Nýjar kvöldvökur - 01.05.1917, Qupperneq 49
LAUSAVÍSUBÁLKUR
143
ið, og það sérsiaklega nú, þar sem það er nú á
dagskrá, sem ein af aðalþjóðum heimsófriðarins.
Kverið er skemtilega ritað og hið fróðlegasta,
þótt víða sé stutt yfir sögu farið og mörgu
slept, sem maður hefði gjarnan viljað vita nán-
ara um t. d. þjóðarauð þeirra o. fl. Enginn
vafi er á því,. að lýsingin er rétt, það sem hún
nær, enda Iysir kverið miklum kunnugleika á
þjóðareinkennum Frakka, og hver sem kverið
les hlýtur að græða tvent á því; kunnugleika á
þjóðinni og hlýjan hug til þessarar glæsilegu
þjóðar. Kverið er ritað með frönsku andríki
og fjöri, og sýnir það vel að Frakkland hefur
um margar aldir verið forgönguþjóð Norður-
álfunnar í fegurðarsmekk, listum og skáldskap,
og frakknesk tunga hefur jafnvel enn í dag
yfirtökin hér í álfu, bæði sem einskonar al-
þjóðamál og fegurðarmál, og frakknesk bygg-
ingarlist hafi verið langt um fram alt annað,
og sé svo enn í dag. Vert hefði verið að geta
þess í athugasemdinni á bls. 7-8, að mörgu af
miðaldaskáldskap Frakka var snúið á ísl. tungu
á 13 og 14 öld, t. d. Parcevalssögu, íventssögu,
sagnabálkinum mikla um Karlamagnús keisara
o. m. fl. í Karlamagnúsarsögu er sagan af
Rollant og Runzívalsbaidaga bls. 484 — 531 í
útg. Ungers, Kristjaníu 1860.
Æskilegt hefði verið að fá að sínu leyti
eins vcl ritaða bæklinga um hinar stórþjóðirnar,
Englendinga, Pjóðverja og Rússa, til þess að
gera oss þær einnig kunnar. Pví að bæklingur
einn lítill, sem komið hefur út um Pjóðverja
í vor virðist ekki leysa þá staðhæfingu vel,
að þeir séu líking af Rómverjum hinum fornu.
Virtisl sú líking standa nær Englendingum;
hvort hún er þeim til lofs eða ekki er annað
mál.
í sambandi við grein mína í vetur um
»Store Nord. Konversations-Leksikon« skal
þess getið að forlagið hefur neyðst til að
hækka verð á hverju bindi um 50 aura á
meðan ófriðurinn stendur vegna verðhækkunar
á pappír og bókbandsefni. Pessi hækkun verð-
ur afnumin undir eins og forlagið sér sér það
fært. /. /.
Lausavísubálkiir
Nýrra Kvöldvaka.
i. .
Skagfirzkir heimagangar.
Safnað hefur Margeir fónsson.
(Framh.ý
(Kvöldvökunum hefir verið skýrt frá að í
ljóðabréf Guðm. Ketilssonar til Natans, sem
birt er í síðasta hefti Kv., vanti þessi 4 erindi
er komi á undan síðasta erindinu:
Pó skýin verði að skildingum,
skepnurnar að snæljósum,
allir gleymi áttunum,
og enginn viti af höndunum.
Pó hellist alt úr heiminum,
hulstrið skoppi á vindunum,
og innvolsið með ódæmum
ytra flæmist huggripum.
Skaltu til með skáldreglum
skara fram úr tossunum,
er hér standa á hinum
»exómetra« kvæðunum.
Band af eyja barminum
í bygðinni hjá refunum
þann átjánda ágústum
ort er það í ljóðmælum.)
í »Óðni», 1916, tilíærði eg þessa vísu:
»KetiI velgja konurnar«o. s. írv., og gat þess
að Jóni skáldi á Víðimýri hefði veruð eignuð
vísan. Eg hef nú fengið vissu fyrir, að það
er ekki rétt. Pálmi Jónsson bóndi á Ytri Löngu-
mýri í Húnavatnssýslu, greindur maður og minn-
ugur, hefur sagt mér tilefni vísunnar þannig:
Um tvítugsaldur var Pálmi í Sólheimum á
Ásum. Pá bjó Hans Natansson í Hvammi í
Langadal. Á þeim árutn fór kaffieyðsla mjög í
vöxt, og þá gerði Hans vísuna. Hún er svona: