Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 39

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 39
ÓFERMDI DREínGURINN. 133 sunnudagurinn rynni upp yfir þann bæ með óvirðingarskugga á sér. Og það var þetta sem sveið litlu þokuhjúpuðu sálinni hans Tuma. Þegar messufólkið fór að ríða hjá utan af bæjum gekk Tumi upp frá Hóli. Halldór hafði sagt honum að rölta eitthvað við kindurnar í dag. Pað væri hvort sem er það eina sem hann gæti gert. En hann var einhvernveginn utan við ær og lömb líka í dag. Hann gat ekki tekið aug- un af kirkjufólkinu. Gaman hefði nu verið að fara með og vera fermdur. Pá hefði Halldór orðið góður við hann. Þá hefði hann gert Hóli sóma. Nei. Nú var hann að gleyma sér. Hann tók sprett upp hólana, hljóp þangað til hann gekk upp og niður af mæði. Hann hitti þar nokkrar ær frá Hóli og stuggaði þeim í áttina heim. En hann var altaf að stanza. Veðrið var líka að ná yfirtökunum á sál hans. Ljós og land hvíldu í yndislegum heilögum friði. Rað var eins og öll dýrð og allur unað- ur vorsins hefði nú náð fyllingu sinni og breiddu yfir jörðina einhverja himneska töfra- slæðu. Það var alstaðar sólskin. Geislamagnið var svo mikið, að alt varð að gulli, ber og gróðurlaus holtin urðu að gulli, urðirnar að gulli, melar og hryggir að gulli. sjórinn að gulli; alt varð að gulli. Tuma var ómögulegt að halda áfram. Hann fann þetta alt en sá ekkert af því. Svo settist hann niður á þúfu og reytti í hugs- unarléysi föl og lág sinustrá, sem ennþá voru vetrarköld og hnípin. En alt í einu heyrði hann einhvern hljóm — marga hljóma. Rað var samhringing úr Hraunskirkju. Klukknahljómurinn skall yfir hann eins og voldugar bylgjur, breiddi sig yfir hann, vafði sig um sál hans og alla Ieið inn að hjarfa. Hann stóð upp og vissi ekki hvað það var. Fjarlægðin gerði hljómana svo mjúka. Svo áttað hann sig á því. Þá gat hann ekki leng- ur stilt sig. Hann fleygði sér niður og grét. Fyrst þungt og beisklega, svo léttara og léttara. Svo tók hann á rás niður hryggina ofan að Hrauni. Hann mundi ekki eftir neinu öðru en því, að klukknahljómurinn hafði kallað á hann — skipað honum að koma. Og hann hlýddi. Samhringingin var fyrir Iöngu hætt, þegar Tumi kom ofan að kirkjunni. En hún ómaði enn í sál hans í allri sinni fjarlægðar fegurð, líkt og einhver himneskur englasöngur. Hann gekk rakleitt suður fyrir kirkjuna og settist þar undir einn gluggann. Rar sat hann á meðan messan fór fram. Rað var einhver draumaleiðsla yfir honum, einhver sæluvíma. Honum fanst að guð vera að ferma sig. Og það var sjálfsagt ennþá betra, heldur en séra Björn hefði gert það. Þegar fólkið fór að streyma út úr kirkjunni vaknaði Tumi eins og af svefni. Hann tók á rás upp kirkjugarðinn líkt og hann væri að flýja fólkið. En þá kom hann auga á nokkra fermingardrengi, sem tóku sig út úr ógnar al- varlegir og hátíðlegir á svip. Hann gat ekki stilt sig um að horfa á þá ofurlitla stund, rétt eitt augnablik. Honum sýndust þeir vera ósköp líkir því er þeir voru fyrir ferminguna. Hvað hafði hún eiginlega að þýða þessi ferming, úr því hún gerði menn ekkert fallegri, ekkert stærri, ekkert sterkari? Nú fóru strákarnir að pískra saman, að þarna væri þá Tumi ræfillinn. Altaf væri hann sjálf- um sér líkur: að flækjast við kirkjuna á meðan á fermingunni stæði, en fá ekki að fermast fyrir vitleysu. Reim kom saman um að það hefði þeir aldrei gert Peir hefðu setið heima og skælt af skömm. Nú ætlaði Tumi að fara. En þá kom annað fyrir, sém hann varð að horfa á. Hann eins og aðrir. »VitIausa Gunna« kom neðan að kirkjunni. Guðrún var kerlingaraumingi farlama til sál- ar og h'kama. Svo hrum að hún dró sig áfram á hækjum nokkra faðma í einu, og varð svo að hvíla sig. Hún var á sveitinni en toldi hvergi, hafði hvergi ró, hvergi frið, ekki á nóttunni einu sinni. Hún dró sig áfram bæ frá bæ, ár eftir ár. Og enginn skildi hvernig þetta útbrunna skar fór að draga sig áfram af sjálfsdáðum

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.