Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Síða 22
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sökum þess, sem eg vissi, að eg nú mundi takast á hendur. Eg var ekki kominn langt, áður en eg varð þess var að einhver kom á eftir mér, másandi og blásandi, þegar eg leit við, sá eg Jónas korna. Hann rogaðist með stóra körfu. Mig langaði ekkert til að halda fé- lagsskap við Jónas, en mig langaði til að vita, hvað hann væri með í körfunni. Eg beið því eftir honum og kallaði: »Hvað hefirðu þarna?« Hann kvaðst hafa verið í bænum að kaupa inn vín og annað, sem eg þarfnaðist, eg hrósaði framtakssemi hans og spurði svo alt í einu: »Og þú hef- ir heimsótt Phineas vin þinn?« Mér til mikillar undrunar sá eg að Jónas fölnaði upp og hendur hans skulfu, svo að flösk- urnar í körfunni glömruðu. Og þó hafði eg spurt mjög vingjarnlega. »Eg... eg hefi séð hann eitthvað einu sinni eða tvisvar, sir, síðan hann kom til bæjarins. Eg hélt ekki, að þér vilduð láta mig um- gangast hann«, stamaði Jónas. »Nei, þú mátt umgangast hann alveg eins og þú vilt fyrir mér — eg er ánægður á meðan eg þarf ekki að gera það sjálfur«, svaraði eg kæruleysislega, en hafði samt auga með Jónasi. Það virtist fremur undarlegt, að hann skyldi verða hvítur eins og krít- arklappirnar við Dover, ef Phineas ætti ekkert annað erindi til bæjarins, en að spjalla við Nelly. Við komum til kastalans, og eg bað Jónas að skilja körfuna eftir í herbergi mínu. Svo gekk eg til fundar við Mon- mouth hertoga. Mér var forvitni á að vita í hvernig skapi hann mundi vera eftir útreið þá, er hann hafði fengið kveldinu áður. Hann grunaði lítið, að eg hafði ver- ið viðstaddur. Þegar eg kom inn, fann eg Carford hjá honum. Hertoginn var þung- ur á svip og í svo illu skapi, sem hugsast gat. Carford var stiltur og rólegur. Þeir voru í alvarlegri samræðu en hættu strax, þegar eg kom inn. Eg bauð þjónustu mína. »Eg þarfnast yðar ekki fyrst um sinn, Símon«, svaraði hertoginn, »eg er að tala við Carford lávarð«. Eg fór. En hvar sem eg kom þennan morgun, rakst eg á menn, sem voru tveir og tveir að ræða einhver launungarmál, þeir þögnuðu, þegar eg nálgaðist, og hófu samræðurnar aftur, þegar eg fjarlægðist. — Allir reyna að líkjast kónginum, segja menn, og mér var líka sagt, að konungur- inn hefði lokað sig inni hjá systkinum sínum, hertogaynjunni af Orléans og York hertoga og ræddi launmál við þau. En ekki við M. de Perrencourt. — Á. virkisveggnum voru tveir varðmenn með um hundrað skrefa millibili. Mitt á milli þeirra stóð maður og horfði niður á Do- ver-bæ og sjóinn. Eg þekti hann — og einhver óstjórnleg löngun kom yfir mig að tala við hann. Hann var mest umtalað- ur sinna samtíðarmanna — og eg vildi kynnast honum. En hvernig átti eg að komast frarn hjá varðmönnunum? M. de Perrencourt óskaði að vera einn, annars hefðu þeir ekki verið. Eg lagði af stað, en varðmaðurinn stöðvaði mig. »Eg fer með boð frá Mon- mouth hertoga!« skrökvaði eg. »Þó þér væruð með boð frá djöflinum sjálfum fengjuð þér ekki að komast framhjá nema eftir skipun konungsins!« svaraði hann. »Getur ekki mynd konungsins gilt sem skipun?« mælti eg lágt og laumaði gullpeningi í lófa hans. — »Eg er með boð frá hertoganum til franska herramanns- ins þarna — feðurnir vita ekki altaf hvað synir þeirra hafa fyrir stafni«. »Og syn- irnir ekki altaf það, sem feðurnir aðhaf- ast, fjandinn hafi það«, sagði hann hlægj- andi. »Nú flýtið yður þá — og hlaupið, ef þér heyrið mig blístra — það þýðir, að þá er foringi minn að koma«. Eg gekk nú rólegur þangað, sem M. de Perrencourt var. Hann heyrði fótatak mitt og sneri sér við. »Hvað eruð þér að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.