Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 19
SÍMON DAL 161 inn í lítið herbergi, sem var bæði svefn- hérbergi og dagstofa — rúmið var ekki uppbúið, aðeins lauslega breitt yfir það. Eg tók ekkert eftir hvað af Jónasi varð, en settist niður á stólgarm, sem hún bauð mér. »Hvað hefir komið yður til að fara hingað?« var það fyrsta sem eg sagði um leið og eg leit á hana. Hún stóð frammi fyrir mér, vaggaði dálítið fram og aftur með hendurnar á mjöðmunum og brosti. »Það sama, sem kom yður til þess, og ef þér spyrjið frekara, þá hefir konungur- inn boðið mér. Hryggir það yður, að heyra það, Símon?« »Nei, ekki vitund«, svaraði eg. »Jú, víst, ofboðlítið, Símon — ekki satt? Nú, konungurinn bauð mér að koma hingað, en hann hefir ekki komið til mín enn. — Hversvegna hefir hann ekki komið? Það er í því, sem alt er inni- falið.... Eg heyri ýmsan orðróm, en augu mín — þó þau séu skörp — geta ekki séð í gegnum kastalaveggina, og fætur mínir eru ekki verðugir til að stíga þar yfir þröskuldinn. Samt veit eg dálítið — þar er einhver frönsk hefðarmey — hvernig lítur hún út, Símon?« »Mér sýnist hún vera mjög lagleg«. »Verður hún lengi?« »Eg hefi heyrt að hertogaynjan verði hér eina tíu daga, eða hálfan mánuð ennþá«, svaraði eg. »Fer hún þá með hertogaynj- unni?« »Það er mér ókunnugt um«. Það varð dálítil þögn. »Yður er ekkert sérlega hlýtt til Carfords lávarðar?« sagði hún svo. Þessi spurning kom mér á óvart »Eg skil yður ekki«, sagði eg, »hvað hefir Carford lávarður að gera með þessa frönsku ungfrú?« — »Eg býst við að þér séuð í þann veginn að skilja það«, svaraði hún. »Ástin gerir menn skilningsgóða — eða er ekki svo? Jú, úr því þér spyrjið (eg les spurninguna í augum yðar) þá skal eg kannast við, að eg er dálítið sorg- bitin, þegar eg hugsa um, að þér séuð brðinn ástfanginn aftur. — En til þess nú að halda sér við efnið, Símon, þá er því nú svo varið, að mér er ekkert um þessa frönsku stúlku gefið«. Ef ekkert hefði komið fyrir mig þessa nótt, þá getur það vel verið að ást mín til hennar hefði vaknað af nýju. En eins og nú var komið gat eg ekki annað en hrygst yfir henni og fundið til meðaumkunar, en engrar ástar. Mér virtist hún verða fyrir vonbrigðum, er hún sá, hvernig tilfinn- ingum mínum var varið. Stúlku gremst æfinlega, þegar hún sér, að hún er búin að missa ástir manns, sem hefir unnað henni, hversu lítils sem hún kann að hafa metið tilfinningar hans áður. Þó dettur mér ekki í hug að halda því fram að við karlmennirnir stöndum konum framar í þessu efni, sannleikurinn er sá, að í þessu eru karlmenn og konur alt að einu. »Að minsta kosti erum við þó vinir, Sí- mon«, mælti hún og hló við — »og við er- um þó bæði Mótmælendur«. Hún hló aft- ur. Eg leit spyrjandi á hana. — »Og að minsta kosti hötum við Fransmennina bæði«, bætti hún við. — »Það er satt, eg elska þá ekki«, svaraði eg. »En hvað eigið þér við?« Hún leit í kringum sig eins og til að fullvissa sig um, að enginn heyrði til okkar, kom svo nær mér og hvíslaði: »Það kom til mín gestur í gærkveldi — maður, sem annars ekki er neitt tiltakan- lega hlýtt til mín. — En það gerir ekkert. Nú róum við bæði á sama borð.... Eg á við Buckingham hertoga«. »Hann er nú sáttur og sammála við Arlington lávarð«, greip eg fram í, því að það var altalað í kastalanum. »0, þeir eru sáttir eins og hundur og köttur, þegar húsbóndinn er viðstaddur«, svaraði hún. — »Það er ým- islegt sem Buckingham grunar og ýmis- legt, sem hann hefir vissu fyrir. Hann gruhar, að það sem verið er að semja um sé fleira en stríðið við Hollendinga«. »Nú, maður þarf hvorki að vera hertogi né 21

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.