Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 4
146
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
varpaði einn þeirra geispandi. Hann var
lágvaxinn, gildur og herðabreiður karl á
að gizka um fertugt. Hann nötraði af
kulda, vafði sig inn í vormeldúksúlpuna
sína og reyndi að grafa sig dýpra í moð
og rekjur, sem þeir félagar höfðu lagt sig
í á gólfinu. — Æi, Guð minn góður!
— Fjandinn hafi stunurnar í þér Egg-
ert. Þú ert eins og kona með léttasótt, og
enginn getur sofnað fyrir þér! sagði ung
og glaðleg rödd við hliðina á honum. En
röddina átti risavaxinn, rauðbirkinn
maður, sm hlaut að vera innan við þrí-
tugt. Hann lá*mitt á milli félaga sinna.
Eggert lyfti höfðinu lítið eitt og leit til
félaga síns með augum, sem voru rauð og
tekin af erfiði og svefnleysi. Andlitið var
hrukkótt, dökt og veðurbitið eins og börk-
ur á tré, ennið óvenjulega lágt, og nefið,
sem var íbjúgt og þar að auki undið út á
hægri hlið, svo að það líktist hrútshorni,
blikaði alveg fjólublátt í skímunni, sem
kom inn um hlöðugluggann.
— Getur þér dottið í hug að sofa, hús-
bóndi góður, í þessum helvítis kulda?
— Þey, þey, drengur Sninn — »Heitt er
í Víti, þó hér sé kalt« — nei, þetta er nú
einu sinni loftslag ættarlandsins okkar.
»Drengurinn« þagði við og hugsaði sig
dálitla stund um svarið, en honum var
aldrei greitt um mál, svo það snerist upp
í að hann snýtti »hrútshorninu« svo
glumdi við hátt, og með loppnum fingrum
og miklum erfiðismunum leitaði hann í
vasa sínum og dró upp annað horn — al-
veg eðlilegt nautshorn — en það var tó-
bakspontan. Hann stútaði sig rækilega,
ýtti svo við húsbónda sínum með pont-
unni og sagði:
— Vilt þú ekki þefa úr líka, Þorlákur?
Þorlákur tók við horninu, snýtti sér og
tók í nefið. En á meðan gat Eggert ekki
á sér setið. Hann var allóánægður með
næturstaðinn, og lét það nú í ljósi með
því að tauta:
— Hversvegna 1 fjandanum áttum við
nú að liggja hérna eins og hundar? Eg er
alveg handviss um, að við hefðum fengið
rúm handa okkur sjálfum og kannske
heytuggu handa klárunum, ef þú hefðir
viljað vekja fólkið upp.
Húsbóndinn gegndi þessu engu. Hann
reis upp við dogg og hristi hið fagra fyr-
irmannlega höfuð, sem hafði reglulegt
fax af rauðgulu hári og skeggi, eins og
umgjörð kringum veðurbarið og karl-
mannlegt andlitið. Gletnislegar hrukkur
eftir mörg kátínu-bros lágu í kringum
blá, bernskuleg og fjörleg augu. Andlits-
drættirnir voru hreinir, stórskornir og
bentu á óvenju mikið þrek, og munnurinn
bar vitni um að maðurinn mundi eigi
vera uppnæmur, þótt eitthvað bjátaði á,
og að hann mundi eigi láta sér alt fyrir
brjósti brenna. En bros hans var þessa
stundina hvorttveggja í eiriu glettnislegt
og sorgblandið. Hann horfði á manninn,
sem lá honum til hægri handar, og sem
ekki lét neitt á sér bæra. Hann svaf, eða
öllu heldur lézt sofa. Hann hafði mórauða
lambhúshettu á höfðinu og barðastóran
hatt utan yfir. Hatturinn lá yfir augun-
um og huldi mest alt andlitið. Aðeins ís-
grátt hökuskeggið var sýnilegt gegnum
hettuopið, en það var nóg til þess að gefa
vitneskju um, að hann væri elztur þeirra
félaga.
— Guðmann, sefur þú, sagði sá, er þeg-
ar hefir verið nefndur sem húsbóndinn og
Þorlákur. — Eggert ætlar að gefa þér
»að þefa úr!«
Karl kiptist við, settist upp, rétti hatt-
inn við ofan á hettunni og nú sást nokk-
uð toginleitt, magurt, aldrað andlit, grátt
alskegg, beint og sterkbygt nef, raunaleg
og gáfuleg dökk augu með blíðu-svip og
innsæju augnaráði.
— Láttu mig þá sjá baukinn! Röddin.
var nokkuð hás, en enganveginn óviðfeld-
in. —