Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 13
N. Kv. VALGERÐUR 7 heyrði óljóst mannamál frá sambýlingum •sínum hinum megin í húsinu. Ingibjörg, sambýliskona hennar, hafði litið inn til hennar um kvöldið og boðið henni að leita til sín, ef hún þyrfti einhvers með. Þetta var góðleg kona, miðaldra, en dálítið mæðuleg. Ef til vill væri hún fátæk, þótt svo sem margt annað böl gæti nú beygt lund manna. Valgerður gat ekki fest svefninn undir eins. Atburðir dagsins liðu um huga hennar. Borðhaldið hjá jenssen kaupmanni hafði verið fremur leiðinlegt. Unga stúlkan, sem hún hafði séð um morguninni, þjónaði þar aftur að borði, og enn veitti Valgerður þ\ í eftirtekt, að þau Skúli litu aldrei hvort til annars. Aftur á móti var hann mjög kurteis gagnvart henni sjálfri, bauð henni allt það bezta, sem á borðum var, og hélt uppi sam- ræðunt við hana, þegar skipstjórinn og kaupmaðurinn ræddu sín á milli um verzl- unarmál eða annað það, sem hún fylgdist ekki með. En samt hafði lienni þótt Ski'di fremur leiðinlegur. Auðvitað sakaði það ekki, því að héðan af myndu Jrau sjaldan sjást, og þá aðeins sem hverjir aðrir ókunn- ugir. — F.n skyldi nú takast áform hennar og aðal- erindi til Skagaþorps? — Þetta, sem enginn vissi um, og enginn mátti vita um. Hún yrði að finna Oddnýju sem fyrst. Ja, sú myndi þó verða heldur en ekki hissa. F.n þetta t arð nú sarnt að gera tafarlaust, því að annars gætu þær hitzt á almannafæri fyrir allra augum, og þó mátti enginn vita, að þær væru kunn- ugar. Guð gæfi, að Oddný gæti fært henni góðar iréttir. Morguninn eftir taknaði Valgerður snemma eftir væran svefn og flýtti sér á fæt- ur. Daginn áður hafði hún veitt því eftirtekt frá skipsfjöl, að utanvert við þorpið var of- urlítill klettabás, sem lukti um dálitla vík með malarsandi. Hún batt nú sundföt sín í ofurlítinn böggul, lokaði húsinu á eftir sér og gekk í áttina til víkurinnar. „Þetta get ég nú víst ekki látið eftir mér á hverjum morgni,“ hugsaði Valgerður, ,,en gott er þó, ef það tekst, meðan varir." Morgunreykinn lagði þegar upp úr ein- staka húsi, og mætti hún fáeinum karl- mönnum, er stefndu til verzlunarhúsa Jens- sens. Htin kleif auðveldlega niður lág kletta- þrepin og stóð þegar í sendinni fjörúnni. Skipti hún fötum í snatri og óð út í sjóinn og synti síðan nokkra hringi út á víkina, en gætti Jress vel að fara aldrei svo langt, að hún sæist fram undan klettunum. Síðan synti hún svo til lands aftur og sat þar stund- arkorn á steini og lét sólina verma sig og þurrka. Klæddi hún sig síðan í snatri, klifr- aði upp klettajrrepin og gekk rösklega heim á leið. Á götunni mætti Valgerður einni og einni verkakonu, sem var að fara til fiskþvotta. Þær buðu lienni góðan daginn, sumar lágt og feimnislega, aðrar djarflegar, en allar litu Jrær forvitnisaugum til hennar og gengu hiklaust áfram. Aðeins Guðlaug gamla nam staðar og spurði undrandi: „Hvað er að tarna, hví er svona blautt hárið á yður, þér hafið þó vonandi ekki dott- ið í sjóinn?“ Valgerður hló og veifaði í hendi sér bögglinum með blautum sundfötunum. „Nei, en ég óð út í hann og synti svo dálít- inn spöl.“ Guðlaug skellti á lærið. „Er ég nú ekki aldeilis hissa, er það ekki voða ónotalegt?" „Þvert á móti, það er fjarska hressandi,“ svaraði Valgerður. í sama bili gekk fram hjá Jreim unglings- stúlka, svarthærð og dökkeyg. Hún bauð góðan dag, en svo lágt, að varla heyrðist, og leit ekki upp. Valgerður horfði á eftir henni. „Hvað heitir Jressi stúka?“ spurði hún og leit til Guðlaugar. „Það er hún Sólbjört, dóttir hennar Oddnýjar og hans Sveins. Þau búa þarna í litla, græna lnisinu lengst í burtu. — Skyldu það vera einhverjir fleiri, sem yður langaði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.