Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 27
SÍMON DAL 169 um. — »Hver borgar mér þessar 50 gui- neas?« spurði eg. »Auðvitað eg«, svaraði hann og ypti öxlum. — »Monmouth er of mikið sonur föður síns til þess að hafa ekki altaf alla vasa tóma«. — Með þetta sem afsökun gat eg nú bundið enda á samninginn strax. »Fyrst þér borgið, þá skal eg taka að mér að flytja konuna burtu úr kastalanum«, hrópaði eg. Hann hrökk við og leit til mín tortryggnisaug- uin, en eg hrópaði þetta svo blátt áfram og einfeldnislega, að hann virist verða ró- legur. Ef til vill hefir hann grunað mig, en sannleikurinn var, að grunt var jáfn- an á því góða rnilli hertoganna, þótt þeir, hvor af sinni ástæðu, hefðu tekið höndum saman um þetta fyrirtæki. Eg þóttist viss um að Buckingham mundi ekki deyja úr sorg þótt svo færi, að Monmouth fengi ekki það, sem hann vildi, þegar hann kæmi til Deal næsta morgun. »Þá höfum við skilið hvor annan, mr. Dal«, sagði Buckingham um leið og hann stóð upp. »Fullkomlega, yðar hágöfgi«, svaraði eg og klappaði á hurðina. Fanga- vörðurinn opnaði. »Mr. Dal er frjáls ferða sinna, hvar sem er í kastalanum«, mælti Buckingham, »þú getur farið«. Hermaðurinn heilsaði og fór leiðar sinn- ar. — Buckingham sneri sér að mér: »Eg óska yður til hamingju með fyrirtækið ■— og að þér fáið ánægju af að vera frjáls aftur!« sagði hann. En naumast hafði hann slept orðinu, þegar liðsforingi og tveir hermenn komu hlaupandi. Við horfðum undrandi á þá. Foringinn gekk með brugðið sverð í hendinni og sting- hnífarnir voru festir á byssur hermann- anna. »Hvað hefir nú komið fyrir?« hvísl- aði Buckingham. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir svari, því foringinn stanz- aði fyrir framan okkur og hrópaði: »f nafni konungs tek eg yður fastan, sirk Hertoginn leit til mín og sagði: »Eins og eg er lifandi, þá er það engu líkara en að þér hafið það fyrir sið að láta taka yður fastan! — Hvað er yður nú fundið að sök?« »Eg veit það ekki«, svaraði eg; og eg spurði liðsforingjann: »Hvaða ástæðu hafið þér til að taka mig fastan?« »Eftir skipun konungs«, svaraði hann stuttlega. »Þér verðið að koma undir eins!« Og í sömu andránni höfðu menn hans skipað sér sinn til hvorrar handar við mig. — »Eg aðvara yður, sir«, hélt hann áfram, »við hlífumst ekki við neinu, ef þér reynið að sleppa burt«. — »Hvert ætlið þið með mig?« spurði eg. »Þangað, sem mér hefir verið boðið«. »Nú, nú«, sagði Buckingham óþolinmóðlega, »hvað á þessi launung að þýða? Þér þekkið mig? Nú — þessi mað- ur er vinur minn, og eg vil fá að vita, hvert þér farið með hann«. »Yðar hágöfgi verður að afsaka mig, en eg má ekki segja það«, svaraði liðsforinginn. »Þá ætla eg að fara með yður og sjá það með eigin augum«, hrópaði hertoginn í reiði. — »Ef þér héimtið það, yðar hágöfgi, þá verð eg að láta annan hermanninn minn verða eft.ir og halda yður. Mr. Dal verður að koma með mér einn«. Undrun og reiði stóð afmáluð á andliti hertogans. Eg brosti til hans og sagði: »Það lítur út .fyr- ir að verk okkar verði að bíða, yðar há- göfgi«. »Áfram!« hrópaði liðsforinginn óþolinmóðlega, og þeir héldu af stað með mig svo hratt, að eg næstum bví varð að hlaupa. Buckingham reyndi ekki að fara með, eg sá að hann gekk í áttina til her- bergja Monmouths. Nú urðu þeir að reyna að fá sér nýtt verkfæri, ef þeir ætl- uðu sér að leika á konungana, — og það var ekki víst að það gengi vel. Þeir leiddu mig svo hratt, að eg naum- ast hafði tíma til að átta mig á hvert við fórum, þó sá eg, að við vorum komnir í þann hluta byggingarinnar, þar sem bú- staður konungs var. Að síðustu stönzuð- um við framan við lokaðar dyr, og þar sá eg Darrell standa á verði með brugðið 22

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.