Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 29
N. Kv. SVEINN SKYTTA 23 „Sást þú það!“ sögðu báðir forviða. „Ég veit líka, hvað í henni var.“ „Veizt þú kannske líka, hvar hún er?“ „Þú stendur núna á henni.“ Sveinn var alveg sem steini lostinn. Tanr mælti: „Það var einmitt ég, sem hafði gert vökina í ísinn, sem þið veltuð tunnunni ■ofan í, því að ég hafði lagt álagildrunum mínum í vökina. Og þegar ég dró netið upp, var tunnan föst í því, og ég dró hana á land. Ég lá sem sé uppi á loftinu í kofanum, sem þið gistuð í urn nóttina, og ég lreyrði allt tal ykkar. Þegar ég fékk tunnuna í netið og varð var, hve nrikið var í henni, varð ég himinlifandi glaður og þakkaði guði mín- um á hnjárn fyrir að liafa hagað því þannig, að nú gæti ég bætt að nokkru brot mitt gegn þér. Ég gróf svo tunnuna hérna ofan í skafl- inn og beið þess, að þú kæmir aftur.“ „Hvernig gaztu vitað, að ég myndi koma aftur? Þú sást þó, að Svíarnir höfðu tekið mig til fanga.“ „Já, víst sá ég það, Sveinn! En svo Hljóp ég yfir í skóginn og náði í litla drenginn hans Abels og bað hann að segja föður sín- um, hvernig komið væri fyrir þér. En það- an hljóp ég síðan til Bents og Vangs og sagði þeim sömu sögu. Þeir vildu ekki trúa mér, og Bent lienti ísköggli á eftir mér, og Jens járntreyja batt mig við tré, svo að ég skyldi verða að standa þar, þangað til hinir kæmu, og þá myndu þeir siga hundunum á mig. Ég gat þó loks fengið þá til að sleppa mér og hljóp síðan til allra manna þinna til að gera þeim aðvart. Þetta tók allan dag- inn en í rökkrinu var ég þó búinn, og þá höfðu þeir líka náð tali af Ib og tóku nú að flykkjast saman út úr skógunum úr öll- um áttum. — Og þá vissi ég, að þú mundir koma aftur í ljós, áður en langt liði,“ sagði Tam að lokum með einlægum trúnaði. Sveinn komst við og rétti Tam höndina. Hann greip hana með báðum höndum sín- um, laut niður og kyssti hana. Því næst sneri hann sér að Sveini og mælti, en tár- in hrundu niður skorpnar kinnar lians: „Ég bið þig svo innilega fyrirgefningar!" Sveinn svaraði því engu, en klappaði Tam á öxlina. ,,Tam!“ kallaði nú Ib upp og var orðinn dreirrauður í andliti af því að reyna að halda sér í skefjum. — „Það hefur þá verið þú, skelmirinn þinn, sem stalst öllum góða matnum okkar um nóttina! Nú þykir mér svei mér vænt um þig.“ „Það var allt lienni að kenna, kerlingar- skömminni, að svona illa hefur farið fyrir mér,“ mælti Tam. „Við minnumst ekki á það framar,“ mælti Sveinn. „Tam! Nú ertu félagi minn á ný, alveg eins og áður.“ Fölt og skorpið andlit Tarns ljómaði nú af óumræðilegri glelði, liann gat ekki stillt sig, heldur tók hann að hoppa og skoppa í snjónum allveg eins og krakki. „Hamingjan góða!“ kallaði hann upp yf- ir sig, „aldrei liafði mér kornið til hugar, að ég mundi fá þessi orð að heyra framar. — En hinir?“ sagði hann allt í einu. „Þeim er illa við mig. Viltu þá kannske tala mínu máli við þá?“ „Líttu srtöggvast á mig, Tam!“ sagði Ib, um leið og liann stillti sér upp fyrir framan hann og rétti úr sér. Þannig lít ég nú út, og þú veizt manna bezt, hvílíkur vargur ég get verið, reiti nokkur mig til reiði. Og heiti ég þér nú við sáluhjálp mína og þína líka, að ekki einn einasti af mönnurn vorum skuli einu sinni þora að depla til þín aug- um, ertu þá ánægður?" „Og peningarnir okkar, peningarnir okk- ar!“ sagði Sveinn allt í einu fagnandi og sló á öxlina á Ib. „Guði sé lof og prís fyrir að við l'engum þá aftur. Nú höldum við af stað og látum þá liggja hérna vel geymda þang- að til í kvöld. Kom þú með okkur, Tam! Inni í haugskýlinu liittum við okkar menn, og þeir skulu sannarlega fá að heyra, hvern- ig þú hefur farið að því að bæta fyrir brot þitt og það rækilega."

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.