Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Page 33
N. Kv. SVEINN SKYTTA 27 „Hann skaltu fá, kona góð!“ mælti Man- heimer og gekk burt úr stofunni. Er Surtla var orðin ein eftir, nuddaði hiin saman höridunum og hló hæðnisbland- inn kuldahlátur. Síðan tók hún vínflösku á borði höfuðsmannsins og tæmdi hana. Hálfri stundu síðar hafði riddarasveitin lagt af stað frá bændabýlinu. Surtla reið við hlið Manheimers höfuðsmanns. Um bogna pg beinabera kerlinguna flaksaðist blá ridd- araskikkja. XXI. Á leiðinni. Nóttina eftir kveiktu Gjöngemenn í stórri heybirgðaskemmu fyrir norðan Jungshoved til þess að beina allri athygli Svíanna í þá áttina, en með því höfðu þeir Sveinn og menn hans frjálsari hendur hin- uni megin hallarinnar. Sveinn fékk því gott næði til að grafa upp tunnu sína og flytja hana yfir í haugskýlið. Síðan tók hann úr henni peningana ásarnt nokkrum skjölum, sem gengið var frá í tveimur skinnlrulstr- um, og saumaði allt saman inn í kviðarrým- i.ð á nýskotnum hirti. Hjört þennan höfðu þeir tekið sarna kvöldið af veiðimanni Tyge Höegs léns- manns, ásamt bréfi, sem hann átti að fara með til aðalstöðvar Svía í Kjöge. Og nú ætl- aði Sveinn að reka erindi þetta sjálfur á sína vísu, og iiöfðu þeir Ib því búið sig eins og herragarðsskyttur. Þetta kvöld Iiafði allmargt Gjöngemanna safnazt saman í haugskýlinu. Var auðséð, að þeir voru búnir til langferðar, og hafði hver J^eirra troðinn malpoka, sem borinn var á öxlinni. Allir höfðu þeir skotvopn og fjölda Iítilla púðurhorna, æm þeir báru í ól, er knýtt var í sauðband. Efnt var nú lreit það, er Sveinn hafði gefið ríkisráðinu, sem færzt hafði undan að senda honum vopn; þau hafði Sveinn nú útvegað sér sjálfur. A byss- unum öllum voru sænsk merki, og þær voru mjög vel hirtar. Var auðséð á svip sumra mannanna, að þeir hefðu nýlega eignazt þessa dýrgi'ipi. Sveinn var þögúll; meðan hann var að ganga frá peningapokunum, og flestir voru mennirnir alvarlegir á syip. Anna María sat á heyfleti með litla son sinn á fanginu og leit ekki af Sveini. „Þá er því lokið!" mælti Ib og skaj sund- ur seglgarnsspottann, sem þeir höfðu notað til að staga saman hjartakviðinn. ,,Og nú erum við loks tilbúnir." „Hvernig er veðrið fyrir utan?“ spurði Sveinn. „Dinnnt og þokuslæðingur.“ „Þá er bezt að leggja af stað,“ mælti Sveinn, „hver sinni sínu verki. Drottinn sé með okkur öllum. Væntanlega liafa allir skilið, hvað fyrir þá er lagt?“ „Já,“ svöruðu mennirnir. Sveinn sagði enn fremur: „Sex ykkar fara af stað rétt á eftir okkur og dreifa sér um sveitina en alls staðar þar sem þið hittið á heybirgðir Svíanna, staldrið þið við, þangað ti! þið hafið kveikt vel í þeim, Ég mun efna orð mín og greiða einn ríkisdal fyrir hvert forðabúr, sem brennur; en þar eð mér er kunnugt, að hverjum ykkar er umhugað að vinna fyrir sínum launum, get ég allt eins vel borgað ykkur fyrirfram. Þið eruð hug- rakkir piltar og ósmeykir albr saman, og segi ég við ykkur: Farið og fellið sænskan höfuðsmann, þá gerið þið það. — Hérna, piltar mínir, hraustir drengir! Hérna hafið þið peningana undir eins, og dálítið í við- bót.“ Sveinn lagði peningapyngju í lófa Abels og þrýsti hönd hans. „Þið hinir vitið, hver.t lialda skal, og hvað fyrir höndum liggur. — Og nú förum við.“ Anna María setti barnið á sfólfið og ffekk o o o til Sveins. „Við skulúm fyrst lesa Faðirvorið,“ mælti hún, „og signa okkur, þá mun blessun fylgja ferð þinni.“ Sveinn draup höfði, tók ofan og beygði kné og kraup á gólfinu. Hinir allir fóru að dæmi hans, litli drengurinn kraup við hlið föður -t*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.