Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 23
"N. Kv. SVEINN SKYTTA 17 „Ég átti ekki á öðru von,“ svaraði Sveinn rólega. „Áttu nokkra ósk fram að færa áður?“ „O nei; ég hef verið við dauða mínunr búinn frá fyrsta degi, sem ég tók að vinna Svíum ógagn. Og þér megið trúa því, lierra ofursti," mælti Sveinn og brosti, „að síðan liefi ég oft og tíðum verið í meira návígi við dauðann en þessa stundina." „Óskar þú, að herpresturinn lesi Drottins bæn yfir þér áður?“ „Já, mér er þökk á því!“ mælti Sveinn. Sparre gekk yfir að varðstofunni, en þar fyrir utan stóðu allntargir hermannanna, er ltöfðu verið vottar að því, sem fram fór. Ofurstinn nefndi einn hermannanna á nafn og tók hann með sér afsíðis á hlaðinu. „Bent Arvedson!" mælti hann. „Frá því er þú varst ofurlítill drengur, hef ég verið þér góður og hliðhollur og reynzt þínum gömlu foreldrum vel og látið þau fá aðset- ur og umhirðu á sveitasetri mínu lieima í Upplandi. Það er í fyrsta sinn, sem ég minni þig á þetta, og það er sökum þess, að þú átt nú að gera mér greiða í endur- gjaldsskyni og reynast eins vel, og þér er frekast unnt.“ „Æ, herra ofursti!" svaraði ungi piltur- inn einlæglega. „Ég mundi gjarnan láta líf- ið tvívegis fyrir yður, náðugi herra!“ „Nú er ekki um það að ræða, heldur að- eins það, að þú velur þér sex menn úr flokki félaga þinna, menn sem þú þekkir vel og treystir fullkomlega. Þið hlaðið svo riddarabyssur ykkar og standið á verði, liver við sínar dyr, sem snúa hingað ofan- eftir frá höllinni. Enginn af lieimafólkinu þorir að konta út í húsagarðinn og enn síð- ur að nálgast fangann, án þess að hafa leyfi húsbænda sinna til þess. Sjálfir eigið þið að hafa vakandi auga á því, hvað hann hefst að, og þegar við hina allra minnstu grun- samlegu lireyfingar hans, hlaupið þið að honum, setjið byssur ykkar fyrir brjóst hon- um og hleypið af. Að því loknu hafið þið framkvæmt vilja yfirhershöfðingjans og minn, sameiginleoa. — Hefirðu skilið mig fyllilega?" „Nákvæmlega, strangi herra!“ svaraði hermaðurinn. „Þér megið treysta mér. Skip- anir yðar skulu verða framkvæmdar.‘‘ „Það er gott, komdu þá með mér til þorp- arans.“ Og er þeir komu til Sveins, mælti ofurstinn: „Þegar Jrú sagðir áðan, að Jrú hefðir stundum áður fyrr verið nær dauða þínum en þá stundina, hafðir þú eflaust einhver skálkabrögð í huga! Nú ætlum við að girða fyrir það. Þegar við hittumst í skóginum fyrir skönnnu, hét ég þér meiru heldur en ég gat efnt. Að þessu sinni ætla ég að efna meira, heldur en ég heiti. Farðu Bent og athugaður, livort böndin um úlnliði hans eru nægilega vel hnýtt, og lengdti dálítið í Jieim, ef |jú getur.“ Bent gerði sem honum var boðið. „Hermaður," sagði Sveinn, „þú bindur mig alveg, eins og þú værir slátrari.“ „Ekki ætlast ég til þess,“ mælti Sparre; „liertu aðeins hnútana, svo að hann geti ekki losað hendurnar, og síðan festirðu lausa enda bandsins í járnhringinn þarna í múrveggnum." Sveinn fylgdi piltinum mótjrróalaust yfir að veggnum og lofaði honum að binda sig í járnhringinn. „Sjáum nú til, Sveinn minn góður!“ mælti ofurstinn, „nú hef ég lokið mínu um- stangi, og geturðu svo farið að beita þínum brögðum. Og takist þér nú að losa þig og komast undan, mun ég telja þig snjallasta náunga í allri Danmörku! Vertu nú sæll, og guð sé þinni syndugu sál náðugur." „Það vona ég að hann verði,“ svaraði Sveinn, jafnrólegur og liann hafði verið til þessa. „Þér gleymið vonandi ekki að senda herprestinn til mín, herra ofursti?" „Hann mun koma að vörmu spori, og þá getur þú, Bent, fylgst nteð honum og staðið síðan í þriggja skrefa fjarlægð frá þeim.“ 3

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.