Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 39
SVEINN SKYTTA 33 ;N. Kv. varúðar. Og' við skotið utan úr skóginum prjónaði hestur hans og steyptist síðan dauð- særður niður í snjóinn. Höfuðsmanninum tókst að losa sig úr ístöðunum og varpa sér af baki í tæka tíð. Um leið og hann sneri sér við, sá hann einn riddaranna riða í söðli og hníga fram á makka hestsins. Kúlan hafði farið í gegnum brjóst lians. „Ekki þarf liann meira,“ sagði Surtla er nú kom fram úr fylgsni sínu og greip taum- inn á hesti hins fallna. „Takið nú skamm- byssur yðar, herra, og stígið hér á bak, svo að við getum haldið áfram.“ Manlieimer hlýddi þessu og skipaði síðan að halda áfram. í viðarrjóðrinu höfðu þau getað séð hindrunina í stjörnuljósinu, þar sem trjá- greinamar virtust svartar gegn snjónum í rjóðrinu. En er lengra kom inn á milli trjánna, og skógurinn varð þéttari, hvarf einnig þessi skíma, og allt varð hulið óskemmtilegu myrkri. En þrátt fyrir það rak Surtla alltaf á eftir Manheimer og sagði hon- um að ríða hraðara. „En þúsund drísildjöflar! “ hrópaði höf- uðsmaðurinn. „Getur þú þá aldrei orðið þreytt, konukind?" „Nei, strangi herra,‘ ‘svaraði kerling og hló háðslega. „Ég get aldrei orðið þreytt á leiðinni, en Sveinn ekur hratt, þekki ég hann rétt og auk þess er jafn bjart fyrir okkur sem fyrir hann.“ í sömu svifum varð skyndilega einhver órói meðal riddaranna, nokkrir hestanna hrösuðu og hnutu, og öll röðin stöðvaðist. í sama vetfangi kvað við tvöfaldur skothvell- ur. „Hver djöfullinn er nú laus?“ hrópaði Manheimer, er hann sá Surtlu steypast í koll með hesti sínum, og það glaðnaði yfir hon- um, er hann bjóst við, að nú hefði hún feng- ið nóg. „Það er strengdur kaðall yfir veginn milli trjánna,“ sagði Surtla og reis upp frá dauð- um hestinum. „Ljáið mér sverð yðar snöggv- ast, svo að ég geti höggvið það sundur, og s\ o höldum við áfram.“ Manheimer rétti henni sverðið og sagði: „Hvernig hugsarðu þér að halda áfram hest- laus?“ Surtla skar sundur kaðalinn og rétti höf- uðsmanninum aftur sverðið. „O, sei-sei, jú!“ svaraði hún og glotti, „ráð er við öllu nema ráðaleysi." Að svo mæltn þreif hún um söð- ulboga Manheimers og steig upp á fót hans, og áður en hann hafði áttað sig á tiltæki hennar og getað aftrað því, var hún komin á bak fyrir aftan hann. Höfuðsmaðurinn leit við, bólginn af bræði, en Surtla stakk þegar upp í hann og stöðvaði illyrði þau, er hún þóttist sjá í vændum, og hvíslaði: „Við skulum liraða okkur áfram. Þér get- ið svei mér þurft á hjálp minni að halda. Sjáið þér þarna, beint framundan, þar sem bjartara er á veginum, getið þér evgt þar manninn, sem við erum að elta?“ Manheimer sá nú raunverulega Svein og sleða lians langt framundan, og olli sú sjón því, að hann gat nú betur sætt sig við tví- menninginn að baki sér, en samt keyrði hann hest sinn sporum og lét liann taka stökk undir sig. Surtlu gömlu gxunaði þeg- ar, hver tilgangur hans myndi vera, og greip öðrum armi sínum utan um liann, hló háðs- lega og hvíslaði: „Alveg rétt, herra minn, látið klárinn taka á því, sem hann á til! Þér þurfið ekki að vera hræddur um mig, ég held mér fast. í annarri hendinni hef ég skammbyssu span- aða, og hana set ég við hnakkann á yður og hleypi af, heldur en að láta yðnr skilja við mig, strangi herra. En undir eins og annar maður fellur, mun ég taka hans hest. Þér verðið því að sætta yður við samvist mína, unz að því kemur. Segið nú mönnum yðar að hlaða byssur sínar á ný, og er við komum dálítið nær Sveini, getið þér látið þá miða á hestinn. Mennina tökum við svo á eftir.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.