Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 5

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 5
TENGDADÓTTIRIN. 99 hann gat ekki hugsað til þess, að aðalsættin bæri fram þær mótbárur gegn ráðahag hans við Elísabetu, að hann væri-af borgaraættum. Ef til vill hafði hann gleymt stórlæti sínu, ef honum hefði verið kunnugt um hugarfar Elísa- betar, en þegar hann hugsaði um kjör þau, er konur sjómanna eiga við að búa, er þær sitja mánuðum saman einar heima en eig- inmennirnir eru í förum, og engin fregn kem- ur af þeim svo vikum eða mánuðum skiftir, þá ákvað hann með sjálfum sér, að það hlut- skifti gæti hann ekki og vildi ekki láta falla í skaut Elísabetar. En einu sinni hitti hann Elísabetu niður við Klausturtjörnina. Hún stóð hjá tjörninni og horfði út á hana og hún vissi ekki af honum fyr en hann var kominn alveg til hennar. »Pér komið alveg mátulega,® sagði hún glaðlega við hann. »Nú getið þér sett bátinn fram á vatnið og róið með mig yfirutn tjörn- ina. Eg ætla að heimsækja hana Eschendorff, frændkonu mína í klaustrinu, en bæði hún og hinar systurnar eru að fá sér andlega hress- ingu hjá honum séra Friedemann, og til þess gengur aldrei skemmri tínii en ein klukkustund. En mér sýnist það ætla að fara að rigna og mig langar að komast yfir í skóginn áður en fer að rigna.« Hún hjálpaði honum að setja bátinn á flot og svo lögðu þau af stað. »Eg var einmitt að hugsa um yður þegar þér komuð,« sagði hún eftir dálitla þögn. »Bróðir minn sagði mér í morgun, að þér og von Brincken, liðsforingi, hefðuð um dagin verið á skemtisiglingu, og að hann hefði hvolft bátnum. Fullyrti Gúnther, að von Brinck- en mundi hafa druknað, ef þér hefðuð ekki borgið honum, því hann kynni ekki neitt að synda.« ^Rað er satt,« sagði Willy hlæjandi, »hann kann ekki að synda, þvf hann sökk eins og steinn. En satt að segja fanst mér þetta ekki neitt hreystiverk. Eg hefi mörgum manninum borgið, sem eins hefir verið ástatt um.« »Rað getur verið, en Gúnther segir, að það sé mjög erfitt að bjarga mönnum sem eigi kunna að synda, því þeir séu ávalt að fálma í þann, sem bjargar þeim. »það er þá af því, að sundmaðurinn kann ekki að bjarga öðrum. Eg er því alvanur og í þetta skifti veitti mér það ekki erfiðara en venjulegt skemtisund.« Elísabet hnyklaði brýrnar. Henni fanst mikið til um það traust á sjálfum sér, er lýsti sér í þessum orðum. Hann gerði stórvirki eins og það væri eitthvert barnagaman, og hann sagði frá hættum og æfintýrum eins og smáatvikum. Hann var í raun og veru ekki í flokki þeirra manna, er henni gast að. Það var ekki hægt að heyja kappræður við hann. Rrátt fyrir þetta hugsaði hún oftlega um hann. Hún varð að viðurkenna, að hann var drenglundaður mað- ur og vildi ekki vamm sitt vita, en henni fanst hann einnig vera barnalegur. Henni fanst lund hans vera gáta og hana langaði til þess að leysa hana. Báturinn var nú kominn að landi og Elísa- bet stökk á land án þess að neyta hjálpar þeirrar, er Willy bauð henni. »Ef yður er ekki móti skapi þá ættuð þér að ganga með mér dálitla stund um skóginn. Til klaustursins kem eg ávalt nógu snemma.« »En eiga systurnar ekki von á yður og munu þær ekki vera hræddar um yður?« »Það gerir ekkert til,« sagði hún. Hún tók hanzkann af hendinni og rétti hann upp í loftið. Einstöku regndropar voru farnir að koma úr loptinu og fór þeim brátt fjölgandi. »En hvað ilmurinn af Jarðarberjunum og grasinu er góður,« sagði hún. Njótið þér nokkru sinni meiri skemtunar og ánægju, en ganga um laufgaðan skóginn og heyra regndropana falla á blöðin yfir höfði yðar ? En segið mér eitt, dreymiryður aldrei fyrir ókomna tímanum?* »Mjög sjaldan,* sagði hann brosandi. «En eg er líka tölvert eldri en þér eruð. Svo er tíma mínum skift niður til æfinga og náms- iðkana, svo enginn tími verður afgangs til draumanna.* 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.