Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 3

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 3
Guðinn, sem deyr. Efíir Friðrik Ásmundsson Brekkan. f 2>...oeh alltid jag förnam det förtvinande ljuset, det slocknande suset af guddom, som dör i din blick, i din röst«. (G. Fröding). Það voru einu sinni þrír ferðamenn, sem tóku næturgistingu í gamalli hey- hlöðu. Ef lesarinn spyr, hvar það hafi verið, get eg ekki sagt annað, en eins og eg veit bezt: Það var einhversstaðar fyrir sunn- an heiði. Þeir voru Norðlingar. Harðindin vofðu yfir fyrir norðan. Kuldinn og hinn harðbrjósta gestur, sem vér nefnum hafís, höfðu rekið þá af stað frá heimilum þeirra. fsinn fylti alla firði milli Horns og Langaness og lá í breiðu langt til hafs. Siglinga var því engra að vænta til Norðurlandsins fyr en ísa leysti, en bjargarskortur var orðinn til- fmnanlegur, þessvegna höfðu menn, þeg- ar spurðist til siglinga sunnanlands, járn- að hesta, og þrír menn lögðu af stað í langa lestaferð. Dag eftir dag brutust þeir áfram í ófærð yfir snæsvæfðar sveit- ir og autt vetrarland. Það reið á miklu fyrir þeim. Ábyrgðin var mikil og lá á þeim þung eins og mara ’ næturkuldanum og engu léttari á dag- mn, þegar þeir þögulir og álútir skiftust a um að ganga á undan hestunum í ófærð- inni, úrvinda af þreytu og svefni. úti í skjóli við hlöðuvegginn stóðu hest- arr|ir bundnir og jóðluðu hið rýra fóður, N.-Kv. XXIII. ár. 10.—12. h. sem féll þeim í skaut, þeir voru strengdir og lúalegir og augun döpur af langvinn- um hálfsulti. En í kringum þá lágu 20 hestburðir — altsaman matvara — og í böggunum var framtíðai'von heillar sveit- ar fólgin: Þar var brauðið til saðningar svöngum mögum — bjargarvon fyrir kýr og sauðfé, vopnið gegn horfelli og þar af leiðandi eymdarkjörum ókominna ára. Ferðamennirnir voru nú á heimleið. Þetta var í byrjun maí-mánaðar. En meira að segja hér fyrir sunnan heiði var nístandi kalt, þrátt fyrir að jörð var orðin auð að mestu í hinum neðri bygð- um. Og heima — fyrir norðan — Guð sé oss næstur! Þar var alt ennþá þakið af snjó. En hafísinn frá Grænlandi eða Spitsberg- en — hvaðan sem hann nú kom að — fylti alla firði og lá í breiðu margar míl- ur út af yztu annesjum; og hann sendi hrímkalda þokuna, sem í raun og veni var ekkert annað en örsmáar ísnálar, er stungu í skinnið og rifu í lungun, þegar menn önduðu loftinu að sér. Það var öm- urleg tilhugsun fyrir mennina þrjá, sem nú voru á norðurleið móti vetrinum. — Á morgun, þegar þeir héldu norður jrfir heiðina, gátu þeir reitt sig á að mæta þokunni og anda að sér hríminu norðan úr íshafi. Hlaðan, sem þeir höfðu leitað sér skjóls í yfir nóttina, var næstum því tóm, og kuldinn var þeim því næi* óbærilegur.... — Æ-hæ-æ — Guð hjálpi mér! and- 19

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.