Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 26
168
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
eg hefi ofboð litlu að bæta við þau. —
Hérna hefi eg skrifað það upp, svo að
þér skilduð það og gleymið engu. Ljósið
er hálfslæmt hérna, en þér hafið ung
augu. Viljið þér gera svo vel að lesa, það
sem eg hefi skrifað?« Eg tók við blaðinu,
sem hann rétti mér, og las: »Verið við
Stórskotahliðið eftir tvo tíma. Hliðið
verður opið. Tveir þjónar verða þar með
tvo hesta. Það verður komið með konu út
að hliðinu og hún fengin yður til varð-
veizlu. Með hana eigið þér að ríða eins
hart og auðið er til Deal. Ef ómögulega
verður hjá því komist að tala um hana á
leiðinni, þá eigið þér að segja að hún sé
systir yðar. Farið til gestgjafahússins
»Kátir sjómenn«, í Deal og bíðið þar eftir
vissum manni, sem mun koma með
morgninum og afhenda yður 50 guineas í
gulli. Hann mun taka við konunni af yð-
ur. Farið svo undir eins til Lundúna og
dyljist þar á einhverjum öruggum stað,
þangað til þér fáið boð frá mér«.
Eftir lesturinn horfði eg spyrjandi á
hann. »Nú«, sagði hann, »er yður þetta
ekki Ijóst alt saman?« »Eg get gizkað á
hver konan muni vera, en vill ekki yðar
hágöfgi segja mér, hver maðurinn er?«
»Hversvegna viljið þér vita það?« svaraði
hann. — Þér haldið þó ekki að fleiri en
einn fari að leita yður uppi í gestgjafa-
húsi í Deal í fyrramálið til þess að borga
yður 50 gullpeninga!« »En mér þætti nú
samt vænt um að fá að vita hver hann
er«, sagði eg. »Þér fáið að vita það þegar
þér sjáið hann«. »Afsakið, yðar hágöfgi«,
mælti eg, »en eg geri mig ekki ánægðan
með það«. »Eg get ekki sagt yður meira«,
svaraði hann. »Þá vil eg ekki fara!« Hann
hnyklaði brýrnar og sló óþolinmóðlega
með hönzkunum á lærið. — »Frjálsum
manni verður að sýna fult traust, yðar
hágöfgi, annars getur hann ekki gengið
annara erindi«, sagði eg. Hann litaðist
um í klefanum og mælti svo: »Finst yður,
að kringumstæður yðar vera slíkar, að*-
þér getið sett skilyrði?« »Aðeins þegar-
yðar hágöfgi biður mig um eitthvað, sem
stendur í mínu valdi að játa eða neita«,.
svaraði eg.
Alt í einu skifti hann um skap, eða .
virtist skifta um skap. Hann hallaði sér
aftur á bak og hló. »Eg er viss um, að þér
frá því fyrsta hafið getið yður til, hver-
maðurinn er, sagði hann. — »Ekki satt,
mr. Dal, við skiljum hvor annan? Ef alt
gengur vel, þá er erindi yðar ofboð ein--
falt. En ef nú svo skyldi fara að einhver-
vildi meina yður að fara úr kastalanum,
þá verðið þér að taka til sverðsins. Það
gæti farið svo að þér yrðuð tekinn; og ef
svo ógiftusamlega skyldi takast til, þá er
bezt fyrir okkur alla að þér vitið ekki nafn
þessa manns — og bezt bæði fyrir hann
og mig, að eg hafi ekki nefnt það«.
Sá litli efi, sem eg hafði hýst, var nú
horfinn. Eg sá glögt, að Buckingham og
Monmouth höfðu hér tekið höndum sam-
an. Ástæður Buckinghams voru pólitísk-
ar, en Monmouth ætlaði að ná sér niðri á
M. de Perrencourt. Eg átti að hrifsa
fórnarlambið úr klóm M. de Perrencourt,
og afhenda Monmouth það í gestgjafa-
húsinu í Deal. — Ef það tækist, þá átti
eg að gera mig ósýnilegan, og ef það mis-
tækist, þá átti eg að vera skjöldurinn,
sem bæri brunann. Launin voru 50 gui-
neas — og ef til vill, að tveir tignir menn
hefðu mig í huga síðar meir, við tækifæri
— ef eg þá lifði til að njóta ávaxtanna.
»Þér takið þá þetta starf að yður?«
spurði hertoginn. — Starfið var að leika
á M. de Perrencourt, til þess að hjálpa
Monmouth. Ef eg neitaði, þá var það
sennilegt að einhver annar fengist til að
reyna, og ef honum svo mistækist, þá
mundi Perrencourt sigra. Ef eg tæki það
að mér, þá væri það með þeim fasta ásetn-
ingi, að leika á Monmouth líka — þar á
móti mundi Buckingham ná tilgangi sín-