Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 7
Nýjar kvöldvökur • Janúar—marz 1952 • XLV. ár, 1. hefti Páll H. Jónsson: I fylgd með þér, skáld. Þú tókst ntig að hlið þér og leiddir um gangstíg og götu ' í grátvið þíns eigin barms, og töfranna sjóngleri brást þú að óskyggnum augutn og opnaðir sjónhring míns hvarms. Og undrandi sá ég að launstígur þinn um lundinn var líka vegur míns harms. Er sólstöfum rignir á sefgræna, ylmandi runna og sofandi döggvota jörð þar inni, sem lundurinn veitt hafði öruggast athvarf og unun við mjúkan svörð. þitt fagnaðarljóð, sent þér leið þá af brennandi vörum er líka mín þakkargjörð. Hvort titrar þinn strengur af eldsárum harmi, eða harpan af himneskum fögnuði skín, hvort sumársins þrá, eða minning urn brotlegan bróður hún bindur í lögin sín, hvort hljómbotninn ómar af .sælu eða brennandi blygðun, það bergmálar fiðlan min. Hvort leggur þú fórnir á altari eldheitra nótta við áfengra vatna nið, og dansar við skógarins álfkonu ungtir og varmur og átti ekki stundar frið, eða leggur við djarfasta heit þitt og helgustu vonir, mitt hjarta það titrar við. i

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.