Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Side 45
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN.
139
fengið einhverja, þó ekki sé nema ærið ófull-
komna, hugmynd um það, verða menn að varpa
frá sér öllum hinum einfeldnislegu hugmyndum,
er þeir hafa gert sér um það. Himnaríki er sem
sé.ekkert sérstakt svæði eða staður, heldur miklu
fremur meðvitundarástand. Ef eg væri spurður
hvar himnaríki væri, mundi eg svara því, að
það væri hér, þar sem vér stöndum nu á þessu
augnabliki, og nær oss en loftið sem vér önd-
um að oss. »Dýrðarljóminn er alt umhverfis
yður«, sagðí meistarinn Búddha, »og þér þurf-
ið ekki annað en taka skýluna frá augum yðar
til þess aðsjáhann.« En hvað er átt við með
þessum orðum: að taka skýluna frá augum vor-
um? Rað er með öðrum orðum, að hefja með-
vitund sína á æðra tilverustig og festa hana í
einu starffæri hennar, sem er margfalt smágerf-
ara en efnislíkaminn. Eg hefi þegar sagt, að
mönnum sé vinnandi vegur að flytja meðvit-
und sina úr jarðneska líkamanum og yfir í
sálarlíkama sinn, og skynja sálarheima. Með
samskonar aðferð tekst mönnum einnig að
flytja meðvitund sína yfir í huglíkamann, þ. e.
starffæri það, sem maðurinn notar á meðan
hann dvelur í hugheimum. Og ef honum tekst
að festa meðvitund sína í því starffæri, getur
hann skynjað liina himnesku dýrð á meðan
hann lifir og starfar hér í heimi. En ef hann
hefur einu sinni skynjað það dýrlega, tilveru-
stig, eru litlar líkur til að hann kvíði því að
hverfa héðan.
Þeir eru færri, sem komast inn í hugheima
þegar í stað eftir dauðann. Eg hef þegar sagt
að hinn innri maður lifir stöðugt meira og
meira hugrænu Iífi eftir dauðann. Alt líf hans
í sálarheimum miðar stöðugt að því fjarlæga
hann frá hinum jarðneska heiini. Og svo rekur
að því, að hann hverfur úr sálarheimum að
sínu leyti eins og hann hvarf héðan. Burtför
hans úr sálarheimum nefna dulspekingar hinn
annan dauða. Maðurinn afklæðist þá sálar-
líkama sínum og hverfur sjónum sálarheims-
búa inn í hugheima. Enginn kvíði eða
sársauki er samfara þessum öðrum dauða. En
vanalega falla menn í stundardvala um leið
og þeir fara yfir á þetta æðra tilverustig, og
er hinn annar dauði að því Ieyti líkur hinum
líkamlega dauða. En smátt og smátt rakna
þeir við aftur, og lifa úr því fullu meðvitund-
arlíii í hugheimum. Fyrir nokkrum árum ritaði
eg bók, sem eg nefndi Devachanic Plane þ. e.
Hugheimar, og í henni reyndi eg að gefa
nokkra lýsingu af hinum ýmsu álfum þessara
dýrðlegu Ijósheima.. Eg skýrði þar frá ýmsu,
sem eg hafði athugað við rannsóknir mínar
í hugheimum. Nú vil eg reyna að lýsa nokkuð
lífi manna í þeim en frá öðru sjónarmiði. En
þeim sem leikur hugur á að fá að vita nokkuð
gjör um það, vildi eg leyfa mér að benda á
bók mína »Devachanic PIane.«
Að likindum er best að taka það fram
undireins að hugheimarerutilverustig hinna guð
dómlegu hugsana eða með öðrum orðum: þeir eru
hið rétta heimkynni hugsananna. í hugheimum
verður hver sú hugsun, sem menn geta einu sinni
hugsað, áþreifanlegur veruleiki. Eg get auð-
vitað ekki búizt við að meginþorri manna geti
gert sér ljósa grein fyrir þessum sannindum,
af því að hann hefur æfilangt verið vanur að
skoða aðeins jarðneska hluti raunverulega, og
það sem er ekki af jarðnesku bergi brotið, sé
ímyndun ein, sem eigi ekkert skylt við veru-
leikann. Sannleikurinn verður þó þegar öllu er
á botninn hvolft, sá að allar jarðneskar efnis-
tegundir eru grafnar ofan í efni æðri heima.
Og hversu raunverulegir sem hinir jarðnesku
hlutir eru, séðir frá sjónarmiði þessa heims, þá
hafa þeir hvorki varanlegt né út af eins veru’
legt gildi, ef á þá er litið frá æðri tilverustig-
um. En hvernig sem þessu er farið í raun
og veru, þá verður flestuin mönnum, meðan
þeir lifa hér, gjarnast að skoða hugheima sem
ímyndaða huliðsheima — heima, »sem gerðir
eru úr efni því, sem andin smíðar drauma úr«
eins og skáldið kemst að orði.
(Framh)
18’