Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 36
178
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
fór sinu fram og skeytti í engu boðum
hans eða banni. Bar þó mest á því í
Sardiniu og Pisa. Meðal annars var Ass-
isi páfanum svo fjandsamleg, að hann
þorði ekki að koma þar á yfirferð einni
um Umbriu 1198 og fór rétt hjá.
Þessi almenna andstaða við Innocent-
ius III. var bæði trúarlegs eðlis og stjórn-
arfarslegs. Kunnu margir illa kröfum
þeim, sem páfi gjörði til veraldlegra yfir-
ráða, og töldu það illa samræmast stöðu
hans sem staðgöngumanns Péturs post-
ula, og á hina hliðina voru þá ýmsar
þær sértrúarstefnur farnar að skjóta upp
höfði, sem síðar verða mjög áberandi og
kirkjunni örðugar.
Hættulegastur og mest áberandi af sér-
trúarflokkunum voru Albigensarnir, sem
um 1200 voru orðnir útbreiddir um alla
álfuna. Kölluðu þeir sig ýmsum nöfnum
í hinum mismunandi löndum, en kenning
þeirra var alstaðar hin sama, nokkurs-
konar framhald af hinni alkunnu tvíveld-
iskenningu Manikea.
Heimsskoðun þeirra var hin gamla
kenning um tvo guði, annan góðan, sem
skapað hefði sálirnar og hinn illan, sem
skapað hefði efnisheiminn. Þessvegna var
hið æðsta siðferði að kæfa allar holdlegar
girndir. Þeir höfnuðu hjónabandi og fjöl-
skyldulífi, og öllu, sem þeir kölluðu í and-
stöðu við andlegt líf. Sjálfir kölluðu þeir
sig »hina hreinu«, með tilliti til hreinlífis
síns. Hjá sumum hinum æstustu gekk
hreinlífið svo langt, að þeir sveltu sig í
hel. Flestir áhangendur þessarar stefnu,
gengu samt í hjónaband og sumstaðar
varð það ofan á að drepa holdsfýsnirnar
með aftaka ólifnaði.
Þessi heimsskoðun Albigensanna og
framkvæmdir hennar hjá almenningi
hlaut að reka til alvarlegra árekstra við
kirkjuna. Barátta kirkjunnar gegn þeim
varð því andleg barátta fyrir einu dýi’-
asta verðmæti kristinnar menningar, ein-
gyðistrúnni. Fyrir henni barðist kirkjan.
og sigi’aði að lokum. Meix-a djúp verður
naumast fundið milli skoðana, en milli
heimsskoðunar Albigensa og kii’kjunnar.
Lífið var þeim óhreint og vanheilagt;
náttúran, dauð og lifandi, djöfulsins vei’k,
en í augurn kirkjunnar var gjörvöll til-
veran fi’á hendi eins algóðs Guðs, hreint
og heilagt listavei’k, sem aðeins vai’ð
saui’gað af mannlegri synd.
Kirkjuvöldunum í Rómaborg var vitan-
lega áhugamál, að komast að afstöðu
Frans til þessarar sértrúarstefnu, og þá
sérstaklega af hvaða rótum meinlæta-
stefna hans væri runnin. Það gat einmitt
vakið tortryggni gegn honum, að hann
var frá Assisi, og hefir vafalaust gjört
það, því Assisi var ein af þeim borgum,
sem Albigensarnir höfðu náð miklum
völdum í, og það svo, að einn af þeim
flokki var þar æðsti maður árið 1203.
Maður var nefndur Pétur Valdes. Hann
var áður kaupmaður ríkur í Lyon en
gjörðist snögglega trúmaður mikill og
gaf burt eignir sínar og stofnaði trúar-
flokk, sem heimtaði algera fátækt og
eignaleysi af áhangendum sínum. Árið
1179 fékk hann heimild hjá Alexander
páfa III. til þess að prédika fólkinu iðrun
og yfirbót, en skuldbatt sig og sína menn
til fátæktar. En þegar árið 1184 varð
Lucius páfi III. að bannfæra Valdes og
áhangendur hans fyrir óhlýðni við kirkju-
völdin og boðun villutrúar.
Páfastóllinn var því af beyskri reynslu
búinn að læra, að varlega var farandi í
að leyfa hinum og öðrum ofstækismönn-
um nokkra andlega starfsemi innan
kirkjunnar. Reynslan var búin að sýna,
að flestir launuðu það traust illa. Frans
og bræðurnir voru því settir undir ná-
kvæma rannsókn, en Jóhannes kardináli
komst brátt að raun um, að hjá þeim var
ekkert að óttast. Þeir hölluðust ekki að
neinum flokki andstæðum réttri trú.