Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 36
30 SVEINN SKYTTA N. Kv. lieimer og' dró skinnhanzkann af liægri iiendi sér. „Gerir þú það réttilega, þá lief ég túmark handa þér í vasa mínum.“ „Hvernig getið þér vitað, hvort ég spái rétt eða ekki?“ spurði Surtla og gaut til hans lymskulegu liornauga. „Mér hefur verið spáð einu sinni áður,“ svaraði höfuðsmaðurinn, „og það gerði frægur maður, eflaust meistari í samanburði við þig. Getir þú nú spáð mér því sama og hann, þykist ég vita, að þú segir satt og kunnir þínar kúnstir." „Réttið mér þá höndina," svaraði Surtla. Þau létu hestana lötra. Kerling greip hönd Manheimers og rýndi í hana stundarkorn með mikilli athygli. „Þetta voru kynlegar rúnir!“ mælti hún rétt á eftir. „Ég hef nú mörgum manninum spáð um dagana, bæði lífi og dauða, en aldrei bef ég áður séð slíkar rúnir og í lófa yðar. Hverju hinn mikli meistari hefur spáð, er mér ekki kunnugt, en í lófa yðar stendur skráð, að þér munið hvorki deyja í vatni né á þurru landi. Kemur það heim við það, sem yður hefur áður verið spáð?“ ,J,á, að vissu leyti,“ svaraði Manheimer iuigsi. „Að vissu leyti. En er þar ekkert urn það skráð, að ég eigi að verða ríkur maður?“ „Æ, nei, strangi lterra höfuðsmaður!” svaraði Surtla. „Það er aldrei í hönd ntanns skráð!“ „Hvar þá?“ „í iiöfuð lians; — því að ég býst við, að það sé ekki undir öðrum en sjálfum okkur kornið, hvað við verðuin hér í heimi. — I-Iérna erum við þá komin að bæjunum. Nú farið þið þangað heim og látið menn og hesta hvíla sig, en haldið vörð um veginn, meðan ég bregð mér burtu til að leita frek- ari frétta." — Klukkan var nærri tvö um nóttina, er Gjöngekarlar kornu inn í víðáttumikinn skóginn, er lá á milli Everup og hinnar nýju Herreborg, sem Jens Sparre hafði látið reisa 1609 á rústum hinnar gömlu Paddeborgar. Kaldur norðanvindur næddi, og skýjafar \ar mikið og dinnnt í lofti með einstaka stjörnu í rofi öðru hvoru. Að þessu sinni var það tilviljun ein, er því réði, að óvinir S\eins fóru á mis við hann, þar er Man- heimer hafði haldið of langt vestur eftir, og Sparre ofursti, sem haldið hafði áleiðis til Kjöge, var nú kominn á undan Sveini hinum megin. Sveinn liélt nú áfram miðja vegu milli iiinna tveggja flokka, er leituðu hans, og þar eð honum voru vel kunnir allir stígir, götuslóðar og krókaleiðir, hélt liann sig ætíð í námunda við skógana, því þar var fylgsnis fyrst að leita og fljótast. Fjórir Gjöngemenn fylgdust með sleða hans. Tveir þeirra skotmáli á undan, en hinir jafn langt á eftir. Þegar komið var inn í SparrelKÍlms skóga, rak Sveinn upp ugluvæl til manna sinna og nam því næst staðar. Hann litaðist um og mælti síðan glaðlega við Ib: „Jæja, þá er nú svo langt komið heilir á luifi, og býst ég nú við, að lokið sé versta kafla leiðarinnar. Nú tökum við okkur bita og gefum liestinum, áður en við höldum áfrarn. Með sama áframhaldi ættum við að ná skógarflæminu hjá Lellinge fyrir dög- un.“ „Og enn fljótari munum við verða, er við komurn lengra inn í skóginn, þar sem Jesper bíður okkar með óþreyttan hest,“ mælti Ib, um leið og liann tók malpoka sinn og lagði ofan á hjörtinn. Síðan mötuðust þeir Sveinn og Ib í næði. En ekkert sást til hinna mannanna fjögurra. Er ugluvæl Sveins hafði gefið þeim til kynna, að sleðinn nærni staðar, færðu þeir sig lengra út að skógarjaðrinum, héldu þar vörð og hleruðu og skyggndust vel um í allar áttir. Staður sá, er Sveinn og Ib höfðu kosið sér til hvíldar, var svonefnt viðarrjóður, en svo voru nefndir staðir þeir í skógi, þar sem höggvinn var eldiviður og hlaðið var upp í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.