Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 44
38 SVEINN SKYTTA N. Kv. með tólf riddara, og Sparre ofursti með sex- tíu, og leituðu allir að slóð Sveins og félaga iians. Sveinn hafði hugsað sér að italda þaðan, er þeir nú voru komnir, yfir ísinn norður til Kaupmannahafnar, því að á þann lrátt yrði leið hans um þremur mílum styttri, og enda eigi eins hætt við, að þeirra yrði vart. Hann hafði skilið við Ib miðja vegu milli þorpsins og Kjöge lijá dálitlum fiskimanna- kofa neðan undir sjávarbökkunum, hér um bil tvenn skotmörk frá sjónum. Kofahurð- in var bundin aftur nreð snærisspotta, og Sveinn sá fiskimanninn úti á ísnum með sleða í eftirdrægi og skutul í hendi sér. Var hann þar að skutla ál niður um vök í ísn- um. Sveinn hafði því nægan tíma til að grafa hjörtinn niður í snjóinn, áður en liann gengi upp á bakkann og kallaði á fiski- manninn. Maðurinn brosti, er Sveinn spurði hann, hvort hann gæti flutt sig yfir ísinn til höfuðstaðarins. „Jæja, þér eigið þá erindi til Kaupinliafn- ar?“ spurði maðurinn. „Eg er sendur frá herragarðsráðsmannin- um til húsbænda minna í höfuðstaðnum,“ svaraði Sveinn. „Þér getið talað frjálst og opinskátt," sagði fiskimaðurinn, en var þó með nokkr- um efasvip. „Eg er ærlegur maður, herra, og hef veitt leiðsögu yfir Kjögeflóa mörgum af yðar mönnum," „Af mínum mönnum?" endurtók Sveinn hikandi. „Já, ég held nú það. Mönnuni í bænda- búningi ytra, en í silkiklæðum innan undir. Nú nýskeð um Valentínusarmessu fylgdi ég liennar náð frú Hannibals greifa Sehe- steds og ungri dóttur hennar þessa leið upp til borgarinnar. Þær sögðu sig einnig vera bændafólk og voru þannig búnar, en fætur þeirra og liendur gátu þær ekki falið, þau sögðu sína sögu. Fæturnir voru smáir eins og barnsfætur, og hendur þeirra hvítar eins og á Maríu mey á altaristöflunni í kirkj- unni. Þær iiöfðu einnig dálítinn böggul með sér og sögðu, að það væri fatnaður. En þegar ég tók við honum, hljómaði í hon- um eins og af silfri og gullinu dýra.“ „Sveinn brosti. Ég hef líka bögguf með mér,“ sagði hann. „Atti ég ekki von á því,“ svaraði fiski- maðurinn. „Jæja þá, við flytjum þá von- andi bæði hann og yður, hvert sem þér óskið. Og þér munuð verða betur settur en greifa-mæðgurnar, því að þær urðu að bíða tvo heila daga, meðan ég lét smíða mér sleða og setja járndrög undir hann. Þær héldu til hérna í kofanuin mínum á meðan og snæddu minn fátæklega verð. Og þegar \ ið komum á land við Kálfabúðir, gaf frúin méi: fimm ort fyrir ómakið. Það var gott kaup fyrir þrjá daga.“ „Ég greiði yður helmingi meira,“ sagði Sveinn. „Gerið þér það?“ sagði bóndinn, og ljós- blá augu hans blikuðu af gleði. „Ég tek við því með þökkum í guðs nafni. Ég er að safna í sarpinn, eins miklu og mér er unnt, til að kaupa nrig lausan úr bólfestunni. — En hvenær ætlið þér að leggja af stað?“ „í kvöld, býst ég við,“ svaraði Sveinn, „því að nú er ég þreyttur og hvíldarþurfi.“ „Þá skal ég líka vera tilbúinn,“ svaraði bóndinn. „Nú skulum við fara inn, og síð- an getið þér fengið jafn gott rúm og greif- injurnar tvær.“ — Síðdegis rétt fyrir rökkrið kom Ib aftur. Hann hafði enn ekki lokið vísu þeirri, sem liann hafði byrjað á í hálmækinu, og söng nú fullum rómi, er hann nálgaðist kofann. Fiskimaðurinn var að búa sig til ferðar. Þegar Ib heyrði, að Sveinn væri sofandi, settist hann að fyrir utan kofann og fór að spjalla við manninn. „Þér ætlið sennilega yfir um með hinum herranum?" spurði fiskimaðurinn, sem var að flétta sér hálmband í sleðann. (Tramhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.