Ný dagsbrún - 01.01.1904, Page 8
4
NÝ DAGSBRtfN.
þcirra óska verður að fara eftir efnahag og öðrum kring-
umstæðum. Ef þær leyfa, verður leitast við að gcfa út
kring um 20 arkir á ári, í 5 arka heftum á hverjum árs-
fjórðungi, og þess konar ársfjórðungsrit ætti að seljast fyr-
ir $1 um árið til áskrifenda.
Þótt efni og frágangur þcssa heftis vcrði ekki svo full-
kominn sem œskilegt væri, þá er ekki með því skotið loku
fyrir það, að hin nýja ’Dagsbrún1 geti með tfð og tfma
orðið sœmilega upplýsandi. Hver sá, sem ann útbreiðslu
únítariskra skoðana, er alúðlcga beðinn að leggja sinn
skerf til þess að svo megi vcrða, og ritið geti sem bczt
og fljótast fengið vöxt og viðgang. Það geta menn gjört
f fjármunalegu tilliti með þvf, að borga það skilvíslega
sjálfir, og útvega þvf sem flesta áreiðanlega kaupendur.
í andlegu tilliti geta menn gjört það með því, að vera ckki
nízkir við ritið á þvf, scm þeir ciga bezt í hugarfari sfnu,
hvort heldur í bundnu eða óbundnu máli. Það vita þcir
hvort sem cr bezt, sem bezt þekkja hinn únítariska trúar-
bragðastraum og aðrar trúfrelsishreifingar, að þær eiga
rjettmætan bróðurarf með öllu því, sem göfugast erog vit-
urlegast í hugskoti allra sannra framfarámanna.