Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 29
KYNJALYFIÐ. 123 herra barón, en það er varla heldur við öðru að búast, því riddarar vorir hafa breyzt í konur, Og meyjar og frúr eru komnar í tölu klaust- ursystra. í þessum herbúðum, þar sem talið er að kjarninn úr riddarasveitum Norðurálfunar sé samankominn, sést varla glampa af hreysti eða ástarblossum, til þess að lýsa ofurlítið upp þetta deyfðarmyrkur; það er hræðilegt og ó- þoIandi.« Hinn trúfasti aðalsmaður svaraði gætilega og tók það fram, eins og hann svo oft hafði gert áður, að vopnahléð legði höft á fram- kvæmdir og starfsþrótt foringanna og liðsins, en hvað konunum viðvíkur þá væri ekki á- fellisvert þótt hina vænlegustu meyjar í her- búðunum hefðu fylgt hennar hátign drottning- unni og prinsessunni á pílagrímsferð til klaust- urs eins í Engaddi til að biðja fyrir yðar há- tign, að þér hið bráðasta mættuð fá aftur heils- una. »Hvernig víkur því við, að drottningin og ættstórar meyjar voga sér út í þá landshluta, sem heiðnir hundar herja og ræna?» »Hér er engin hætta á ferðum, konungur, því Saladín hefur með sínu drengskaparorði heitið þeim að fá að ferðast í friði.« sPú liefur rétt að mæla, engin ástæða er til að tortryggja þennan heiðna Soldán og eg skulda honum afsökun fyrir, að mér hefur orðið það, og hana vildi eg gefa honum ef lækifæri byðist í viðurvist hins kristna og heiðna hers.« »Meðan konungur talaði reis hann upp og teygði beran handlegginn undan ábreiðunni, krepti hnefann og hristi eins og hann hugsaði sér að sveifla sverði sínu yfir vefjarhetti sold- áns. Tómas barón beitti vingjarnlegu ofbeldi, sem konungur naumast mundi hafa þolað nokkr- um öðrum, til þess að fá hann til að leggjast útaf aftur, og breiddi svo ofan á hinn bera handlegg hans. »F*ú ert ströng fóstra, kæri barón, en þú gerir það í góðu skyni,« sagði konungur með beiskju, brosti um leið og hann varð að láta undan heljarkröftum barónsins. »Næturskýla hjúkrunarkonu sæmdi sér líklega álíka vel við þitt örum merkta andlit, eins og barnahúfa á höfðinu á mér. Við mundum sóma okkurfurð- anlega sem fóstra og fósturdrengur.« »Sú staða mun oss naumast vera ætluð til lengdar. Svona hitaveikisköst verðum við að bera með þolinmæði, svo hún verði bráðlega yfirstigin.* »Hitaveikiskast!« hrópaði konungur með ákefð, »veikindum mínum geturðu gefið slikt nafn og það með réttu, En hvað gengur að öllum hinum krossfararhöfðingjunum? Hvað bagar franska Filip, eða heimskingjann frá Aust- urríki, Konráð greifa, spítala kappann, eða Musterisherrann, hvað gengur aðþeimöllum? Eg get sagt þér hvað það er: Þeir þjást af hermannlegu máttleysi, svefndrunga og veiklun, sem rænir þá hugsunarkrafti og framtakssemi — það er nokkurs konar þrótt-drepur, sem hefur etið sig inn í huga þeirra og hjarta, jafnvel þeirra djörfustu, hraustustu og ærlegustu, svo þeir eru að svíkja þann dýrasta eið, sem nokk- urn tíma hefur verið unninn af riddara, sem breiðir svívirðingu yfir nafn þeirra og fyrri frægð, en gerir þá ótrúa guði sínum.« »í himinsins nafni, herra konungur, talið með meiri gætni — það heyrist til yðar fram fyrir. Bakmælgin hefur góðan jarðveg í óbreylt- um hermönnum, og á sinn þátt í því að halda kurnum við í krislna hernum. Minnist þess, að veikindi yöar hafa lamað öflugustu fjöðrina í þessum Ieiðangri. Pað yrði léttara að koma vagni af stað án hesta eða dráttarkrafta heldur en kristna hernum án Ríkarðar konungs.« íRetta er smjaður, herra Tómas,« sagði konungur. Hann var samt ekki tilfinningarlaus fyrir þessu hrósi, því hann lagði höfuðið á koddann með þeim fasta ásetningi að vera hæg- ari en áður. En bnróninn var enginn hirðsnákur og hafði hvorki lag eða löngun til að halda herra sín- um í góðu skapi með skjalli og smjaðri, og og hann sagði því ekki meira. Óstillingin náði því brátt aftur tökum á honum og hann sagði með beiskju í röddinni: 16’

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.