Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 15
N. Kv. Guðmundur Frímann: BjarniGíslason frá Kálfárdal Einn a£ þekktnstn hagyrðingum í Skaga- firði í upphafi þessarar aldar var Bjarni Gíslason, er kenndur hefur verið við Kálf- árdal í Gönguskörðum. Bjarni er fæddur árið 18S0. Faðir hans var Gísli, er um skeið var vinnumaður eða ráðsmaður hjá sr. Jóni Hallssyni í Glaumbæ. Ekki veit eg, livað nióðir Bjarna hét, rié annað um ætt hans og uppruna, en bróður átti'hann, er Gísli hét. er einriig var hagyrðingur góður. Eins og fyrr segir, dvaldist Bjarni mikið af uppvaxtarárum sínum í Kálfárdal hjá vandalausum, og stundaði hann venjulega sveitavinnu og æ síðan. Eitthvað mun hann hafa fengizt við barnakennslu á vetrum. Fyrir mörgum árum hvarf Bjarni suður á land, og þar muri liann hafa dvalið síðan. Hef eg engar spurnir haft af honurn síðan. Dálítið vísnasafn eftir Bjama er í Stuðla- málum II, en þar sem margir vísnavinir fflunu eiga það safn, verða þær vísur að mestu sniðgerignaf hér. Snmar vísur Bjarna eru landskunnar, svo sem þessi: Illt er að íinna eðlisrætur, allt er nagað. vanans tönnum. Eitt er víst, að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Margar vísur Bjarna eru með glæsibrag og sýna, að honum hefur verið létt um að yrkja: Uni eg nú.við strit og stríð, stefni að hinzta máti. Líti eg .yfir liðna tíð, liggur mér við gráti. Eg hefi kynnzt við trega og tál. trúin finnst mér lygi. Ljósblik innst í eigin sál er mitt hinzta vígi.1) Gremjusleginn geðs um þey, girnist feginn næði. Heimur segir, að eg ei auðnuveginn þræði. Bjarni Gíslason var hughrifamaður og til- finningaheitur. Bera vísur lians þess ljósan vott. Hann mun hafa verið vínhneigður nokkuð á yngri árum, og voru honum þá oft vísur lausar á munni. Þetta hversdagsleiða líf lamar sálarkraftinn, að hafa hvorki vín né víf að verma á sér kjaftinn. Um tvítugsaldur var Bjarni trúlofaður ungri og myndarlegri stiilku, af merkum skagfirzkum bændaættum. Þau kynni fóru a£ einhverjum ástæðum fljótlega úr reip- unum, og giftist þessi stúlka nokkru síðar ungum rnanni, er hóf um það leyti verzl- unarrekstur í Reykjavík. Bjarni mun hafa séð eftir þessari ástmey sinni, og kenndi hann henni um, livernig fór. Orti hann nokkrar vísur til hennar, og eru þær harla beiskyrtar. Fara þær hér á eftir, eins og eg heyrði þær í æsku: Þú hefur oft í örmum mín unað hlýjum tökum, mun því rétt að minnast þín meður nokkrum stökum. 1) í Stuðlamálum er þessi vísa talin upphafsvísa vísnaflokks, er ber fyrirsögnina Ljósblik. Eg hygg, að vísan hafi verið sjálfstæð í upphafi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.