Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 44
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR það er í stuttu máli um það að segja, að sem allra flestir ættu að lesa það og hugsa um það, sem þar er sagt. — Það er auð- sjáanlega sprottið af innri þörf höf. til þess að berjast og beita sér fyrir einu fremsta nauðsynjamáli þjóðarinnar, því máli sem er þannig vaxið, að óhætt er að segja að undir réttri lausn þess er komin framtíðar-tilvera og velgengni þessa þjóðfélags. Ýmislegt er það auðvitað í ritinu, sem er þess eðlis, að orkað getur tvímælis, hvort höf. sjái rétt eða ekki, en þá er það annarra að leiðrétta það sem leiðrétta ber. Ritið er, segir höf. sjálfur, »samið f þeim tilgangi að glæða áhuga fyrir ný- rækt, nýbýlum og framförum í sveitum. Nýbýlamálið, út af íyrir sig, er eitt allra stærsta framtíðarmál hér á landi. Á vel við á þessu hátíðarári að minnast þess í riti. — Og framar alls væri ástæða til að hrinda því áleiðis á þessu ári, t. d. með samskotum, til að styðja félagsskap um málið«. Vér hvetjum sem flesta til að lesa bók- ina og óskum að hún mætti ná tilgangi sínum. Perlur, I. árg., 3.—4. hefti. Júní. 1930. Alþingishátíðin hefir freistað útgef- enda »Perla«, eins og margra annarra; hafa þeir sent út hátíðar-hefti — og tek- izt vel. — Eru þar nokkrar góðar ritgerð- ir, eftir ýmsa góða menn. Af skáldskapn- um, sem birtist, er flest eða alt mjög lag- legt, en fátt, sem festist í minni, nema kvæði Davíðs Stefánssonar, »Við kvörn- ina« — er það Gróttusöngur hins nýja tíma og talsvert áhrifamikill — og smá- saga, »Eins og gengur«, eftir Kristmann Guðmundsson. — En það, sem einkum gerir þetta hefti eigulegt, eru hinar mörgu og góðu myndir og kynning á ísl. list, sem það flytur. Dómarar. Vér skerum ei skarið af týru, þótt skoðum vér hjörtu og nýru. — Lítill er vandinn að vega og virða allt réttilega: Boðinn er bezti vitinn, Sá blindi skal dæma um litinn. — Lögmál um lýðsins hylli lásum vér spjaldanna milli: Fátt skal með þökkum þegið, þeim skal við steininn slegið og dregnir niður í drafið, sem djarfast sækja á hafið. Þeir yrkja ei eftir nótum, þeir eru valtir á fótum. — Það er ekkert af þeim að hafa, sem eftir perlum kafa. En hinum vér föllum til fóta, sem framar ei standa til bóta. Þeysa á gæfu-gandi garpar á þurru landi, þeir hafa þakkir hlotið, þeir hafa ísinn brotið, þeim vér fáum ei þokað, þeim er Helvíti lokað. Okkur er skemmt þegar skyggir, ef skuggana einhver byggir, ef nátt-tröll á nökkvum fljóta, en nýju skipin sín brjóta þeir, sem leita sér landa á langferð til ókunnra stranda. Þeir njóta ei hvíldar í náðum, því nú hefst leikurinn bráðum: Frýr skuturinn skriðar, skammt ferðlúnum miðar, drúpir hin dökka vofa, drengir í austri sofa.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.