Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 14
8 VALGERÐUR N. Kv. til að vita um, skal ég verða yður hjálpleg nteð það að kynnast fólkinu." „Þakka yður fyrir, ætli ég kynnist því ekki smám saman sjálf.“ sagði Valgerður bros- andi, „og í dag höfum við sjálfsagt báðar nauman tíma. Fyrirgefið að ég hef tafið yð- ur.“ Valgerður beygði höfuðið í kveðju skyni og gekk sína leið. „Hún er ólík öðrum mönnum, hafi hún ekkert gaman af að heyra eitthvað um ná- ungann," tautaði Guðlaug og hljóp við fót til þess að koma í tæka tíð til fiskiþvottar- ins. Hinar stúlkurnar voru að byrja að þvo, og verkstjórinn stóð hjá þeim með úrið í hendinni. „5 mínútum of sein, Guðlaug." „Já,“ svaraði hún eymdarlega. „Ég stanz- aði örlítið hjá hjúkrunarkonunni til að vita, hvort hún gæti ekki ráðlagt mér neitt við þessu, sem ég hef alltaf í öðrum fætinum. Þú ferð vonandi ekki að draga af mér tíma fyr- ir það?“ „Ónei, ræfillinn, ætli ég geri það nú,“ sagði liann og gekk burt. Guðlaug leit á eftir honum og skellihló: „Þar plataði ég hann laglega! Ég lief aldrei fundið til í fætinum og nefndi engan las- leika við Hjúkru, en ég komst nú að dálitlu samt. Hvað haldið' þið, að hún hafi verið að gera í morgun?“ „Ganga sér til heilsubótar,“ svöruðu tvær í einu. „Nei, ónei, hún var að gera það, sem eng- in okkar getur.“ „Ekki þó að vera hjá neinum veikum?“ sagði Sólveig. „Sei, sei, nei, hún var að — synda!“ „Að synda?“ liöfðu sumar eftir, og undr- unars-vipur kom á flest andlitin. „En hvað hún á gott að kunna að synda,“ sagði Sól- björt. „Biddu hana að kenna þér það, henni lízt ekki svo illa á þig. Ekki spurði hún um nafn á neinni stúlkunni nema þér,“ sagði Guð- laug. „Og sagðirðu henni það?“ „Já, þó væri, rakti ætt þína alla leið frá Adarn og sýndi henni, hvar þú ættir heima.“ Og Guðlaug ganila hló dátt. „Æ, hættu nú þessu,“ sagði Sólbjört ön- uglega. „Hún hefur víst aldrei spurt neitt um mig. Ég held maður þekki bullið í þér.“ „Satt er það nú samt.“ Og Guðlaug ham- aðist að bursta fiskinn, en Sólbjört sneri tal- inu í aðra átt. Þegar Valgerður kont lieim að húsi sínu, stóð ungur maður fyrir utan hinar dyrnar. Hann gekk fáein skref í áttina til hennar og bauð henni góðan daginn. Hún tók því þýð- lega. „Ég bý hérna hinum megin í húsinu,“ sagði hann, „og mér væri það ánægja, ef þér vilduðjeita til mín sem næsta nágranna, ef þér þyrftuð á einhverri hjálp að halda.“ Valgerður virti hann fyrir sér. Var það mögulegt, að þetta væri maður konunnar, sem kom til hennar í gærkvöldi. Þar hlyti að vera ærinn aldursmunur. „Ég þakka yður fyrir,“ svaraði hún. „Kon- an yðar kom til mín í gærkvöld og bauð mér það sama. Ég er viss um, að við munum verða góðir nágrannar. En hvað heitið þér annars?“ „Sigvarður." Hann hikaði lítið eitt og bætti svo við feimnislega: Ég bý með móður minni. Það var hún, sem kom til yðar í gær- kV()ldi.“ „Það mátti ég nú annars vita," sagði Val- gerður og brosti glaðlega. „Hvað eigið þér rnörg systkini?" „Átta, en fjögur þeirra eru fermd." „Og þér vinnið fyrir þeirn, sem í ómegð eru með móður yðar. Það er drengilega gert. — En eigum við annars ekki að segja þu, ná- granni góður?“ Hún rétti honum höndina og brosti. Hann roðnaði út undir eyru og tók í hönd hennar, hægt og varlega. „Það þykir mér vænt um,“ sagði hann hægt og leit niður fyrir sig. (Tramhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.