Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 42
184 NÝJAR KVÖLDVÖKUR má því vænta mikils af framhaldi Ferða- minninga. Þetta hefti skýrir frá veru höfundar á stýrimannaskólanum í Rönne, prófinu, heimkomu hans til íslands og stjórn á fiski- og flutningaskipi föður hans. —. En efnið hefði líklega orðið lítið í þetta bindi, ef útþráin og æfintýralöngunin hefði verið tæmd, þegar stýrimannsprófi var náð. Enda eru þessar frásagnir að- eins sem nokkurskonar inngangur aðal- viðburðanna, sem hefjast, er það sýni'r sig, að höfundur er ekki búinn að fá nóg af langferðunum, heldur tekur sig upp enn einu sinni, fer til Englands og ræður sig þar á langferðaskip. — Það er með á- nægju að lesarinn fylgir honum á þessari fyrstu langferð, sem hér er skýrt frá, um suðurhöfin og til Afríku. — Það eru ekki margir sjómenn eða ferðalangar, sem betur hafa notað athyglisgáfu sína en Sveinbjörn og sjálfsagt enn færri, sem kunna að segja frá því sem fyrir augu og eyru hefir borið jafn vel og hann. — Ljóðm&l, kvæði eftir Richard Beck. Winnipeg. 1929. Richard Beck prófessor við háskólann í North-Dakota er vel þektur maður hér í föðurlandi sínu, hefir hann ritað fjöl- margt um bókmentir í tímarit og blöð, og í öllu sem hann hefir ritað, hefir hann komið fram sem smekkvís og vel lærður maður í sinni grein, réttsýnn og velvilj- aður og auk þess sem sérstæður, aðlað- andi maður. Það eru einkum þessir tveir síðustu eiginleikar hans, sem gefa ljóðum hans verðmæti. Hann er skáld, hefir »lyriska« gáfu í talsvert ríkum mæli, án þess þó að hægt sé að telja hann i allra fremstu röð hvað snertir frumleika eða þrótt, en smekkvísi hans, lipurð í meðferð efnisins og hreinskilni hugans bæta það svo mik- ið upp, að manni þykir vænt um hann engu að síður. Hann er ekki einn þeirra, sem slær háa tóna á hörpu sína, en hið milda þung- lyndi, sem oft kemur fram hjá honum,. minriir á laufþyt og lóukvak — það er lyndiseinkunn, sem er íslenzk og nátengd íslenzkri náttúru. Eg get ekki neitað mér um að setja hér fyrsta versið af kvæðinu »Nótt«, sem mér finst sýna þetta vel: »Borgin sefur við fjallsins fót í faðmi nætur; vatnið blikar sem bráðið gull við bjarkarætur; þreyttu hjarta er svefninn sætur«. Ennþá betur kemur þetta þó fram í kvæðinu »Visnar vonir«, en þar eru þessi erindi: »Einmana’ eg geng um grundu; geng þar svo oft á kvöldum. gref mínar visnu vonir vetrar í snævi köldum. Gref þær, og græt sem barnið glitfögrum, mörgum tárum vonimar mínar visnu — vini frá liðnum árum«. En hann er enginn svartsýnismaður — hann á nýjar vonir jafnvel fyrir þær sem visnuðu: »Hver veit þó nema vorið, vermandi geislamundu, vonirnar mínar visnu veki sem blóm á grundu? Má vera’ að hulinn hlífi himneskur vemdarkraftur vonunum mínum visnu, veiti þeim lífið aftur?« — Þessi litla ljóðabók Richards Beck er honum sjálfum til sóma og eflaust verður hún mörgum til gleði og ánægju.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.