöð Ræktunarfélagsins. Kennir þar margra grasa, bæði trjáa, runna og blóma, en hér er nú ekki talað um annað en trén og runnana. Par er alt smávaxnara, því þar er alt yngra, en alt á góðum vegi. Síðan segir hann gróðrar- og vaxtarsögu allra trjáa- og runnategunda í stöðvunum og gerir grein fyrir þoli þeirra og vaxtarmagni í Ioftslaginu hér. Greinir hann frá 10 barrviðartegundum, 9 laufviðum og 14 runn- um. Pá kemur ýtarleg skýrsla uin vaxtarþrosk- ann, og samanburður á þroskamagni og þroska- skilyrðum trjátegunda þessara í Noregi og Sví- þjóð, og síðast öflug hvöt til manna um að fara að planta tré við bæi með margskonar Ieið- beiningum í þá átt, til þess að misfellur þurfi ekki upp að koma, sem geri það að verkum, að menn hætti við í miðju kafi áður en til- raunum er lokið til hálfs. Einar Helgason garðfræðingur hefur ritað bók um trjáplöntun, er Bjarkir heita, og eru það ágætar leiðbeiningar um trjárækt á íslandi. En þar er meira bygt á reynslu á Suðurlandi, sem von er til. Nú er Jaetta rit um reynslu manna á Norðurlandi, svo að nú má segja, að fulla leiðbeiningu sé búið að fá um trjárækt á landi hér. Að visu er margt, sem enn er ekki komin full reynd á; en svo er þó málið vel á veg komið, að stórum hægra er nú að halda áfram. Nú er hægt orðið að fá árlega trjáplöntur, sem hafa sprottið upp af fræi, hundruðum sam- an fyrir lítið verð í gróðrarstöðvunum, svo að nú ætti að vera í lófa lagið að fara að koma upp trjáreitum til gagns og gamans við sveita- bæi manna. Og menn mega ekki draga það; því fyrri verða þeir til prýði, sem fijótara er byrjað. En það er eitt, sem það kostar: Rað er að tíma að girða blettinn, þangað til trén eru orðin svo stór, að skepnur geta ekki grand- að þeim með því að bíta ofan af þeim. Ef menn plöntuðu reyni eða birki við bæi sína, eða hvorttveggja, mundi þar verða sá laufskáli, sem bæði yrði til fegurðarauka og stóránægju. Rað má bezt sjá það, hvað hægt er að gera í hinum fögru trjágörðum þeirra Odds Thorar- ensens lyfsala og Rórðar gullsmiðs á Akureyri. Svona mætti verða víða — já, á flestum sveita- bæjuin, án mikils tilkostnaðar, ef natni og hugs- unarsemi er við höfð. Pað fer mörg stundin til ónýtis, sem verja mætti til þessa, að prýða heimili sitt og gera það ánægjulegra en áður. Og ef menn plöntuðu nokkur lerkatré á hverjum bæ, þó ekki væru nema 10 — 20 á ári, ættu menn að 16—20 árum liðnum ekki að þurfa að panta einn einasta girðingastaur frá útlönd- um og auk þess fá efnivið til ýmsra búsþarfa. Rá mætti og planta runna meðfram túnum og í kringum garða, sem bæði gerði að vera til prýðis og varnar, jafnvel betur en nokkur önn- ur girðing; má þar til nefna bæði rauðblaða- rósir og gerðisrósir (grænleggjarósir, þ. Heckrose). Rannig mætti með tiltölulega litlum tilkostnaði gera tvent í einu: jarðabót og jarðaprýði. Og það er ekki þýðingarlaust. Ungmennafélögin hafa sumstaðar beizt fyrir því, að efla trjárækt í sveitunum. Og þó að eg ekki búist við því, að þeim takist nokkurntíma að klæða landið, þá ætti þeim þó að geta tekizt það að vekja þann áhuga í sveitunum, að á hverjum bæ verði dálítill reitur, sem helg- aður verði þeirri bæjarprýði, að eiga nokkur tré við bæjarvegginn til þess að breiða ilm og angan að bæjardyrunum og inn um baðstofu- * gluggann. Rökk sé hverjum þeim, sem að því starfar í ræðu og riti að styrkja að trjáræktinni — og þökk þeim sem hlýða orðum þeirra og prýða svo bæi sína og héruð, að það fær alt annan svip en áður. J. /.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.